Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 16:25 Margir hafa fagnað sigri hersins á sveitum RSF í Wad Madani en hermenn hafa þó verið sakaðir um ýmis ódæði gegn fólki á svæðinu. AP/Marwan Ali Yfirmaður hers Súdan hefur sett á laggirnar rannsókn vegna ásakana um að hermenn hafi framið umfangsmikil ódæði í Wad Madani, höfuðborg Gezira-héraðs, eftir að hún féll í hendur hersins á dögunum. Þar áður hafði borgin lengi verið í höndum sveita Rapid Support Forces eða RSF. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, lýsti þessu yfir í dag en herinn tók borgina á laugardaginn. Síðan þá hafa hjálparsamtök og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Súdan sagt fregnir af umfangsmiklum ódæðum gegn íbúum borgarinnar og nærliggjandi þorpa, eins og fram kemur í frétt BBC. Myndefni af meintum ódæðum hermanna hefur einnig verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Eitt þeirra sýnir manni kastað ofan af brú og hann svo skotinn ítrekað. Annað sýnir lík að minnsta kosti þrjátíu manna liggja við vegg. Samkvæmt frétt BBC hefur Burhani stofnað sérstaka nefnd til að rannsaka ásakanirnar gegn hernum í Wad Madani og eiga meðlimir hennar að skila skýrslu til herforingjans eftir viku. Stórvöld og nágrannaríki hafa komið að átökunum í Súdan, eins og farið var yfir í fréttaskýringu um átök á Sahel-svæðinu svokallaða í október. Milljónir standa frammi fyrir hungursneyð Wad Madani er staðsett um 140 kílómetra suðsuðaustur af Khartoum, höfuðborg Súdan, og situr á krossgötum mikilvægra vega í átt að höfuðborginni. Herinn er nú sagður sækja fram í átt að Khartoum. Al-Burhan og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hernum hefur vaxið ásmegin á undanförnum mánuðum. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Um fimmtíu milljónir manna búa í Súdan. Áætlað er að rúmlega helmingur þeirra, eða um 26 milljónir manna, standi frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti. Tugir þúsunda eru taldir liggja í valnum og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti Dagalo refsiaðgerðum á dögunum og stendur til að gera slíkt hið sama gegn al-Burhan, samkvæmt frétt Reuters. Súdan Hernaður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, lýsti þessu yfir í dag en herinn tók borgina á laugardaginn. Síðan þá hafa hjálparsamtök og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Súdan sagt fregnir af umfangsmiklum ódæðum gegn íbúum borgarinnar og nærliggjandi þorpa, eins og fram kemur í frétt BBC. Myndefni af meintum ódæðum hermanna hefur einnig verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Eitt þeirra sýnir manni kastað ofan af brú og hann svo skotinn ítrekað. Annað sýnir lík að minnsta kosti þrjátíu manna liggja við vegg. Samkvæmt frétt BBC hefur Burhani stofnað sérstaka nefnd til að rannsaka ásakanirnar gegn hernum í Wad Madani og eiga meðlimir hennar að skila skýrslu til herforingjans eftir viku. Stórvöld og nágrannaríki hafa komið að átökunum í Súdan, eins og farið var yfir í fréttaskýringu um átök á Sahel-svæðinu svokallaða í október. Milljónir standa frammi fyrir hungursneyð Wad Madani er staðsett um 140 kílómetra suðsuðaustur af Khartoum, höfuðborg Súdan, og situr á krossgötum mikilvægra vega í átt að höfuðborginni. Herinn er nú sagður sækja fram í átt að Khartoum. Al-Burhan og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hernum hefur vaxið ásmegin á undanförnum mánuðum. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Um fimmtíu milljónir manna búa í Súdan. Áætlað er að rúmlega helmingur þeirra, eða um 26 milljónir manna, standi frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti. Tugir þúsunda eru taldir liggja í valnum og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti Dagalo refsiaðgerðum á dögunum og stendur til að gera slíkt hið sama gegn al-Burhan, samkvæmt frétt Reuters.
Súdan Hernaður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira