Fótbolti

Endrick reddaði Real Madrid í fram­lengingunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Endrick fagnar marki sínu með Arda Gueler sem lagði það upp.
Endrick fagnar marki sínu með Arda Gueler sem lagði það upp. Getty/Angel Martinez

Real Madrid komst í kvöld áfram í átta liða úrslit spænska Konungsbikarsins í fótbolta í kvöld eftir 5-2 heimasigur á Celta Vigo. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en í framlengingu.

Real Madrid komst í 2-0 og var tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir. Vigo menn náði þá að jafna og tryggja sér framlengingu.

Kylian Mbappé kom Real í 1-0 á 37. mínútu og Vinicius Junior bætti við öðru marki á 48. mínútu.

Jonathan Bamba minnkaði muninn í 2-1 sjö mínútum fyrir leikslok og það var því spenna í leiknum undir lokin. Marcos Alonso jafnaði síðan úr vítaspyrnu í uppbótatíma.

Endrick kom inn á sem varamaður fyrir Kylian Mbappé og skoraði tvívegis í framlengingunni. Hann skoraði bæði mörkin eftir stoðsendingu frá öðrum ungum varamanni, Arda Güler.

Federico Valverde kom Real í 4-2 áður en Endrick innsiglaði sigurinn.

Real Madrid varð áttunda og síðasta liðið til þess að tryggja sig áfram í átta liða úrslitin en áður höfðu Barcelona, Valencia, Atlético Madrid, Real Sociedad, Osasuna, Getafe og Leganés unnið sína leiki í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×