Mikil hálka þegar banaslysið varð Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2025 11:01 Skýringarmynd úr skýrslunni sem sýnir staðsetningu ökutækjanna eftir áreksturinn. RNSA Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða. Slysið varð þegar Toyota Hilux-bíl var ekið suður Grindavíkurveg, en á sama tíma var Mercedes Arocs-vörubíl ekið úr gagnstæðri átt um veginn. Ökumaður vörubílsins missti stjórn á sínum bíl í mjúkri vinstri beygju. Þá rann vörubíllinn yfir á gagnstæðan vegarhelminginn og út fyrir veginn. Bílstjóri Toyotunnar beygði til hægri og rákust bílarnir saman utan vegarins. Ökumaður og farþegi Toyotunnar, karl og kona á sjötugsaldri, létust á vettvangi. Þau voru bæði í öryggisbelti. Ökumaður vörubílsins slasaðist ekki alvarlega. Í skýrslu Rannsóknarnefndar segir að bæði Toyotan og vörubíllinn hafi verið tekin til skoðunar og ekkert hafi fundist við þá athugun sem gæti skýrt orsök slyssins. Ók of hratt þó hann hafi ekki verið yfir hámarkshraða Hámarkshraði á veginum var níutíu kílómetrar á klukkustund. Úr loftpúðatölvu Toyotunnar kemur fram að á fimm sekúndna tímabili í aðdraganda slyssins hafi hraði bílsins verið hæstur 81 kílómetra hraði, en við áreksturinn 63 kílómetra hraði. Samkvæmt ökurita vörubílsins var þeim bíl ekið á 89 til níutíu kílómetra hraða. Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að hámarkshraði eigi við um góðar aðstæður, en að ökumenn eigi að aka hægar í slæmum aðstæðum. Ökumaður vörubílsins hafi því ekið of hratt miðað við aðstæður, en eins og áður segir var mikil hálka á veginum þennan dag. Glerhálka gat myndast vegna slydduéls „Líklegt er að yfirborð vegarins hafi verið frosið upp á hæðinni en hitastigið, samkvæmt veðurmælingu sunnarlega á Grindavíkurvegi hafði verið við frostmark snemma morguns en var þegar slysið átti sér stað 1,0°C. Veghiti var þó enn undir frostmarki og því gat glerhálka myndast vegna t.d. slydduéls,“ segir í skýrslunni. Meginorsök slyssins, að mati nefndarinnar, var þessi mikla hálka sem varð til þess að ökumaður vörubílsins missti stjórn á bílnum. Aðrar orsakir slysins sem nefndar eru í skýrslunni eru til að mynda þær að vegurinn var hálkuvarinn morguninn sem slysið varð, en einungis önnur akgreinin. Seinni hálkuvörnin tafðist vegna bilunar í saltbíl. Þá er einnig minnst á að ökumaður vörubílsins hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Samgönguslys Umferðaröryggi Grindavík Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Slysið varð þegar Toyota Hilux-bíl var ekið suður Grindavíkurveg, en á sama tíma var Mercedes Arocs-vörubíl ekið úr gagnstæðri átt um veginn. Ökumaður vörubílsins missti stjórn á sínum bíl í mjúkri vinstri beygju. Þá rann vörubíllinn yfir á gagnstæðan vegarhelminginn og út fyrir veginn. Bílstjóri Toyotunnar beygði til hægri og rákust bílarnir saman utan vegarins. Ökumaður og farþegi Toyotunnar, karl og kona á sjötugsaldri, létust á vettvangi. Þau voru bæði í öryggisbelti. Ökumaður vörubílsins slasaðist ekki alvarlega. Í skýrslu Rannsóknarnefndar segir að bæði Toyotan og vörubíllinn hafi verið tekin til skoðunar og ekkert hafi fundist við þá athugun sem gæti skýrt orsök slyssins. Ók of hratt þó hann hafi ekki verið yfir hámarkshraða Hámarkshraði á veginum var níutíu kílómetrar á klukkustund. Úr loftpúðatölvu Toyotunnar kemur fram að á fimm sekúndna tímabili í aðdraganda slyssins hafi hraði bílsins verið hæstur 81 kílómetra hraði, en við áreksturinn 63 kílómetra hraði. Samkvæmt ökurita vörubílsins var þeim bíl ekið á 89 til níutíu kílómetra hraða. Í skýrslu rannsóknarnefndar segir að hámarkshraði eigi við um góðar aðstæður, en að ökumenn eigi að aka hægar í slæmum aðstæðum. Ökumaður vörubílsins hafi því ekið of hratt miðað við aðstæður, en eins og áður segir var mikil hálka á veginum þennan dag. Glerhálka gat myndast vegna slydduéls „Líklegt er að yfirborð vegarins hafi verið frosið upp á hæðinni en hitastigið, samkvæmt veðurmælingu sunnarlega á Grindavíkurvegi hafði verið við frostmark snemma morguns en var þegar slysið átti sér stað 1,0°C. Veghiti var þó enn undir frostmarki og því gat glerhálka myndast vegna t.d. slydduéls,“ segir í skýrslunni. Meginorsök slyssins, að mati nefndarinnar, var þessi mikla hálka sem varð til þess að ökumaður vörubílsins missti stjórn á bílnum. Aðrar orsakir slysins sem nefndar eru í skýrslunni eru til að mynda þær að vegurinn var hálkuvarinn morguninn sem slysið varð, en einungis önnur akgreinin. Seinni hálkuvörnin tafðist vegna bilunar í saltbíl. Þá er einnig minnst á að ökumaður vörubílsins hafi ekið of hratt miðað við aðstæður.
Samgönguslys Umferðaröryggi Grindavík Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira