Fótbolti

„Við erum mögu­lega lé­legasta lið í sögu Manchester United“

Siggeir Ævarsson skrifar
Ruben Amorim var ekki upplitsdjarfur á hliðarlínunni í dag
Ruben Amorim var ekki upplitsdjarfur á hliðarlínunni í dag vísir/Getty

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir 1-3 tap á heimavelli gegn Brighton í dag. Hann bauð sjálfur upp á fyrirsögn dagsins með hreinskilni sinni.

„Í tíu leikjum í úrvalsdeildinni höfum við unnið tvo. Ímyndið ykkur hvernig það er fyrir stuðningsfólk Manchester United, ímyndið ykkur hvernig það er fyrir mig. Við vorum að fá nýjan þjálfara og hann tapar meira en síðasti þjálfari. Ég geri mér fyllilega grein fyrir hvernig þetta lítur út.“

„Eins og ég hef sagt, ég ætla ekki að breytast, sama hvað. Ég veit að við getum náð árangri en við þurfum að lifa þetta tímabil af. Þar sem ég er ekki barnalegur veit ég að við þurfum að lifa af núna. Við erum mögu­lega lé­legasta lið í sögu Manchester United. Ég veit að þið viljið fyrirsagnir and ég segi þetta því við þurfum að horfa í augu við staðreyndir og breyta þeim. Gjörið svo vel, hér er fyrirsögnin ykkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×