Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. janúar 2025 20:56 Bob Dylan er án nokkurs vafa einn fremsti laga- og textahöfundur sögunnar. Getty/Juliens Auctions Upprunalegt handrit af textanum í einu frægasta lagi Bob Dylan, Mr. Tambourine man, seldist fyrir 508.000 bandaríkjadali, eða rúmlega 70 milljónir króna á uppboði í Nashville á laugardaginn. Um er að ræða þrjár vélritaðar blaðsíður með handskrifuðum glósum á tveimur A4 blöðum. Handritið eða drögin að laginu voru í eigu bandaríska tónlistarblaðamannsins Al Aronowitz, sem seldi um 50 dýrgripi í sinni eigu á uppboðinu um helgina. The Guardian segir söguna af því hvernig blöðin komust í eigu hans. Í mars 1964 vaknaði Aronowitz og sá Dylan, sem var í heimsókn hjá honum, sofandi í sófanum og rak augun í samankrumpuð blöð í ruslatunnunni nálægt. Dylan, sem þá var 22 ára, hafði eytt nóttinni í að skrifa textann nokkrum sinnum í mismunandi útgáfum og svo hent eldri útgáfunum. Aronowitz hirti blöðin. Bakhlið annars blaðsins.Juliens Auctions Bob Dylan byrjaði að semja Mr. Tambourine man í febrúar 1964, og markar lagið að vissu leyti vatnaskil í hans ferli, þar sem hann segir skilið við pólitíska ádeilu og baráttusöngva upp að vissu marki og fer að semja óræðari, súrrealískari og innhverfari texta. Lagið er eitt hans frægasta verk og hafa ótal tónlistarmenn tekið upp og gefið út ábreiður af því. Á uppboðinu seldist einnig málverk eftir Dylan frá árinu 1968 á 36 milljónir, og telecaster árgerð 1983 sem hafði verið í hans eigu seldist á 31 milljón. Vefsíða uppboðsins býður upp á frekari upplýsingar. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Um er að ræða þrjár vélritaðar blaðsíður með handskrifuðum glósum á tveimur A4 blöðum. Handritið eða drögin að laginu voru í eigu bandaríska tónlistarblaðamannsins Al Aronowitz, sem seldi um 50 dýrgripi í sinni eigu á uppboðinu um helgina. The Guardian segir söguna af því hvernig blöðin komust í eigu hans. Í mars 1964 vaknaði Aronowitz og sá Dylan, sem var í heimsókn hjá honum, sofandi í sófanum og rak augun í samankrumpuð blöð í ruslatunnunni nálægt. Dylan, sem þá var 22 ára, hafði eytt nóttinni í að skrifa textann nokkrum sinnum í mismunandi útgáfum og svo hent eldri útgáfunum. Aronowitz hirti blöðin. Bakhlið annars blaðsins.Juliens Auctions Bob Dylan byrjaði að semja Mr. Tambourine man í febrúar 1964, og markar lagið að vissu leyti vatnaskil í hans ferli, þar sem hann segir skilið við pólitíska ádeilu og baráttusöngva upp að vissu marki og fer að semja óræðari, súrrealískari og innhverfari texta. Lagið er eitt hans frægasta verk og hafa ótal tónlistarmenn tekið upp og gefið út ábreiður af því. Á uppboðinu seldist einnig málverk eftir Dylan frá árinu 1968 á 36 milljónir, og telecaster árgerð 1983 sem hafði verið í hans eigu seldist á 31 milljón. Vefsíða uppboðsins býður upp á frekari upplýsingar.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“