Samþykktu verkfall með yfirburðum Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 13:36 Slökkviliðsmenn virðast vera á leið í verkfall. Vísir/Vilhelm Á hádegi í dag lauk kosningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, um boðun verkfalls vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. 87,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á kjörskrá hafi verið 1.163 félagsmenn og kjörsókn hafi verið 44.1 prósent, eða 513 atkvæði. 87.9 prósent hafi sagt já, 451 atkvæði, 6 prósent nei, 31 atkvæði og 6 prósent hafi ekki tekið afstöðu, eða 31 atkvæði. Þrjár vikur til stefnu LSS muni því að óbreyttu hefja verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar klukkan 08:00 ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma eða fresta aðgerðum félagsins. Í ályktun félagsfundar LSS þann 16. janúar segir að að félagið geri þá kröfu að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem afhent hafa SNS samningsumboð fyrir sína hönd axli ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna geri þá kröfu að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fái skýrt umboð til að setjast af alvöru við samningaborðið svo ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu félagsins. Ekkert sem bendir til þess að samið verði Þá segir að í ágúst árið 2023 hafi LSS undirritað framlengingu á gildandi kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga, SÍS. Í bókun með samningnum hafi verið verkáætlun sem tryggja hafi átt að nýr samningur yrði tilbúinn til undirritunar þegar framlengdur kjarasamningur myndi renna út. Fyrsti fundur LSS og SÍS samkvæmt verkáætlun hafi verið haldinn 10. október 2023 og fimm fundir hafi verið haldnir fram til áramóta. Árið 2024 hafi verið haldnir nokkrir fundir með hléum en LSS hafi gefið mikinn sveigjanleika vegna samningaviðræðna SÍS við heildarsamtök launafólks og svo aftur vegna samningaviðræðna SÍS við Kennarasamband Íslands. Þrátt fyrir fjölda funda hafi þeir litlu skilað. LSS hafi lagt fram skýra kröfugerð, lagt fram talsvert magn af gögnum sem hafi tekið mikinn tíma að vinna og kostað félagið töluverða fjármuni, en lítið hafi komið af vinnu frá SÍS. Þann 4. nóvember 2024 hafi kjaraviðræðum LSS og SÍS verið vísað til Ríkissáttasemjara og ástæðan hafi verið skortur á markvissum fundum og vinnuframlagi frá SNS. Núna níu mánuðum eftir að síðasti samningur rann út sé ekkert sem bendi til þess að nýr samningur verði undirritaður á næstunni. Það sé þungbær ákvörðun LSS að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en félagið sjái sig knúið til að fara þessa leið vegna skorts frumkvæðis SÍS til að ganga frá kjarasamning við LSS. Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á kjörskrá hafi verið 1.163 félagsmenn og kjörsókn hafi verið 44.1 prósent, eða 513 atkvæði. 87.9 prósent hafi sagt já, 451 atkvæði, 6 prósent nei, 31 atkvæði og 6 prósent hafi ekki tekið afstöðu, eða 31 atkvæði. Þrjár vikur til stefnu LSS muni því að óbreyttu hefja verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar klukkan 08:00 ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma eða fresta aðgerðum félagsins. Í ályktun félagsfundar LSS þann 16. janúar segir að að félagið geri þá kröfu að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem afhent hafa SNS samningsumboð fyrir sína hönd axli ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna geri þá kröfu að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fái skýrt umboð til að setjast af alvöru við samningaborðið svo ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu félagsins. Ekkert sem bendir til þess að samið verði Þá segir að í ágúst árið 2023 hafi LSS undirritað framlengingu á gildandi kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga, SÍS. Í bókun með samningnum hafi verið verkáætlun sem tryggja hafi átt að nýr samningur yrði tilbúinn til undirritunar þegar framlengdur kjarasamningur myndi renna út. Fyrsti fundur LSS og SÍS samkvæmt verkáætlun hafi verið haldinn 10. október 2023 og fimm fundir hafi verið haldnir fram til áramóta. Árið 2024 hafi verið haldnir nokkrir fundir með hléum en LSS hafi gefið mikinn sveigjanleika vegna samningaviðræðna SÍS við heildarsamtök launafólks og svo aftur vegna samningaviðræðna SÍS við Kennarasamband Íslands. Þrátt fyrir fjölda funda hafi þeir litlu skilað. LSS hafi lagt fram skýra kröfugerð, lagt fram talsvert magn af gögnum sem hafi tekið mikinn tíma að vinna og kostað félagið töluverða fjármuni, en lítið hafi komið af vinnu frá SÍS. Þann 4. nóvember 2024 hafi kjaraviðræðum LSS og SÍS verið vísað til Ríkissáttasemjara og ástæðan hafi verið skortur á markvissum fundum og vinnuframlagi frá SNS. Núna níu mánuðum eftir að síðasti samningur rann út sé ekkert sem bendi til þess að nýr samningur verði undirritaður á næstunni. Það sé þungbær ákvörðun LSS að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en félagið sjái sig knúið til að fara þessa leið vegna skorts frumkvæðis SÍS til að ganga frá kjarasamning við LSS.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira