Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2025 21:03 Nýja hótelið verður allt hið glæsilegasta með 68 herbergjum. Pro-Ark teiknistofa Selfossi Fyrsta skóflustungan af nýju 68 herbergja lúxus hóteli hefur verið tekin á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun kostar um tvo milljarða króna verður tekið í notkun í byrjun sumars. Fyrirtækið Hnullungur, sem er með aðsetur á Eyrarbakka og er jarðvegs- og gröfu fyrirtæki var með nýja gröfu, sem var notuð við fyrstu skóflustunguna en einn af starfsmönnum fyrirtækisins sá um verkið. Nýja hótelið, sem mun heita Hótel Lóa er strax á hægri hönd á þjóðvegi eitt þegar komið er á Hvolsvöll eða beint á móti Lava Centre, sem er ferðamannastaður. „Hér erum við að byrja að grafa fyrir nýju hóteli, 68 herbergja hóteli. Hvolsvöllur er staður, sem er á mikill uppleið og sveitarfélagið er mjög hlynnt fyrir því að hér sé verið að byggja hótel. Þetta verður lúxus hótel,” segir Þórarinn Gunnarsson, eigandi fyrirtækisins Hnullungs. Hér sést staðsetning nýja hótelsins vel á Hvolsvelli en það mun heita Hótel Lóa.Pro-Ark teiknistofa Selfossi Þórarinn segir að hópur fjárfesta sjái um að fjármagna nýja hótelið, sem mun kosta tæpa tvo milljarða króna. 30 ný störf verða til á Hvolsvelli með tilkomu hótelsins. Þórarinn segir að allskonar lúxus verði á hótelinu og alltaf eitthvað gott að borða. „Alveg örugglega, örugglega lambakjöt,” segir Þórarinn og skellihlær. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Rangárþingi eystra og verður Hótel Lóa hluti af þeirri starfsemi. En er eitthvað vit í því að vera að byggja hóteli í dag eða hvað? „Já, já, þetta er það, sem koma skal. Hér er gríðarlega mikill ferðamannastraumur og á bara eftir að aukast,” segir Þórarinn. Starfsmenn Hnullungs á Hvolsvelli í morgun. Frá vinstri, Þórarinn Gunnarsson, Bergvin Þráinsson og Tayo. Bergvin tók fyrstu skóflustunguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú komst með nýja gröfu til að taka fyrstu skóflustunguna. „Já, þeir eru svo kröfuharðir hérna fyrir austan að þeir heimtuðu bara nýja gröfu.” En hvenær verður svo nýja hótelið tilbúið? „Væntanlega í júní eða júlí í sumar,” segir Þórarinn. Fyrsta skóflustungan tekin í dag með nýju gröfunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Fyrirtækið Hnullungur, sem er með aðsetur á Eyrarbakka og er jarðvegs- og gröfu fyrirtæki var með nýja gröfu, sem var notuð við fyrstu skóflustunguna en einn af starfsmönnum fyrirtækisins sá um verkið. Nýja hótelið, sem mun heita Hótel Lóa er strax á hægri hönd á þjóðvegi eitt þegar komið er á Hvolsvöll eða beint á móti Lava Centre, sem er ferðamannastaður. „Hér erum við að byrja að grafa fyrir nýju hóteli, 68 herbergja hóteli. Hvolsvöllur er staður, sem er á mikill uppleið og sveitarfélagið er mjög hlynnt fyrir því að hér sé verið að byggja hótel. Þetta verður lúxus hótel,” segir Þórarinn Gunnarsson, eigandi fyrirtækisins Hnullungs. Hér sést staðsetning nýja hótelsins vel á Hvolsvelli en það mun heita Hótel Lóa.Pro-Ark teiknistofa Selfossi Þórarinn segir að hópur fjárfesta sjái um að fjármagna nýja hótelið, sem mun kosta tæpa tvo milljarða króna. 30 ný störf verða til á Hvolsvelli með tilkomu hótelsins. Þórarinn segir að allskonar lúxus verði á hótelinu og alltaf eitthvað gott að borða. „Alveg örugglega, örugglega lambakjöt,” segir Þórarinn og skellihlær. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Rangárþingi eystra og verður Hótel Lóa hluti af þeirri starfsemi. En er eitthvað vit í því að vera að byggja hóteli í dag eða hvað? „Já, já, þetta er það, sem koma skal. Hér er gríðarlega mikill ferðamannastraumur og á bara eftir að aukast,” segir Þórarinn. Starfsmenn Hnullungs á Hvolsvelli í morgun. Frá vinstri, Þórarinn Gunnarsson, Bergvin Þráinsson og Tayo. Bergvin tók fyrstu skóflustunguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú komst með nýja gröfu til að taka fyrstu skóflustunguna. „Já, þeir eru svo kröfuharðir hérna fyrir austan að þeir heimtuðu bara nýja gröfu.” En hvenær verður svo nýja hótelið tilbúið? „Væntanlega í júní eða júlí í sumar,” segir Þórarinn. Fyrsta skóflustungan tekin í dag með nýju gröfunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira