Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2025 19:23 Sunnan við Landspítalann í Fossvogi er stór lóð sem borgin undirbýr nú nýtt deiliskipulag fyrir 250 til 400 íbúðir. Þar með yrði þrengt mikið að framtíðar byggingum fyrir sjúkrahússtarfsemi. Stöð 2/Arnar Forstjóri Landspítalans telur skynsamlegra að gera ráð fyrir sjúkraússtarfsemi á landi neðan við gamla Borgarspítalann en íbúðabyggð eins og Reykjavíkurborg er með í undirbúningi. Þörfin fyrir sjúkrahússtarfsemi og tengda þjónustu eigi aðeins eftir að aukast með fjölgun þjóðarinnar. Nú er í undirbúningi nýtt deiliskipulag fyrir þetta svæði sunnan við Landspítalann í Fossvogi þar sem gert er ráð fyrir 250 til fjögur hundruð íbúðum. Ef þær áætlanir ná fram að ganga verður minna svigrúm til að auka sjúkrahússtarfsemi í Fossvogi. Legurýmum mun ekki fjölga frá því sem nú er þegar nýji Landspítalinn verður tekinn í gagnið. Því verður að öllum líkindum þörf fyrir spítalann í Fossvogi um fyrirsjáanlega framtíð.Vísir/Vilhelm Legurýmum mun ekki fjölga með tilkomu nýja Landspítalans sem tekinn verður í gagnið í byrjun næsta áratugar. Það er því ljóst að spítalinn í Fossvogi verður starfræktur um fyrirsjáanlega framtíð. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir brýnt að skipuleggja heilbrigðisstarfsemi áratugi fram í tímann.Stöð 2/Einar „Á hinn bóginn höfum við séð mjög öra fólksfjölgun og sívaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og þar með sjúkrahúsþjónustu. Þannig að mér þykir einsýnt að við munum þurfa meiri og meiri aðstöðu í framtíðinni. Þá er náttúrlega eðlilegt að hafa augastað á byggingunum í Fossvogi sem þegar eru fyrirliggjandi,“ segir Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans. Fram til ársins 2040 væri gert ráð fyrir að tiltekin verkefni fari frá Landspítalanum og hann sjái fyrst og fremst um sérhæfða sjúkrahús- og bráðaþjónustu. Engu að síður þurfi land undir þá aðstöðu. Í áætlunum um heilbrigðisþjónustu væri nauðsynlegt að horfa marga áratugi fram í tímann. „Ég held að það sé ljóst miðað við hvernig staðan er í dag að við höfum brennt okkur illilega á að gera það ekki. Þannig að það viðhorf verður að breytast snarlega. Við þurfum að horfa langt fram í tímann. Þá þurfum við að horfa til landrýmis fyrir sjúkrahúsbyggingar,“ segir forstjórinn. Hér sést hluti lóðarinnar sem BSÍ og N1 standa á í dag og Landspítalinn vill að verði helguð spítalastarfsemi í framtíðnni.Stöð 2/Sigurjón Spítalinn hefði nýlega hafið samtal við borgina um framtíðarlóðir vestan við spítalann á Hringbraut, þar sem BSÍ og N-1 væru nú, og um lóðina í Fossvogi þar sem borgin er nú að undirbúa skipulag fyrir íbúðabyggð. „Þá megum við kannski missa af þeim mun minni tíma ef við ætlum að skapa fullnægjandi landrými fyrir sjúkrahúsbyggingar í framtíðinni hérna á höfðuborgarsvæðinu.“ Það væri til að mynda orðið brýnt að byggja yfir geðhleilbrigðisþjónustuna. „Niðurstaðan var að hún kæmist ekki fyrir svo vel sé á Hringbrautarlóðinni því þar er mjög takmarkað landrými. Þá er meðal annars verið að horfa til lóðarinnar í Fossvogi,“ segir Runólfur Pálsson. Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Nú er í undirbúningi nýtt deiliskipulag fyrir þetta svæði sunnan við Landspítalann í Fossvogi þar sem gert er ráð fyrir 250 til fjögur hundruð íbúðum. Ef þær áætlanir ná fram að ganga verður minna svigrúm til að auka sjúkrahússtarfsemi í Fossvogi. Legurýmum mun ekki fjölga frá því sem nú er þegar nýji Landspítalinn verður tekinn í gagnið. Því verður að öllum líkindum þörf fyrir spítalann í Fossvogi um fyrirsjáanlega framtíð.Vísir/Vilhelm Legurýmum mun ekki fjölga með tilkomu nýja Landspítalans sem tekinn verður í gagnið í byrjun næsta áratugar. Það er því ljóst að spítalinn í Fossvogi verður starfræktur um fyrirsjáanlega framtíð. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir brýnt að skipuleggja heilbrigðisstarfsemi áratugi fram í tímann.Stöð 2/Einar „Á hinn bóginn höfum við séð mjög öra fólksfjölgun og sívaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og þar með sjúkrahúsþjónustu. Þannig að mér þykir einsýnt að við munum þurfa meiri og meiri aðstöðu í framtíðinni. Þá er náttúrlega eðlilegt að hafa augastað á byggingunum í Fossvogi sem þegar eru fyrirliggjandi,“ segir Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans. Fram til ársins 2040 væri gert ráð fyrir að tiltekin verkefni fari frá Landspítalanum og hann sjái fyrst og fremst um sérhæfða sjúkrahús- og bráðaþjónustu. Engu að síður þurfi land undir þá aðstöðu. Í áætlunum um heilbrigðisþjónustu væri nauðsynlegt að horfa marga áratugi fram í tímann. „Ég held að það sé ljóst miðað við hvernig staðan er í dag að við höfum brennt okkur illilega á að gera það ekki. Þannig að það viðhorf verður að breytast snarlega. Við þurfum að horfa langt fram í tímann. Þá þurfum við að horfa til landrýmis fyrir sjúkrahúsbyggingar,“ segir forstjórinn. Hér sést hluti lóðarinnar sem BSÍ og N1 standa á í dag og Landspítalinn vill að verði helguð spítalastarfsemi í framtíðnni.Stöð 2/Sigurjón Spítalinn hefði nýlega hafið samtal við borgina um framtíðarlóðir vestan við spítalann á Hringbraut, þar sem BSÍ og N-1 væru nú, og um lóðina í Fossvogi þar sem borgin er nú að undirbúa skipulag fyrir íbúðabyggð. „Þá megum við kannski missa af þeim mun minni tíma ef við ætlum að skapa fullnægjandi landrými fyrir sjúkrahúsbyggingar í framtíðinni hérna á höfðuborgarsvæðinu.“ Það væri til að mynda orðið brýnt að byggja yfir geðhleilbrigðisþjónustuna. „Niðurstaðan var að hún kæmist ekki fyrir svo vel sé á Hringbrautarlóðinni því þar er mjög takmarkað landrými. Þá er meðal annars verið að horfa til lóðarinnar í Fossvogi,“ segir Runólfur Pálsson.
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira