Sú hætta virðist nú liðin hjá og nú er beðið eftir því að Almannavarnir aflétti rýmingum í Neskaupstað og á Seyðisfirði.
Við fjöllum um þetta í hádegisfréttum en förum einnig yfir þær tilskipanir sem nýr forseti Bandaríkjanna skrifaði undir á fyrsta degi sínum í embætti.
Einnig greinum við frá nýrri rannsókn sem rennir styrkari stoðum undir þau sannindi að hreyfing dragi úr líkunum á hjartasjúkdómum.
Í sportpakka dagsins verður glæsileg frammistaða strákanna okkar á HM í handbolta gerð upp og farið yfir næsta leik, sem verður við Egypta á morgun.