Erlent

Dular­fullar kúlur inni­halda ösku, mettaðar fitu­sýrur og saurgerla

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kúlurnar eru á stærð við marmarakúlur en minna ekki síður á lambaspörð.
Kúlurnar eru á stærð við marmarakúlur en minna ekki síður á lambaspörð. Northern Beaches Council

Dularfullar kúlur sem urðu til þess að nokkrum ströndum í Sydney í Ástralíu var lokað í síðustu viku reyndust innihalda mettaðar fitusýrur, saurgerla og E. coli bakteríur.

Níu ströndum var lokað 14. janúar síðastliðinn eftir að kúlunum, sem eru á stærð við marmarakúlur, skolaði á land. Kúlurnar innihalda einnig ösku en yfirvöld vonast til þess að frekari rannsóknir muni leiða uppruna þeirra í ljós.

Búið er að hreinsa upp þær kúlur sem þegar borist á strendur Sydney en fólk er hvatt til að snerta ekki kúlurnar ef það verður þeirra vart, heldur tilkynna fundinn.

Skammt er liðið frá því að dularfullum „tjöruboltum“ skolaði á land á sömu stöðum. Rannsóknir leiddu í ljós að boltarnir innihéldu allt mögulegt; eldunarolíu, sjampóleifar, skordýraeitur, hár og lyf.

Vísindamenn sögðu þá í raun áþekka svokölluðum „fatbergs“ sem stundum safnast fyrir í lagnakerfum en yfirvöld í Syndey segja öll vatnhreinsikerfi virka eðlilega og engin vandamál hafa komið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×