Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. janúar 2025 12:16 Mynd frá Neskaupstað í morgun. Útlínur þriggja flóða úr Skágili, Nesgili og Bakkagili eru rissaðar gróflega með rauðu á myndina. Veðurstofan Rýmingum í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Enn er verið að fara yfir gögn og meta hvort aflétta eigi rýmingum á Seyðisfirði strax. Verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum segir ánægjulegt að óvissuástandinu sé að ljúka. Rúmlega tvö hundruð manns hafði verið gert að rýma heimili sitt í bæjunum tveimur. Mikil úrkoma var á Austfjörðum síðustu tvo sólarhringa og snjóflóðahætta fylgdi henni. Nokkur flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað en engin ógnuðu byggð. Þrjú flóð í nótt og þrjú flóð aðfaranótt mánudags. Vegurinn um Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar var lengi vel lokaður og komust íbúar Seyðisfjarðar þá ekki út úr bænum. Nú hafa almannavarnir ákveðið að aflétta rýmingum í Neskaupstað. Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum og íbúi í Neskaupstað, segir gott að allt hafi farið á besta veg og engin snjóflóð fallið á byggð. „Rýmingar eru ekki gerðar í neinu tómarúmi, þeir eru auðvitað gerðar með öryggissjónarmið í fyrirrúmi. Ef eitthvað skildi koma upp og veður skildi fara þannig. Það er alltaf heilmikið inngrip en engu að síður afskaplega gleðilegt þegar þeim lýkur og það hefur ekki reynt á neitt. Við erum ánægð yfir því,“ segir Jón Björn. Veðrið er að skána í Neskaupstað en í gær var spáð mikilli ofankomu og hvassviðri. „Það var ekki eins mikið og menn ætluðu. Það var ofankoma fram eftir morgun, ekki eins mikið og búist var við,“ segir Jón Björn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er óhætt að aflétta rýmingu í Neskaupstað. Enn er verið að skoða gögn varðandi Seyðisfjörð og hvort hægt sé að aflétta rýmingum þar. Þar snjóaði í nótt, annað en í Neskaupstað, og þurfa vísindamenn að meta stöðuna betur eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að rýmingum verði aflétt þar síðar í dag. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Náttúruhamfarir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Rúmlega tvö hundruð manns hafði verið gert að rýma heimili sitt í bæjunum tveimur. Mikil úrkoma var á Austfjörðum síðustu tvo sólarhringa og snjóflóðahætta fylgdi henni. Nokkur flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað en engin ógnuðu byggð. Þrjú flóð í nótt og þrjú flóð aðfaranótt mánudags. Vegurinn um Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar var lengi vel lokaður og komust íbúar Seyðisfjarðar þá ekki út úr bænum. Nú hafa almannavarnir ákveðið að aflétta rýmingum í Neskaupstað. Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum og íbúi í Neskaupstað, segir gott að allt hafi farið á besta veg og engin snjóflóð fallið á byggð. „Rýmingar eru ekki gerðar í neinu tómarúmi, þeir eru auðvitað gerðar með öryggissjónarmið í fyrirrúmi. Ef eitthvað skildi koma upp og veður skildi fara þannig. Það er alltaf heilmikið inngrip en engu að síður afskaplega gleðilegt þegar þeim lýkur og það hefur ekki reynt á neitt. Við erum ánægð yfir því,“ segir Jón Björn. Veðrið er að skána í Neskaupstað en í gær var spáð mikilli ofankomu og hvassviðri. „Það var ekki eins mikið og menn ætluðu. Það var ofankoma fram eftir morgun, ekki eins mikið og búist var við,“ segir Jón Björn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er óhætt að aflétta rýmingu í Neskaupstað. Enn er verið að skoða gögn varðandi Seyðisfjörð og hvort hægt sé að aflétta rýmingum þar. Þar snjóaði í nótt, annað en í Neskaupstað, og þurfa vísindamenn að meta stöðuna betur eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að rýmingum verði aflétt þar síðar í dag.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Náttúruhamfarir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira