Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2025 19:21 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sendi Donald Trump forseta Bandaríkjanna árnaðaróskir eftir að hann sór embættiseið í gær. Grafík/Hjalti Forsætisráðherra væntir þess að Ísland eigi áfram náið samband við Bandaríkin og hefur óskaði nýkjörnum forseta Bandaríkjanna góðs gengis í embætti. Hún hafi einnig fundað stuttlega með leiðtogum Norðurlandanna í gærkvöldi í tilefni vandaskiptanna í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru eitt mikilvægasta viðskiptaríki Íslands og þau hafa verið náin pólitískur bandamaður allt frá því þau viðurkenndu fyrst allra fullt sjálfstæði Íslands árið 1944. Í gildi er tvíhliða varnarsamningur á milli ríkjanna og samstarfið sömuleiðis náið í gegnum NATO. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra væntir þess að samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði áfram góð eftir valdaskiptin í Washington.Vísir „Ég sendi nýjum forseta Bandaríkjanna kveðju í gær eftir innsetningarathöfnina og óska honum og hans ríkisstjórn góðs gengis. Vænti þess að við eigum áfram náið samband við Bandaríkin. Þetta samband skiptir okkur auðvitað miklu máli,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Þá hafi hún einnig átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna og forseta Finnlands í gærkvöldi. „Þar sem við vorum að ræða valdaskiptin og hvers má vænta í Bandaríkjunum. Þetta er auðvitað þjóð sem Norðurlöndin horfa öll til og eiga mikil samskipti við. Vorum að ræða öryggis- og varnarmál lika og samstillingu Norðurlanda varðandi ýmis mál,“ segir forsætisráðherra. Þeirra á meðal eru málefni Grænlands og sameiginlegur stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu. Forsætisráðherra segir skipta miklu máli að öll lönd, þar með talin Bandaríkin, virði fullveldi annarra ríkja og landamæri. Skilaboð forsætisráðherra Norðurlandanna væru skýr í þeim efnum. Donald Trump steig dans með eiginkonu sinni Melania á dansleik að lokinni innsetningu hans í embætti forseta Bandaríkjanna í gær.AP//Evan Vucci „En við erum líka fyrst og fremst að horfa til ákveðinna tækifæra í samskiptum okkar við Bandaríkin. Við erum öll meðvituð um mikilvægi þess að halda góðum samskiptum þarna á milli. Eins að vera samstillt þegar kemur að stóru málunum. Bæði í viðskiptatengdum málum, velferðarmálum en líka í öryggis- og varnarmálum eins og staðan er í heiminum í dag,“ segir Kristrún. Það væri of snemmt að úttala sig um mögulegar tollahækkanir stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem Donald Trump hefur látið í veðri vaka. Vel væri fylgst með þróun þeirra mála og mögulegum áhrifum á samskptin við bæði Bandaríkin og innan EES samstarfsins. Töluverð óvissa ríkir einnig um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. „Norðurlöndin munu áfram vera samstíga í stuðningi við Úkraínu. Það er mikil meðvitund um mikilvægi þess að styðja áfram við Úkraínu og sjálfstæði þeirra.“ Leggur þú áherslu á að ná tali af Bandaríkjaforseta, þið hittist kannski á NATO-fundi eða eitthvað slíkt, varðandi til dæmis tvíhliða varnarsamning þjóðanna og svo framvegis? „Það hefur ekkert slíkt samtal verið ákveðið. En mér finnst ekki ólíklegt að við munum ræða saman á einhverjum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Bandaríkin eru eitt mikilvægasta viðskiptaríki Íslands og þau hafa verið náin pólitískur bandamaður allt frá því þau viðurkenndu fyrst allra fullt sjálfstæði Íslands árið 1944. Í gildi er tvíhliða varnarsamningur á milli ríkjanna og samstarfið sömuleiðis náið í gegnum NATO. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra væntir þess að samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði áfram góð eftir valdaskiptin í Washington.Vísir „Ég sendi nýjum forseta Bandaríkjanna kveðju í gær eftir innsetningarathöfnina og óska honum og hans ríkisstjórn góðs gengis. Vænti þess að við eigum áfram náið samband við Bandaríkin. Þetta samband skiptir okkur auðvitað miklu máli,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Þá hafi hún einnig átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna og forseta Finnlands í gærkvöldi. „Þar sem við vorum að ræða valdaskiptin og hvers má vænta í Bandaríkjunum. Þetta er auðvitað þjóð sem Norðurlöndin horfa öll til og eiga mikil samskipti við. Vorum að ræða öryggis- og varnarmál lika og samstillingu Norðurlanda varðandi ýmis mál,“ segir forsætisráðherra. Þeirra á meðal eru málefni Grænlands og sameiginlegur stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu. Forsætisráðherra segir skipta miklu máli að öll lönd, þar með talin Bandaríkin, virði fullveldi annarra ríkja og landamæri. Skilaboð forsætisráðherra Norðurlandanna væru skýr í þeim efnum. Donald Trump steig dans með eiginkonu sinni Melania á dansleik að lokinni innsetningu hans í embætti forseta Bandaríkjanna í gær.AP//Evan Vucci „En við erum líka fyrst og fremst að horfa til ákveðinna tækifæra í samskiptum okkar við Bandaríkin. Við erum öll meðvituð um mikilvægi þess að halda góðum samskiptum þarna á milli. Eins að vera samstillt þegar kemur að stóru málunum. Bæði í viðskiptatengdum málum, velferðarmálum en líka í öryggis- og varnarmálum eins og staðan er í heiminum í dag,“ segir Kristrún. Það væri of snemmt að úttala sig um mögulegar tollahækkanir stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem Donald Trump hefur látið í veðri vaka. Vel væri fylgst með þróun þeirra mála og mögulegum áhrifum á samskptin við bæði Bandaríkin og innan EES samstarfsins. Töluverð óvissa ríkir einnig um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. „Norðurlöndin munu áfram vera samstíga í stuðningi við Úkraínu. Það er mikil meðvitund um mikilvægi þess að styðja áfram við Úkraínu og sjálfstæði þeirra.“ Leggur þú áherslu á að ná tali af Bandaríkjaforseta, þið hittist kannski á NATO-fundi eða eitthvað slíkt, varðandi til dæmis tvíhliða varnarsamning þjóðanna og svo framvegis? „Það hefur ekkert slíkt samtal verið ákveðið. En mér finnst ekki ólíklegt að við munum ræða saman á einhverjum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira