Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2025 20:03 Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni segir að taka þurfi baráttunni við sýklalyfjaónæmi alvarlega. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir brýnt að fjármagna nýlega aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi. Vísir Vísbendingar eru um að tilvikum alvarlegs sýklalyfjaónæmis sé að fjölga verulega hér á landi á sama tíma og Ísland er Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Yfirlæknir hjá Landlækni segir vaxandi áhyggjuefni að fjölónæmir sýklar nái bólfestu. Sýklalyfjaónæmi er einn helsti heilbrigðisvandi nútímans að mati Lancet, eins virtasta læknatímarits heims. Almennt hefur tíðni slíks ónæmis vaxið hér síðustu tíu ár og alvarlegum tilvikum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Tilvikum sýklalyfjaónæmis hefur fjölgað þó nokkuð hér á landi síðustu ár eins og kemur fram á þessari mynd frá Landlæknisembættinu.Vísir Á sama tíma er Íslands Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Samanburður á sýklalyfjaávísunum á Norðurlöndum þar sem Ísland er í efsta sæti samkvæmt Landlæknisembættinu.Vísir Alvarlegum sýkingum fjölgaði mikið Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni sem hélt erindi um efnið á Læknadögum sem standa yfir, segir þetta mikið áhyggjuefni. „Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál í heiminum. Það veldur fjölda dauðsfalla og veldur vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið hér á landi og í heiminum öllum,“ segir hún. Um tvöfalt fleiri alvarleg tilvik fjölónæmra sýkinga komu fram í fyrra samanborið við fyrra ár. „Fyrir tíu árum greindist ekkert af svokölluðum Carbaoenemase sýkingum eða alvarlegum fjölónæmum sýkingum en svo fór þetta smám saman vaxandi. Slík tilvik um tíu á árunum 2022 og 2023 en á síðasta ári greindust 18 tilvik slíkra sýkinga,“ segir Anna Margrét. Hún segir mikilvægt að draga úr sýklalyfjaávísunum. „Það þarf að hindra að sýklalyfjaónæmi nái bólfestu hér á landi og viðhalda stöðunni eins og hún er,“ segir hún. Viðamikil aðgerðaráætlun samþykkt á síðasta ári Viðamikið aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi var staðfest af stjórnvöldum í fyrra. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og formaður áætlunarinnar og eftirfylgni hennar segir mikilvægt að hún verði að veruleika. „Það er mjög brýnt að hún verði að veruleika. Þetta er mjög viðamikil áætlun og svipuð og önnur lönd hafa gert,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fjármagna áætlunina Hann segir aðgerðaleysi í málaflokknum fela í sér áhættu og aukakostnað fyrir heilbrigðiskerfið. „Þá yrðum við í vandræðum með að meðhöndla ýmsar sýkingar. Við þurfum verði ekki brugðist við þurfa að eyða meiri fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Kostnaður við að framfylgja áætluninni næstu fimm ár er metinn um einn komma átta milljarða króna. Þórólfur segir mikilvægt að stjórnvöld fjármagni hana. „Verkefnið þarfnast um þrjú hundruð milljón króna frá hinu opinbera á ári. Það hefur nú þegar komið ákveðið fjármagn en það þarf meira til. Við bindum vonir við að núverandi ríkisstjórn setji meira fé í þetta,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Lyf Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Sýklalyfjaónæmi er einn helsti heilbrigðisvandi nútímans að mati Lancet, eins virtasta læknatímarits heims. Almennt hefur tíðni slíks ónæmis vaxið hér síðustu tíu ár og alvarlegum tilvikum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Tilvikum sýklalyfjaónæmis hefur fjölgað þó nokkuð hér á landi síðustu ár eins og kemur fram á þessari mynd frá Landlæknisembættinu.Vísir Á sama tíma er Íslands Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Samanburður á sýklalyfjaávísunum á Norðurlöndum þar sem Ísland er í efsta sæti samkvæmt Landlæknisembættinu.Vísir Alvarlegum sýkingum fjölgaði mikið Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni sem hélt erindi um efnið á Læknadögum sem standa yfir, segir þetta mikið áhyggjuefni. „Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál í heiminum. Það veldur fjölda dauðsfalla og veldur vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið hér á landi og í heiminum öllum,“ segir hún. Um tvöfalt fleiri alvarleg tilvik fjölónæmra sýkinga komu fram í fyrra samanborið við fyrra ár. „Fyrir tíu árum greindist ekkert af svokölluðum Carbaoenemase sýkingum eða alvarlegum fjölónæmum sýkingum en svo fór þetta smám saman vaxandi. Slík tilvik um tíu á árunum 2022 og 2023 en á síðasta ári greindust 18 tilvik slíkra sýkinga,“ segir Anna Margrét. Hún segir mikilvægt að draga úr sýklalyfjaávísunum. „Það þarf að hindra að sýklalyfjaónæmi nái bólfestu hér á landi og viðhalda stöðunni eins og hún er,“ segir hún. Viðamikil aðgerðaráætlun samþykkt á síðasta ári Viðamikið aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi var staðfest af stjórnvöldum í fyrra. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og formaður áætlunarinnar og eftirfylgni hennar segir mikilvægt að hún verði að veruleika. „Það er mjög brýnt að hún verði að veruleika. Þetta er mjög viðamikil áætlun og svipuð og önnur lönd hafa gert,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fjármagna áætlunina Hann segir aðgerðaleysi í málaflokknum fela í sér áhættu og aukakostnað fyrir heilbrigðiskerfið. „Þá yrðum við í vandræðum með að meðhöndla ýmsar sýkingar. Við þurfum verði ekki brugðist við þurfa að eyða meiri fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Kostnaður við að framfylgja áætluninni næstu fimm ár er metinn um einn komma átta milljarða króna. Þórólfur segir mikilvægt að stjórnvöld fjármagni hana. „Verkefnið þarfnast um þrjú hundruð milljón króna frá hinu opinbera á ári. Það hefur nú þegar komið ákveðið fjármagn en það þarf meira til. Við bindum vonir við að núverandi ríkisstjórn setji meira fé í þetta,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Lyf Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira