Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 22:32 Vísir/Samsett Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og leikstjórinn Robert Eggers leiða saman hesta sína á nýjan leik og hafa skrifað nýjan vampíruhrylling. Um jólin kom út nýjasta kvikmynd Eggers, endurgerð af sígilda vampíruhryllingnum Nosferatu, sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi og úti í heimi. Nú stefnir hann að því að gera aðra vampírumynd en í stað þess að leita til þögulla, þýskra expressjónista leitar hann talsvert lengra aftur í tímann. Nefnilega til Englands miðalda. Myndin ber nafnið Werwulf og gert er ráð fyrir því að hún komi út um jólin 2026. Handritið var skrifað af Sjón og Eggers sjálfum en þeir hafa áður unnið saman að handriti víkingaepíkinni Norðanmanninum sem gerist að miklu leyti á Íslandi. Í þeirri mynd fóru einnig Björk Guðmundsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk völvu og seiðkarls, í þeirri röð. Fram kemur í umfjöllun Hollywood Reporter að enn sé margt á huldu um þessa mynd en að heimildir hermi að sagan eigi sér stað á Englandi þrettándu aldarinnar. Þá hafi einnig mikið verið lagt upp úr því að talsmáti persóna myndarinnar sé tímabilinu samkvæmur og að leikarar muni jafnvel spreyta sig á fornensku. Það væri eflaust áhugavert fyrir íslenska aðdáendur Eggers og Sjóns í ljósi þess hve lík hin fornenska tunga var íslensku. Jafnvel komi íslenskir bíógestir til með að skilja eitthvað sperri þeir eyrun. Þar segir einnig að Eggers hefði í hyggju að kvikmyndin yrði svarthvít en að hann hefði hætt við. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Um jólin kom út nýjasta kvikmynd Eggers, endurgerð af sígilda vampíruhryllingnum Nosferatu, sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi og úti í heimi. Nú stefnir hann að því að gera aðra vampírumynd en í stað þess að leita til þögulla, þýskra expressjónista leitar hann talsvert lengra aftur í tímann. Nefnilega til Englands miðalda. Myndin ber nafnið Werwulf og gert er ráð fyrir því að hún komi út um jólin 2026. Handritið var skrifað af Sjón og Eggers sjálfum en þeir hafa áður unnið saman að handriti víkingaepíkinni Norðanmanninum sem gerist að miklu leyti á Íslandi. Í þeirri mynd fóru einnig Björk Guðmundsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk völvu og seiðkarls, í þeirri röð. Fram kemur í umfjöllun Hollywood Reporter að enn sé margt á huldu um þessa mynd en að heimildir hermi að sagan eigi sér stað á Englandi þrettándu aldarinnar. Þá hafi einnig mikið verið lagt upp úr því að talsmáti persóna myndarinnar sé tímabilinu samkvæmur og að leikarar muni jafnvel spreyta sig á fornensku. Það væri eflaust áhugavert fyrir íslenska aðdáendur Eggers og Sjóns í ljósi þess hve lík hin fornenska tunga var íslensku. Jafnvel komi íslenskir bíógestir til með að skilja eitthvað sperri þeir eyrun. Þar segir einnig að Eggers hefði í hyggju að kvikmyndin yrði svarthvít en að hann hefði hætt við.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira