Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 22:32 Sjón og leikstjórinn Robert Eggers. Vísir/Samsett Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og leikstjórinn Robert Eggers leiða saman hesta sína á nýjan leik og hafa skrifað nýjan varúlfahrylling. Um jólin kom út nýjasta kvikmynd Eggers, endurgerð af sígilda vampíruhryllingnum Nosferatu, sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi og úti í heimi. Nú stefnir hann að því að gera aðra vampírumynd en í stað þess að leita til þögulla, þýskra expressjónista leitar hann talsvert lengra aftur í tímann. Nefnilega til Englands miðalda. Myndin ber nafnið Werwulf og gert er ráð fyrir því að hún komi út um jólin 2026. Handritið var skrifað af Sjón og Eggers sjálfum en þeir hafa áður unnið saman að handriti víkingaepíkinni Norðanmanninum sem gerist að miklu leyti á Íslandi. Í þeirri mynd fóru einnig Björk Guðmundsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk völvu og seiðkarls, í þeirri röð. Fram kemur í umfjöllun Hollywood Reporter að enn sé margt á huldu um þessa mynd en að heimildir hermi að sagan eigi sér stað á Englandi þrettándu aldarinnar. Þá hafi einnig mikið verið lagt upp úr því að talsmáti persóna myndarinnar sé tímabilinu samkvæmur og að leikarar muni jafnvel spreyta sig á fornensku. Það væri eflaust áhugavert fyrir íslenska aðdáendur Eggers og Sjóns í ljósi þess hve lík hin fornenska tunga var íslensku. Jafnvel komi íslenskir bíógestir til með að skilja eitthvað sperri þeir eyrun. Þar segir einnig að Eggers hefði í hyggju að kvikmyndin yrði svarthvít en að hann hefði hætt við. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Um jólin kom út nýjasta kvikmynd Eggers, endurgerð af sígilda vampíruhryllingnum Nosferatu, sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi og úti í heimi. Nú stefnir hann að því að gera aðra vampírumynd en í stað þess að leita til þögulla, þýskra expressjónista leitar hann talsvert lengra aftur í tímann. Nefnilega til Englands miðalda. Myndin ber nafnið Werwulf og gert er ráð fyrir því að hún komi út um jólin 2026. Handritið var skrifað af Sjón og Eggers sjálfum en þeir hafa áður unnið saman að handriti víkingaepíkinni Norðanmanninum sem gerist að miklu leyti á Íslandi. Í þeirri mynd fóru einnig Björk Guðmundsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk völvu og seiðkarls, í þeirri röð. Fram kemur í umfjöllun Hollywood Reporter að enn sé margt á huldu um þessa mynd en að heimildir hermi að sagan eigi sér stað á Englandi þrettándu aldarinnar. Þá hafi einnig mikið verið lagt upp úr því að talsmáti persóna myndarinnar sé tímabilinu samkvæmur og að leikarar muni jafnvel spreyta sig á fornensku. Það væri eflaust áhugavert fyrir íslenska aðdáendur Eggers og Sjóns í ljósi þess hve lík hin fornenska tunga var íslensku. Jafnvel komi íslenskir bíógestir til með að skilja eitthvað sperri þeir eyrun. Þar segir einnig að Eggers hefði í hyggju að kvikmyndin yrði svarthvít en að hann hefði hætt við.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira