Ellert B. Schram er fallinn frá Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2025 13:01 Ellert B. Schram andaðist í nótt eftir erfið veikindi. vísir/vilhelm Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri, rithöfundur og einhver glæsilegasti íþróttamaður sem Ísland hefur alið, er fallinn frá 85 ára að aldri. Ferill Ellerts er ótrúlegur. Hann er fæddur í Reykjavík 10. október 1939 en foreldrar hans voru þau Björgvin Schram stórkaupmaður og Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir. Ellert er tvígiftur. Fyrri kona hans er Anna Guðlaug Ásgeirsdóttir en seinni kona hans er Ágústa Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og framhaldsskólakennari. Börn Ellerts með Önnu eru Ásdís Björg, Arna (dáin 2022), Aldís Brynja og Höskuldur Kári. Með Ágústu eignaðist Ellert svo tvö börn þau Evu Þorbjörgu og Ellert Björgvin. Þá átti Ellert son utan hjónabands, Arnar Þór Jónsson, sem var ættleiddur. Ellert fór í Verslunarskólann og lauk þaðan stúdentsprófi 1959 og var svo við nám í London á árunum 1959-1960. Ellert lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1966 og öðlaðist héraðsdómsréttindi 1967. Fyrirliði KR, Ellert Schram, veitir eiginhandaráritanir eftir æfingu í West Derby, degi áður en KR-ingar tókust á við Liverpool á Anfield í Evrópukepninni 13. september 1964.Charlie/Mirrorpix/Mirrorpix via Getty Images Ellert var stórstjarna í KR og íslenska landsliðinu en samhliða var hann blaðamaður á Vísi og starfsmaður við heildsölu föður síns. Hann var fulltrúi á málflutningsstofu Eyjólfs K. Jónssonar, skrifstofustjóri borgarverkfræðings í Reykjavík áður en hann gerðist ritstjóri Vísis og síðar ritstjóri DV við hlið Jónasar Kristjánssonar. Jónas þótti sérstakur og harður í horn að taka en samstarf þeirra tveggja var ætíð með miklum ágætum. Þetta var á velmektarárum DV. Ellert gekk ungur í Sjálfstæðisflokkinn og var hann formaður Stúdentaráðs HÍ 1963-1964. Hann var varaformaður Orators og formaður SUS 1969-1973 og sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Við allt þetta blandaðist svo einlægur íþróttaáhugi hans en hann varð formaður Knattspyrnusambands Íslands 1973-1989. Of langt mál er að telja til allar þær ábyrgðarstöður sem hann gegndi, og raktar eru á vef Alþingis, en nefna má að hann var forseti Íþróttasambands Íslands 1990-2006. Vandséð er hvernig Ellert kom öllum þessum önnum heim og saman en hann varð landskjörinn alþingismaður Reykjavíkur 1971-1974, 1974-1979 og 1983-1987. Þingmennska hans var fyrir Sjálfstæðisflokkinn en svo söðlaði hann um, sem reyndi á fornan vinskap eins og segir í bókinni Ellert eftir Björn Jón Bragason, og tók Ellert sæti á þinginu 2007-2009 fyrir Samfylkinguna. Hann tók svo sæti á Alþingi 2018 og var þá elstur til að taka sæti á Alþingi í þingsögunni. Ellert var ótrúlega fjölhæfur maður eins og ferill hans sýnir glögglega. Glæsilegur á velli, þéttur í lund og það vekur furðu hversu mörgum boltum honum tókst að halda á lofti á sinni tíð. Ekki margir vita en hann samdi ljóð. Þá sendi Ellert frá sér gamansamar bækur sem hlutu lofsamlega dóma auk þess sem hann var ávallt áhugasamur um íþróttir. Til að mynda gáfu börnin hans honum golfsett í sextugsafmælisgjöf og var þá ekki að sökum að spyrja. Ellert gaf sig allan í verkefnið hverju sinni. Hann spilaði bridge við konu sína og vini og er þá fátt eitt nefnt sem átti hug hans. Ellert lést eftir erfið veikindi en hann náði að skrá nafn sitt í sögubækurnar, næsta léttilega. Andlát Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn ÍSÍ Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Ferill Ellerts er ótrúlegur. Hann er fæddur í Reykjavík 10. október 1939 en foreldrar hans voru þau Björgvin Schram stórkaupmaður og Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir. Ellert er tvígiftur. Fyrri kona hans er Anna Guðlaug Ásgeirsdóttir en seinni kona hans er Ágústa Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og framhaldsskólakennari. Börn Ellerts með Önnu eru Ásdís Björg, Arna (dáin 2022), Aldís Brynja og Höskuldur Kári. Með Ágústu eignaðist Ellert svo tvö börn þau Evu Þorbjörgu og Ellert Björgvin. Þá átti Ellert son utan hjónabands, Arnar Þór Jónsson, sem var ættleiddur. Ellert fór í Verslunarskólann og lauk þaðan stúdentsprófi 1959 og var svo við nám í London á árunum 1959-1960. Ellert lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1966 og öðlaðist héraðsdómsréttindi 1967. Fyrirliði KR, Ellert Schram, veitir eiginhandaráritanir eftir æfingu í West Derby, degi áður en KR-ingar tókust á við Liverpool á Anfield í Evrópukepninni 13. september 1964.Charlie/Mirrorpix/Mirrorpix via Getty Images Ellert var stórstjarna í KR og íslenska landsliðinu en samhliða var hann blaðamaður á Vísi og starfsmaður við heildsölu föður síns. Hann var fulltrúi á málflutningsstofu Eyjólfs K. Jónssonar, skrifstofustjóri borgarverkfræðings í Reykjavík áður en hann gerðist ritstjóri Vísis og síðar ritstjóri DV við hlið Jónasar Kristjánssonar. Jónas þótti sérstakur og harður í horn að taka en samstarf þeirra tveggja var ætíð með miklum ágætum. Þetta var á velmektarárum DV. Ellert gekk ungur í Sjálfstæðisflokkinn og var hann formaður Stúdentaráðs HÍ 1963-1964. Hann var varaformaður Orators og formaður SUS 1969-1973 og sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Við allt þetta blandaðist svo einlægur íþróttaáhugi hans en hann varð formaður Knattspyrnusambands Íslands 1973-1989. Of langt mál er að telja til allar þær ábyrgðarstöður sem hann gegndi, og raktar eru á vef Alþingis, en nefna má að hann var forseti Íþróttasambands Íslands 1990-2006. Vandséð er hvernig Ellert kom öllum þessum önnum heim og saman en hann varð landskjörinn alþingismaður Reykjavíkur 1971-1974, 1974-1979 og 1983-1987. Þingmennska hans var fyrir Sjálfstæðisflokkinn en svo söðlaði hann um, sem reyndi á fornan vinskap eins og segir í bókinni Ellert eftir Björn Jón Bragason, og tók Ellert sæti á þinginu 2007-2009 fyrir Samfylkinguna. Hann tók svo sæti á Alþingi 2018 og var þá elstur til að taka sæti á Alþingi í þingsögunni. Ellert var ótrúlega fjölhæfur maður eins og ferill hans sýnir glögglega. Glæsilegur á velli, þéttur í lund og það vekur furðu hversu mörgum boltum honum tókst að halda á lofti á sinni tíð. Ekki margir vita en hann samdi ljóð. Þá sendi Ellert frá sér gamansamar bækur sem hlutu lofsamlega dóma auk þess sem hann var ávallt áhugasamur um íþróttir. Til að mynda gáfu börnin hans honum golfsett í sextugsafmælisgjöf og var þá ekki að sökum að spyrja. Ellert gaf sig allan í verkefnið hverju sinni. Hann spilaði bridge við konu sína og vini og er þá fátt eitt nefnt sem átti hug hans. Ellert lést eftir erfið veikindi en hann náði að skrá nafn sitt í sögubækurnar, næsta léttilega.
Andlát Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn ÍSÍ Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira