Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. janúar 2025 20:36 Fjölskylda og vinir Ásgeirs H. Ingólfssonar minntust hans í kvöld. Vísir/Stöð 2/Aðsent Vinir og fjölskylda Ásgeirs H. Ingólfssonar, skálds og blaðamanns, komu saman á svokallaðri Lífskviðu í Kjarnaskógi í dag. Ásgeir hafði undanfarnar vikur skipulagt viðburðinn sem hálfgerða kveðjustund eftir að hafa nýverið verið greindur með ólæknandi krabbamein. Hann hugðist sjálfur vera viðstaddur Lífskviðuna í dag en lést sviplega í nótt. Aðstandendur Ásgeirs ákváðu að halda viðburðinum til streitu og breyttu honum í minningarstund um vin sinn. Formleg dagskrá var á staðnum í kvöld, þar sem ævi og störf Ásgeirs voru heiðruð. Jón Bjarki Magnússon, vinur Ásgeirs, festi viðburðinn á filmu. Einn öflugasti menningarblaðamaður landsins Hinn 48 ára Ásgeir var frá Akureyri og bjó þar fyrstu tuttugu ár sín. Eftir það flakkaði hann töluvert og bjó í Reykjavík, á Laugarvatni og á Sauðárkróki, í Längenfeld í Austurríki, Southampton á Englandi og í Prag, Tábor og Zlín í Tékklandi. Hann var með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA-gráðu í blaðamennsku og kennsluréttindi frá sama skóla auk MA-gráðu í ritlist frá Háskólanum í Southampton. Ásgeir starfaði við ýmislegt svo sem blaðamennsku, kennslu, þýðingar, textavinnu og skrif. Þekktastur er hann þó fyrir menningarblaðamennsku sína og gagnrýni. Hann kom víða við á blaðamannaferli sínum og starfaði bæði á ristjórnum og í lausamennsku. Síðustu ár skrifaði hann bókadóma og bíódóma fyrir Heimildina en skrifaði þar að auki fyrir Stundina, Fréttatímann, RÚV, Morgunblaðið, Smuguna, Klapptré, Starafugl, Krítík, The Reykjavík Grapevine, Cineuropa, Stúdentablaðið, Muninn, Kistuna, Land og syni og Torfið. Þar af ritstýrði hann þeim þremur síðastnefndu. Hann hélt einnig úti eigin menningarvef sem hét Menningarsmygl þar sem hann skrifaði um menningu og listir á breiðum grunni. Leitaði að ljósmæðrum og ljósfeðrum eftir greininguna Ásgeir var í viðtali á Heimildinni í gær þar sem hann lýsti viðbrögðum sínum við að vera tilkynnt að hann væri að fara að deyja. Hann væri ógiftur, barnlaus og ætti engar eignir en þó væru ákveðnir hlutir sem hann vildi gefa frá sér. „Það sem ég á eftir eru öll mín ókláruðu verk; þau sem ég er kominn áleiðis með og þau sem eru enn á byrjunarstigi,“ sagði hann við Heimildina Mestu verðmæti Ásgeirs taldi hann bundin í tölvum og stílabókum en ekki á bankabókinni. Þar lægi heimspekin að baki Lífskviðunni. „Í tölvunni eigum við myndir og myndbönd, texta og ljóð, uppskriftir og tónlist, alls konar bara eftir áhugasviði fólks. Kannski getur einhver farið í þessi gögn síðar en kannski ekki. Það sem mig langaði að gera var að finna ljósmæður og ljósfeður og ritstjóra fyrir allt sem ég á, til að hjálpa mér að koma því í eitthvert form eða halda áfram með verkin sem ég byrjaði á,“ sagði hann einnig við Heimildina. Á Lífskviðunni ætlaði Ásgeir að deila verkum sínum, kláruðum og ókláruðum. Eftir sviplegt andlát Ásgeirs í nótt ákváðu vinir og fjölskylda að breyta Lífskviðunni í minningarstund og boðaði fjöldi listamanna komu sína til að lesa upp ljóð, flytja tónlist og sýna myndlist. Andlát Menning Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Ásgeir hafði undanfarnar vikur skipulagt viðburðinn sem hálfgerða kveðjustund eftir að hafa nýverið verið greindur með ólæknandi krabbamein. Hann hugðist sjálfur vera viðstaddur Lífskviðuna í dag en lést sviplega í nótt. Aðstandendur Ásgeirs ákváðu að halda viðburðinum til streitu og breyttu honum í minningarstund um vin sinn. Formleg dagskrá var á staðnum í kvöld, þar sem ævi og störf Ásgeirs voru heiðruð. Jón Bjarki Magnússon, vinur Ásgeirs, festi viðburðinn á filmu. Einn öflugasti menningarblaðamaður landsins Hinn 48 ára Ásgeir var frá Akureyri og bjó þar fyrstu tuttugu ár sín. Eftir það flakkaði hann töluvert og bjó í Reykjavík, á Laugarvatni og á Sauðárkróki, í Längenfeld í Austurríki, Southampton á Englandi og í Prag, Tábor og Zlín í Tékklandi. Hann var með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA-gráðu í blaðamennsku og kennsluréttindi frá sama skóla auk MA-gráðu í ritlist frá Háskólanum í Southampton. Ásgeir starfaði við ýmislegt svo sem blaðamennsku, kennslu, þýðingar, textavinnu og skrif. Þekktastur er hann þó fyrir menningarblaðamennsku sína og gagnrýni. Hann kom víða við á blaðamannaferli sínum og starfaði bæði á ristjórnum og í lausamennsku. Síðustu ár skrifaði hann bókadóma og bíódóma fyrir Heimildina en skrifaði þar að auki fyrir Stundina, Fréttatímann, RÚV, Morgunblaðið, Smuguna, Klapptré, Starafugl, Krítík, The Reykjavík Grapevine, Cineuropa, Stúdentablaðið, Muninn, Kistuna, Land og syni og Torfið. Þar af ritstýrði hann þeim þremur síðastnefndu. Hann hélt einnig úti eigin menningarvef sem hét Menningarsmygl þar sem hann skrifaði um menningu og listir á breiðum grunni. Leitaði að ljósmæðrum og ljósfeðrum eftir greininguna Ásgeir var í viðtali á Heimildinni í gær þar sem hann lýsti viðbrögðum sínum við að vera tilkynnt að hann væri að fara að deyja. Hann væri ógiftur, barnlaus og ætti engar eignir en þó væru ákveðnir hlutir sem hann vildi gefa frá sér. „Það sem ég á eftir eru öll mín ókláruðu verk; þau sem ég er kominn áleiðis með og þau sem eru enn á byrjunarstigi,“ sagði hann við Heimildina Mestu verðmæti Ásgeirs taldi hann bundin í tölvum og stílabókum en ekki á bankabókinni. Þar lægi heimspekin að baki Lífskviðunni. „Í tölvunni eigum við myndir og myndbönd, texta og ljóð, uppskriftir og tónlist, alls konar bara eftir áhugasviði fólks. Kannski getur einhver farið í þessi gögn síðar en kannski ekki. Það sem mig langaði að gera var að finna ljósmæður og ljósfeður og ritstjóra fyrir allt sem ég á, til að hjálpa mér að koma því í eitthvert form eða halda áfram með verkin sem ég byrjaði á,“ sagði hann einnig við Heimildina. Á Lífskviðunni ætlaði Ásgeir að deila verkum sínum, kláruðum og ókláruðum. Eftir sviplegt andlát Ásgeirs í nótt ákváðu vinir og fjölskylda að breyta Lífskviðunni í minningarstund og boðaði fjöldi listamanna komu sína til að lesa upp ljóð, flytja tónlist og sýna myndlist.
Andlát Menning Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira