Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, mætir fyrstur og ræðir stöðu fyrirtækisins og ýmsar hugmyndir sínar um framtíð þess og rekstur auk þess að lýsa afdráttarlausum skoðunum á atvinnuuppbyggingu og framþróun í landinu.
Katrín Oddsdóttir, talskona andófs við sjókvíaeldi í Seyðisfirði, mætir næst með 13000 undirskriftir upp á vasann gegn útgefnu rekstrarleyfi Kaldvíkur til eldis í firðinu. Forsvarsmenn andófsins boða frekari aðgerðir.
Þá mætir Guðlaugur Þór Þórðarson og svarar spurningum um hugsanlegt framboð til formennsku í Sjálfstæðisflokknum.
Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna og Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS ræða að lokum nýjar áhættugreiningar á sambandsleysi Íslands við umheiminn en á þriðjudag verður mikil æfing þar sem farið verður yfir aðgerðir á því sviði.