Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar 28. janúar 2025 10:31 Kristin kirkja hefur ávallt það að markmiði sínu að boða kærleikann sem birtist í hinum krossfesta og upprisna Drottni Jesú Kristi. Tvöfalda kærleiksboðorðið, sem er hverju boðorði æðra, er yfirleitt nefnt í þessu samhengi; að elska Guð af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum, og elska náungann eins og sjálfan þig. Boðorðið er skýrt og einfalt og dregur upp fallega mynd af kærleikanum sem frelsarinn boðar. Kærleikurinn sem Jesús ætlast til að við sýnum okkur sjálfum og öðrum virðist við fyrstu sýn einfaldur í orði sem og í verki. Fljótlega kemur þó í ljós að kærleikur Krists er á stundum, allt annað en þægilegur. Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi. Í stórmyndinni The Hobbit: An Unexpected Journey, sem byggð er á stórmerkilegri skáldsögu höfundarins J.R.R. Tolkien The hobbit, biður galdramaðurinn Gandalf hobbitann BilboBaggins að ferðast með sér ásamt þrettán dvergum til fjallsins eina til að endurheimta heimkynni og auð dverganna frá drekanum Smaug. Á ferðalagi sínu stöðvar hópurinn í álfaborginni Rivendell þar sem Gandalf hitti yfirmann sinn, Saruman, og álfadrottninguna Galadriel. Eftir umtalsverðar vangaveltur um ævintýri föruneytisins spyr drottningin: „Af hverju valdir þú hobbitann?“ Gandalf svarar: „Ekki veit ég það. Saruman telur að það sé aðeins mikill máttur sem getur haldið hinu illa í skefjum, en það er ekki það sem ég hef komist að. Það eru hin litlu hversdagsverk venjulegs fólks sem heldur myrkrinu í skefjum. Lítil góðverk og kærleikur. Af hverju Bilbo Baggins? Kannski vegna þess að ég er hræddur og hann gefur mér hugrekki.“ Svar galdramannsins rímar við það sem Kristur boðar; að kærleikurinn sigrar alltaf. Hann stuðar syndina og gerir illskuna óþægilega. Viðbrögð Donald Trump Bandaríkjaforseta við prédikun biskupsins Mariann Edgar Budde eru gott dæmi um þetta. Biskupinn talaði beint til innsta kjarna forsetans, sem með sinni pólitísku herferð hafði stuðlað að óeiningu meðal þjóðarinnar og fyrirlitningu í garð minnihlutahópa. Andstætt stefnu Bandaríkjaforseta boðaði Budde einingu því að án einingar yrði þjóðin á slæmum stað. Hún talaði fyrir umburðarlyndi, virðingu og kærleika í garð alls fólks óháð því hvaðan það kæmi eða fyrir hvað það stæði. Budde nefndi fyrirlitninguna og hve hættuleg hún getur verið, sérstaklega ef hún býr í hjarta þess er stjórnar landinu. Að lokum lagði hún fram beiðni til forsetans um að sýna miskunn gagnvart þeim hópum sem nú eru hræddir um líf sitt og lífsafkomu, þ.e. gagnvart hinsegin fólki og innflytjendum. Trump var stuðaður og brást ekki vel við ræðu biskupsins. Hann gerði það sem hann gerir best og fór í vörn, gagnrýndi Budde og guðsþjónustuna harkalega, bæði í viðtali og á samfélagsmiðlum. Hann sakaði Budde um að vera of pólitísk og krafðist afsökunarbeiðni frá biskupnum fyrir að voga sér að biðja Bandaríkjaforseta um miskunn. Það er enginn máttur í þessum heimi jafn kraftmikill og kærleikurinn og notaði Budde hann til að snerta og stuða hjarta eins valdamesta manns heims. Biskupinn sýndi mikið hugrekki og gott fordæmi fyrir kirkjunnar þjóna sem eiga að láta í sér heyra og standa með þeim sem undirokaðir eru, eins og Kristur gerði. Páll postuli sagði að þó að hann talaði tungum manna og engla, hefði spádómsgáfur og vissi alla leyndardóma, þó hann hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað, að þá væri hann samt sem áður ekki neitt án kærleikans. Vert er að ljúka þessum pistli með orðum postulans en Páll ritar í Fyrra Korintubréfi: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Höfundur er prestur innflytjenda í Þjóðkirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kristin kirkja hefur ávallt það að markmiði sínu að boða kærleikann sem birtist í hinum krossfesta og upprisna Drottni Jesú Kristi. Tvöfalda kærleiksboðorðið, sem er hverju boðorði æðra, er yfirleitt nefnt í þessu samhengi; að elska Guð af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum, og elska náungann eins og sjálfan þig. Boðorðið er skýrt og einfalt og dregur upp fallega mynd af kærleikanum sem frelsarinn boðar. Kærleikurinn sem Jesús ætlast til að við sýnum okkur sjálfum og öðrum virðist við fyrstu sýn einfaldur í orði sem og í verki. Fljótlega kemur þó í ljós að kærleikur Krists er á stundum, allt annað en þægilegur. Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi. Í stórmyndinni The Hobbit: An Unexpected Journey, sem byggð er á stórmerkilegri skáldsögu höfundarins J.R.R. Tolkien The hobbit, biður galdramaðurinn Gandalf hobbitann BilboBaggins að ferðast með sér ásamt þrettán dvergum til fjallsins eina til að endurheimta heimkynni og auð dverganna frá drekanum Smaug. Á ferðalagi sínu stöðvar hópurinn í álfaborginni Rivendell þar sem Gandalf hitti yfirmann sinn, Saruman, og álfadrottninguna Galadriel. Eftir umtalsverðar vangaveltur um ævintýri föruneytisins spyr drottningin: „Af hverju valdir þú hobbitann?“ Gandalf svarar: „Ekki veit ég það. Saruman telur að það sé aðeins mikill máttur sem getur haldið hinu illa í skefjum, en það er ekki það sem ég hef komist að. Það eru hin litlu hversdagsverk venjulegs fólks sem heldur myrkrinu í skefjum. Lítil góðverk og kærleikur. Af hverju Bilbo Baggins? Kannski vegna þess að ég er hræddur og hann gefur mér hugrekki.“ Svar galdramannsins rímar við það sem Kristur boðar; að kærleikurinn sigrar alltaf. Hann stuðar syndina og gerir illskuna óþægilega. Viðbrögð Donald Trump Bandaríkjaforseta við prédikun biskupsins Mariann Edgar Budde eru gott dæmi um þetta. Biskupinn talaði beint til innsta kjarna forsetans, sem með sinni pólitísku herferð hafði stuðlað að óeiningu meðal þjóðarinnar og fyrirlitningu í garð minnihlutahópa. Andstætt stefnu Bandaríkjaforseta boðaði Budde einingu því að án einingar yrði þjóðin á slæmum stað. Hún talaði fyrir umburðarlyndi, virðingu og kærleika í garð alls fólks óháð því hvaðan það kæmi eða fyrir hvað það stæði. Budde nefndi fyrirlitninguna og hve hættuleg hún getur verið, sérstaklega ef hún býr í hjarta þess er stjórnar landinu. Að lokum lagði hún fram beiðni til forsetans um að sýna miskunn gagnvart þeim hópum sem nú eru hræddir um líf sitt og lífsafkomu, þ.e. gagnvart hinsegin fólki og innflytjendum. Trump var stuðaður og brást ekki vel við ræðu biskupsins. Hann gerði það sem hann gerir best og fór í vörn, gagnrýndi Budde og guðsþjónustuna harkalega, bæði í viðtali og á samfélagsmiðlum. Hann sakaði Budde um að vera of pólitísk og krafðist afsökunarbeiðni frá biskupnum fyrir að voga sér að biðja Bandaríkjaforseta um miskunn. Það er enginn máttur í þessum heimi jafn kraftmikill og kærleikurinn og notaði Budde hann til að snerta og stuða hjarta eins valdamesta manns heims. Biskupinn sýndi mikið hugrekki og gott fordæmi fyrir kirkjunnar þjóna sem eiga að láta í sér heyra og standa með þeim sem undirokaðir eru, eins og Kristur gerði. Páll postuli sagði að þó að hann talaði tungum manna og engla, hefði spádómsgáfur og vissi alla leyndardóma, þó hann hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað, að þá væri hann samt sem áður ekki neitt án kærleikans. Vert er að ljúka þessum pistli með orðum postulans en Páll ritar í Fyrra Korintubréfi: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Höfundur er prestur innflytjenda í Þjóðkirkjunni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar