Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. janúar 2025 11:31 Myndlistarkonan og ljósmyndarinn Hallgerður Hallgrímsdóttir lét sig ekki vanta á opnunina á Listasafni Íslands. Elísa B. Guðmundsdóttir Ljósmyndarar landsins flykktust á Listasafn Íslands síðastliðna helgi þar sem sýningin Nánd hversdagsins opnaði við mikið lof gesta. Það var fullt út úr dyrum og mikil stemning. Sýningin samanstendur af ljósmyndum eftir þekkta alþjóðlega listamenn, þau Agnieszku Sosnowska, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orri Jónsson og Sally Mann. Í fréttatilkynningu segir: „Verkin á sýningunni voru valin úr ákveðnum myndaröðum úr höfundarverki hvers og eins listamanns þar sem birtist djúp ástríða fyrir því að ljósmynda fólk á þeim stöðum sem standa því næst. Sýningin hverfist um þá hugmynd að ákveðin augnablik sé aðeins unnt að fanga með því að ljósmyndarinn byggi upp nánd, eftirtekt og íhygli gagnvart viðfangsefnum sínum yfir langan tíma. Verkin á sýningunni bera þess glöggt vitni hve vel ljósmyndararnir þekkja þá sem þeir eru að mynda enda er nálgun þeirra þrungin væntumþykju. Ljósmyndirnar sýna einnig hve viljugar fyrirsæturnar eru til að taka þátt í hinu listræna ferli. Traustið og skilningurinn sem þar er að verki jaðrar jafnvel stundum við að vera listrænt samstarf.“ Sýningin er í sýningarstjórn Pari Stave en hún er sýningarstjóri Listasafns Íslands. „Við lifum í heimi sem er skilgreindur af athyglishagkerfinu, þar sem við erum daglega mötuð á flóði mynda sem ætlað er að beina athygli okkar að ritstýrðri upplifun af neyslumenningu, dægurmenningu og félagslegum og pólitískum straumum,“ segir Pari og bætir við: „Sífelld nálægð snjalltækja, samfélagsmiðla og annarra stafrænna upplýsinga glepur okkur frá innihaldsríkri þátttöku í hversdagslífinu. Fólk er æ oftar útsett fyrir myndum sem búnar eru til með gervigreind en þær útmá enn frekar mörkin á milli sannleika og svika. Verkin á sýningunni skapa mótvægi við þennan nýja, tvístraða veruleika. Hér er því haldið fram að tilteknar ljósmyndir sé aðeins mögulegt að skapa með vinnulagi sem einkennist af djúpri athygli, íhugun og persónulegri reynslu. Slík augnablik eru gripin úr flaumi hversdagsins, á andartökum þegar djúp tengsl myndast við umhverfið og ná að sameina okkur sem manneskjur.“ Hér má sjá myndir frá opnuninni: Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona brosti breitt.Elísa B. Guðmundsdóttir Gestir grandskoða verkin.Elísa B. Guðmundsdóttir Feðgarnir Kári Pálsson og Páll Stefánsson ljósmyndari.Elísa B. Guðmundsdóttir Joakim Eskildsen, Pari Stave og Niall McDiarmid. Joakim og Niall taka báðir þátt í sýningunni og Pari er sýningarstjóri.Elísa B. Guðmundsdóttir Gestir skála og spjalli.Elísa B. Guðmundsdóttir Gleði og gaman!Elísa B. Guðmundsdóttir Pari Stave sýningarstjóri ásamt Ingibjörgu Jóhannsdóttur safnstjóra.Elísa B. Guðmundsdóttir Þarf alltaf að vera vín!Elísa B. Guðmundsdóttir Claus Sterneck ásamt Eggerti Péturssyni myndlistarmanni.Elísa B. Guðmundsdóttir Agnieszka Sosnowska, ein þeirra sem tekur þátt í sýningunni.Elísa B. Guðmundsdóttir Það var margt um manninn á safninu!Elísa B. Guðmundsdóttir Ljósmyndararnir Spessi og RAX létu sig ekki vanta.Elísa B. Guðmundsdóttir Pop- up ljósmyndabókamarkaður var haldinn á verkstæðinu á vegum ljósmyndahátíðar, samhlliða opnun sýningarinnar.Elísa B. Guðmundsdóttir Orri Jónsson, einn ljósmyndaranna sem tekur þátt í Nánd hversdagsins.Elísa B. Guðmundsdóttir Glaðir gestir!Elísa B. Guðmundsdóttir Ingibjörg Jóhannsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands ásamt Loga Einarssyni Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem opnaði sýninguna formlega.Elísa B. Guðmundsdóttir Gísli Björnsson skemmti sér vel!Elísa B. Guðmundsdóttir Karl Óskarsson, ljósmyndari og kvikmyndatökumaður.Elísa B. Guðmundsdóttir Myndlistarkonan og ljósmyndarinn Hallgerður Hallgrímsdóttir.Elísa B. Guðmundsdóttir Samkvæmislífið Menning Ljósmyndun Myndlist Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sýningin samanstendur af ljósmyndum eftir þekkta alþjóðlega listamenn, þau Agnieszku Sosnowska, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orri Jónsson og Sally Mann. Í fréttatilkynningu segir: „Verkin á sýningunni voru valin úr ákveðnum myndaröðum úr höfundarverki hvers og eins listamanns þar sem birtist djúp ástríða fyrir því að ljósmynda fólk á þeim stöðum sem standa því næst. Sýningin hverfist um þá hugmynd að ákveðin augnablik sé aðeins unnt að fanga með því að ljósmyndarinn byggi upp nánd, eftirtekt og íhygli gagnvart viðfangsefnum sínum yfir langan tíma. Verkin á sýningunni bera þess glöggt vitni hve vel ljósmyndararnir þekkja þá sem þeir eru að mynda enda er nálgun þeirra þrungin væntumþykju. Ljósmyndirnar sýna einnig hve viljugar fyrirsæturnar eru til að taka þátt í hinu listræna ferli. Traustið og skilningurinn sem þar er að verki jaðrar jafnvel stundum við að vera listrænt samstarf.“ Sýningin er í sýningarstjórn Pari Stave en hún er sýningarstjóri Listasafns Íslands. „Við lifum í heimi sem er skilgreindur af athyglishagkerfinu, þar sem við erum daglega mötuð á flóði mynda sem ætlað er að beina athygli okkar að ritstýrðri upplifun af neyslumenningu, dægurmenningu og félagslegum og pólitískum straumum,“ segir Pari og bætir við: „Sífelld nálægð snjalltækja, samfélagsmiðla og annarra stafrænna upplýsinga glepur okkur frá innihaldsríkri þátttöku í hversdagslífinu. Fólk er æ oftar útsett fyrir myndum sem búnar eru til með gervigreind en þær útmá enn frekar mörkin á milli sannleika og svika. Verkin á sýningunni skapa mótvægi við þennan nýja, tvístraða veruleika. Hér er því haldið fram að tilteknar ljósmyndir sé aðeins mögulegt að skapa með vinnulagi sem einkennist af djúpri athygli, íhugun og persónulegri reynslu. Slík augnablik eru gripin úr flaumi hversdagsins, á andartökum þegar djúp tengsl myndast við umhverfið og ná að sameina okkur sem manneskjur.“ Hér má sjá myndir frá opnuninni: Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona brosti breitt.Elísa B. Guðmundsdóttir Gestir grandskoða verkin.Elísa B. Guðmundsdóttir Feðgarnir Kári Pálsson og Páll Stefánsson ljósmyndari.Elísa B. Guðmundsdóttir Joakim Eskildsen, Pari Stave og Niall McDiarmid. Joakim og Niall taka báðir þátt í sýningunni og Pari er sýningarstjóri.Elísa B. Guðmundsdóttir Gestir skála og spjalli.Elísa B. Guðmundsdóttir Gleði og gaman!Elísa B. Guðmundsdóttir Pari Stave sýningarstjóri ásamt Ingibjörgu Jóhannsdóttur safnstjóra.Elísa B. Guðmundsdóttir Þarf alltaf að vera vín!Elísa B. Guðmundsdóttir Claus Sterneck ásamt Eggerti Péturssyni myndlistarmanni.Elísa B. Guðmundsdóttir Agnieszka Sosnowska, ein þeirra sem tekur þátt í sýningunni.Elísa B. Guðmundsdóttir Það var margt um manninn á safninu!Elísa B. Guðmundsdóttir Ljósmyndararnir Spessi og RAX létu sig ekki vanta.Elísa B. Guðmundsdóttir Pop- up ljósmyndabókamarkaður var haldinn á verkstæðinu á vegum ljósmyndahátíðar, samhlliða opnun sýningarinnar.Elísa B. Guðmundsdóttir Orri Jónsson, einn ljósmyndaranna sem tekur þátt í Nánd hversdagsins.Elísa B. Guðmundsdóttir Glaðir gestir!Elísa B. Guðmundsdóttir Ingibjörg Jóhannsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands ásamt Loga Einarssyni Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem opnaði sýninguna formlega.Elísa B. Guðmundsdóttir Gísli Björnsson skemmti sér vel!Elísa B. Guðmundsdóttir Karl Óskarsson, ljósmyndari og kvikmyndatökumaður.Elísa B. Guðmundsdóttir Myndlistarkonan og ljósmyndarinn Hallgerður Hallgrímsdóttir.Elísa B. Guðmundsdóttir
Samkvæmislífið Menning Ljósmyndun Myndlist Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira