Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2025 19:04 Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varar fólk eindregið gegn því að taka lyf sem keypt eru á svörtum markaði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Aðstoðaryfirlögregluþjón segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. Grunur leikur á að maðurinn hafi tekið falsaða Xanax töflu en lyfið er vinsælt lyfseðilsskylt lyf í Bandaríkjunum og er notað við kvíða. Lyfið er hins vegar ekki fáanlegt í apótekum hér á landi. Virka efnið í Xanax er Alprazolam en hinar fölsuðu töflur innihalda í raun efnið Flualprazolam en það lyf er ekki almennt selt í apótekum. „Það er bara það sem við óttumst að fólk fari og kannski fólk sem er að kaupa þetta haldi að það sé að kaupa eitthvað sem það er búið að kaupa áður. Veit ekki nákvæmlega hvað þetta inniheldur og fyrir vikið þá tekur það eitthvað sem það þekkir ekki,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töflurnar séu seldar á svörtum markaði hér á landi og auðvelt að nálgast þær. „Það er enginn sem veit hvað er í þessu. Þetta er bara steypt einhvers staðar og það sem er sett í þetta það er ekki þar með sagt að það sé eitthvað sem einhver getur svarað fyrir nákvæmlega. Það er bara alls ekki.“ Töluvert magn af fíkniefnum og ávana- og fíknilyfjum er í vörslu lögreglu eftir að fjölmörg slík mál hafa komið upp undanfarið.Vísir/Sigurjón Þannig sé oft erfitt að átta sig á styrkleika þess sem verið sé að taka en lögregla lagði nýlega hald á óvenjusterkar MDMA töflur á leið til landsins. Þær innihéldu tvöfalt meira magn MDMA en töflurnar gera að jafnaði. Elín segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist undanfarin misseri. „Við erum sammála, sem störfum við þetta, að það sé talsvert mikil aukning á lyfjum. Á því sem eiga að heita lyf. Því sem að líta út eins og lyf sem koma út úr apótekinu.“ Þá varar hún fólk við að kaupa lyf á svörtum markaði. Falskvíðalyfin sem lögregla hefur áhyggjur af að séu í umferð líta svipað út og þessar töflur.Vísir/Sigurjón „Auðvitað er það bara rosalega gott ef að menn myndu bara taka það sem að læknirinn skrifar upp á og þú færð út úr apótekinu og fer í gegnum þann feril en ekki í undirheimunum. Þegar menn eru að kaupa svona lyf þá eru menn bara að gambla með líf sitt. Það er bara þannig.“ Lögreglumál Lyf Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Grunur leikur á að maðurinn hafi tekið falsaða Xanax töflu en lyfið er vinsælt lyfseðilsskylt lyf í Bandaríkjunum og er notað við kvíða. Lyfið er hins vegar ekki fáanlegt í apótekum hér á landi. Virka efnið í Xanax er Alprazolam en hinar fölsuðu töflur innihalda í raun efnið Flualprazolam en það lyf er ekki almennt selt í apótekum. „Það er bara það sem við óttumst að fólk fari og kannski fólk sem er að kaupa þetta haldi að það sé að kaupa eitthvað sem það er búið að kaupa áður. Veit ekki nákvæmlega hvað þetta inniheldur og fyrir vikið þá tekur það eitthvað sem það þekkir ekki,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töflurnar séu seldar á svörtum markaði hér á landi og auðvelt að nálgast þær. „Það er enginn sem veit hvað er í þessu. Þetta er bara steypt einhvers staðar og það sem er sett í þetta það er ekki þar með sagt að það sé eitthvað sem einhver getur svarað fyrir nákvæmlega. Það er bara alls ekki.“ Töluvert magn af fíkniefnum og ávana- og fíknilyfjum er í vörslu lögreglu eftir að fjölmörg slík mál hafa komið upp undanfarið.Vísir/Sigurjón Þannig sé oft erfitt að átta sig á styrkleika þess sem verið sé að taka en lögregla lagði nýlega hald á óvenjusterkar MDMA töflur á leið til landsins. Þær innihéldu tvöfalt meira magn MDMA en töflurnar gera að jafnaði. Elín segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist undanfarin misseri. „Við erum sammála, sem störfum við þetta, að það sé talsvert mikil aukning á lyfjum. Á því sem eiga að heita lyf. Því sem að líta út eins og lyf sem koma út úr apótekinu.“ Þá varar hún fólk við að kaupa lyf á svörtum markaði. Falskvíðalyfin sem lögregla hefur áhyggjur af að séu í umferð líta svipað út og þessar töflur.Vísir/Sigurjón „Auðvitað er það bara rosalega gott ef að menn myndu bara taka það sem að læknirinn skrifar upp á og þú færð út úr apótekinu og fer í gegnum þann feril en ekki í undirheimunum. Þegar menn eru að kaupa svona lyf þá eru menn bara að gambla með líf sitt. Það er bara þannig.“
Lögreglumál Lyf Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira