Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2025 14:58 Íslendingar verja miklum fjármunum í rekstur leikskóla. Vísir/Vilhelm Ísland ver hæstu hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða. Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þetta kemur fram í í skýrslu Eurydice um gæði leikskóla í Evrópu sem er gerð á fimm ára fresti. Þar er samanburður á stöðu leikskólastigsins í 37 evrópskum löndum. Staðan er metin út frá starfsfólki, mati og eftirliti, námskrá, stjórnun og fjármögnun. Ísland með hæsta framlagið Fram kemur að Ísland og Svíþjóð verja hæsta hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða eða 1,8 og1,6 prósent. Noregur og Finnland koma þar á eftir með um 1,2 prósent af landsframleiðslu. Samanburður milli landa úr skýrslu Eurydice á hversu stór hluti landsframleiðslu fer í leikskólastigið. Ísland trónir þar hæst.Vísir Landsframleiðsla á höfðatölu er einnig með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt Eurostat. Fjárfesting í leikskólastiginu á sjö ára tímabili jókst einnig mest hér á landi á sjö ára tímabili en almennt jókst hún um 0,2 prósentustig eða meira. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur skýrslunnar segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur evrópskrar skýrslu um leikskóa segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar EvrópuþjóðirVísir „Ísland er meðal þeirra þjóða sem veitir mestu til leikskólastigsins. Almennt hafa evrópskar þjóðir verið að beina sjónum sínum meira að þætti leikskólamenntunar sem grundvallaratriði í ævilangri farsælli menntun,“ segir Hulda. Þátttaka yfir viðmiðunarmörkum á Íslandi Íslenska leikskólakerfið er með heildstæða námskrá samkvæmt skýrslunni og góða lagalega umgjörð sem kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Þá er þátttökuhlutfall barna á leikskólum hér langt yfir viðmiðunarmörkum. Hulda segir það jákvætt því sífellt fleiri rannsóknir sýni að leikskólastigið sé grunnur að farsælli menntun. „Þátttaka Íslands er langt yfir viðmiðunarmörkum hjá yngri og eldri börnum þ.e. yngri en þriggja ára og eldri,“ segir hún. Öll Norðurlöndin nema Ísland tryggja með formlegum hætti aðgengi barna að leikskóla eða dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi. Í heild tryggja aðeins sjö Evrópulönd slíkt aðgengi. Við eigum enn þá eftir að setja inn lagalegan rétt barna á þátttöku í leikskólum en á móti kemur að þátttökuhlutfall okkar er geysilega hátt,“ segir Hulda. Erfitt að fá fólk til starfa um alla Evrópu Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þá er leikskólabörnum almennt að fækka í Evrópu samfara lægri fæðingartíðni. Svipuð þróun á sér stað hér á landi en ekki í sama mæli. Hulda segir að í skýrslunni sé bent á margar aðgerðir til að fá fólk til starfa. „Löndin fara mismunandi leiðir til að sækja starfsfólk og það er afar misjafnt hvernig menntunarkröfur eru. Sums staðar er krafist háskólamenntunar annars staðar ekki. Í skýrslunni er bent á margar leiðir og dæmi um hvernig hægt er að fá fólk til starfa. Ég hvet áhugasama til að kynna sér þær,“ segir Hulda. Leikskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Þetta kemur fram í í skýrslu Eurydice um gæði leikskóla í Evrópu sem er gerð á fimm ára fresti. Þar er samanburður á stöðu leikskólastigsins í 37 evrópskum löndum. Staðan er metin út frá starfsfólki, mati og eftirliti, námskrá, stjórnun og fjármögnun. Ísland með hæsta framlagið Fram kemur að Ísland og Svíþjóð verja hæsta hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða eða 1,8 og1,6 prósent. Noregur og Finnland koma þar á eftir með um 1,2 prósent af landsframleiðslu. Samanburður milli landa úr skýrslu Eurydice á hversu stór hluti landsframleiðslu fer í leikskólastigið. Ísland trónir þar hæst.Vísir Landsframleiðsla á höfðatölu er einnig með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt Eurostat. Fjárfesting í leikskólastiginu á sjö ára tímabili jókst einnig mest hér á landi á sjö ára tímabili en almennt jókst hún um 0,2 prósentustig eða meira. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur skýrslunnar segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur evrópskrar skýrslu um leikskóa segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar EvrópuþjóðirVísir „Ísland er meðal þeirra þjóða sem veitir mestu til leikskólastigsins. Almennt hafa evrópskar þjóðir verið að beina sjónum sínum meira að þætti leikskólamenntunar sem grundvallaratriði í ævilangri farsælli menntun,“ segir Hulda. Þátttaka yfir viðmiðunarmörkum á Íslandi Íslenska leikskólakerfið er með heildstæða námskrá samkvæmt skýrslunni og góða lagalega umgjörð sem kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Þá er þátttökuhlutfall barna á leikskólum hér langt yfir viðmiðunarmörkum. Hulda segir það jákvætt því sífellt fleiri rannsóknir sýni að leikskólastigið sé grunnur að farsælli menntun. „Þátttaka Íslands er langt yfir viðmiðunarmörkum hjá yngri og eldri börnum þ.e. yngri en þriggja ára og eldri,“ segir hún. Öll Norðurlöndin nema Ísland tryggja með formlegum hætti aðgengi barna að leikskóla eða dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi. Í heild tryggja aðeins sjö Evrópulönd slíkt aðgengi. Við eigum enn þá eftir að setja inn lagalegan rétt barna á þátttöku í leikskólum en á móti kemur að þátttökuhlutfall okkar er geysilega hátt,“ segir Hulda. Erfitt að fá fólk til starfa um alla Evrópu Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þá er leikskólabörnum almennt að fækka í Evrópu samfara lægri fæðingartíðni. Svipuð þróun á sér stað hér á landi en ekki í sama mæli. Hulda segir að í skýrslunni sé bent á margar aðgerðir til að fá fólk til starfa. „Löndin fara mismunandi leiðir til að sækja starfsfólk og það er afar misjafnt hvernig menntunarkröfur eru. Sums staðar er krafist háskólamenntunar annars staðar ekki. Í skýrslunni er bent á margar leiðir og dæmi um hvernig hægt er að fá fólk til starfa. Ég hvet áhugasama til að kynna sér þær,“ segir Hulda.
Leikskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira