Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2025 13:58 Alþingi samþykkti árið 2017 að stuðla að uppbyggingu að Hrauni til að heiðra minningu þjóðskáldsins. Kollgáta Sérstök verkefnisstjórn, sem skipuð var af fyrrverandi ráðherra menningarmála í nóvember 2023, hefur skilað af sér tillögum um um uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Á vef stjórnarráðsins segir að tillögurnar gangi út á metnaðarfulla uppbyggingu á staðnum þar sem aðgengi að fólkvangi og náttúru staðarins sé tryggt og gert ráð fyrir nýstárlegri menningarmiðlun, meðal annars um framlag Jónasar til íslenskrar menningar. Alþingi samþykkti árið 2017 að stuðla að uppbyggingu að Hrauni til að heiðra minningu þjóðskáldsins. „Jónas er óumdeilanlega eitt af ástsælustu skáldum Íslendinga og er framlag hans til menningararfsins ómetanlegt. Þannig samþykkti ríkisstjórn Íslands árið 1995 að 16. nóvember, fæðingardagur Jónasar, yrði dagur íslenskrar tungu,“ segir á vef ráðuneytisins. Jónas Hallgrímsson lést í Kaupmannahöfun árið 1845. Í skýrslunni má sjá að megintillögur verkefnastjórnar séu: Gestastofa að Hrauni. Að gestastofa verði byggð upp í endurgerðum útihúsum, með megináherslu á þjónustu og fræðslu við þá sem staðinn sækja heim. Þar verða snyrtingar, fjölnota salur, upplýsingar, veitingar og sýning um störf Jónasar og náttúruna. Sú aðstaða verður byggð upp sem „anddyri“ að fólkvanginum og gönguleiðum um hann. Bílastæðamál. Samhliða uppbyggingu gestastofu er nauðsynlegt að huga að innviðum. Að mati verkefnisstjórnar er brýnt að færa bílastæðamál innan fólkvangsins til betri vegar, áður en byggður er upp sögustaður og menningarsetur að Hrauni, svo hægt sé að tryggja öryggi og aðgengi allra gesta. Verkefnisstjórn telur jafnframt mikilvægt að ásýnd staðarins fái að halda sér og taka tillögur um uppbyggingu bílastæðis mið af því. Menningarmiðlun. Jónas Hallgrímsson er eitt af ástsælustu þjóðskáldum Íslendinga og framlag hans til menningararfsins ómetanlegt. Arfleifð Jónasar á sviði skáldskapar, vísinda, tungumálsins og samfélags verður miðlað á myndrænan og nýstárlegan hátt. Heildarsýn gerir ráð fyrir sýningu og innsetningum innandyra sem utan, með áherslu á að kynna efnið í gegnum leik, gagnvirkni, þrautir og fleira. Fólkvangurinn Hraun. Stórbrotin náttúra umlykur fæðingarstað Jónasar Hallgrímsson og þar er einstakt tækifæri til að tengja saman náttúruupplifun, sögu og menningu. Bætt aðgengi og skipulag ásamt aukinni upplýsingagjöf á svæðinu, er forsenda þess að Hraun þróist áfram sem áfangastaður. Þá er einnig mikilvægt að uppbyggingin sé í sem bestri sátt við umhverfi sitt. Í því samhengi má horfa til þess að gerð sé stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn, þar sem lögð verður fram aðgerðaáætlun til þriggja ára. Kollgáta Verkefnastjórnin skilaði tillögum sínum að uppbyggingu að Hrauni í desember síðastliðnum en í hópnum sátum fulltrúar Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal, sveitarfélagsins Hörgársveitar auk sérfræðinga ráðuneyta. „Við vinnu starfshópsins var leitað til arkitektastofunnar Kollgátu varðandi frumhönnun á gestastofu á staðnum. Þegar nýr ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla [Logi Már Einarsson] tók við embætti gerði hann þegar grein fyrir tengslum sínum við arkitektastofuna og að hann hefði tilkynnt meðeigendum sínum að stofan gæti ekki unnið frekar að þessu verkefni,“ segir á vef ráðuneytisins. Verkefnastjórnina skipuðu: Hanna Rósa Sveinsdóttir, tilnefnd af Menningarfélaginu Hrauni í Öxnadal - formaður Valgerður Gunnarsdóttir, skipuð án tilnefningar – varaformaður Jónas Þór Jónasson, tilnefndur af Hörgársveit Dagný Arnarsdóttir, tilnefnd af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Vilhelmína Jónsdóttir, tilnefnd af menningar- og viðskiptaráðherra Hallgrímur Jökull Ámundason, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðherra Óttar Kolbeinsson Proppé, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðherra Að neðan má sjá Stöðvar 2 frá árinu 2019 þar sem fjallað var um áformin um að opna fræðslusetur í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson. Hörgársveit Söfn Bókmenntir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Á vef stjórnarráðsins segir að tillögurnar gangi út á metnaðarfulla uppbyggingu á staðnum þar sem aðgengi að fólkvangi og náttúru staðarins sé tryggt og gert ráð fyrir nýstárlegri menningarmiðlun, meðal annars um framlag Jónasar til íslenskrar menningar. Alþingi samþykkti árið 2017 að stuðla að uppbyggingu að Hrauni til að heiðra minningu þjóðskáldsins. „Jónas er óumdeilanlega eitt af ástsælustu skáldum Íslendinga og er framlag hans til menningararfsins ómetanlegt. Þannig samþykkti ríkisstjórn Íslands árið 1995 að 16. nóvember, fæðingardagur Jónasar, yrði dagur íslenskrar tungu,“ segir á vef ráðuneytisins. Jónas Hallgrímsson lést í Kaupmannahöfun árið 1845. Í skýrslunni má sjá að megintillögur verkefnastjórnar séu: Gestastofa að Hrauni. Að gestastofa verði byggð upp í endurgerðum útihúsum, með megináherslu á þjónustu og fræðslu við þá sem staðinn sækja heim. Þar verða snyrtingar, fjölnota salur, upplýsingar, veitingar og sýning um störf Jónasar og náttúruna. Sú aðstaða verður byggð upp sem „anddyri“ að fólkvanginum og gönguleiðum um hann. Bílastæðamál. Samhliða uppbyggingu gestastofu er nauðsynlegt að huga að innviðum. Að mati verkefnisstjórnar er brýnt að færa bílastæðamál innan fólkvangsins til betri vegar, áður en byggður er upp sögustaður og menningarsetur að Hrauni, svo hægt sé að tryggja öryggi og aðgengi allra gesta. Verkefnisstjórn telur jafnframt mikilvægt að ásýnd staðarins fái að halda sér og taka tillögur um uppbyggingu bílastæðis mið af því. Menningarmiðlun. Jónas Hallgrímsson er eitt af ástsælustu þjóðskáldum Íslendinga og framlag hans til menningararfsins ómetanlegt. Arfleifð Jónasar á sviði skáldskapar, vísinda, tungumálsins og samfélags verður miðlað á myndrænan og nýstárlegan hátt. Heildarsýn gerir ráð fyrir sýningu og innsetningum innandyra sem utan, með áherslu á að kynna efnið í gegnum leik, gagnvirkni, þrautir og fleira. Fólkvangurinn Hraun. Stórbrotin náttúra umlykur fæðingarstað Jónasar Hallgrímsson og þar er einstakt tækifæri til að tengja saman náttúruupplifun, sögu og menningu. Bætt aðgengi og skipulag ásamt aukinni upplýsingagjöf á svæðinu, er forsenda þess að Hraun þróist áfram sem áfangastaður. Þá er einnig mikilvægt að uppbyggingin sé í sem bestri sátt við umhverfi sitt. Í því samhengi má horfa til þess að gerð sé stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn, þar sem lögð verður fram aðgerðaáætlun til þriggja ára. Kollgáta Verkefnastjórnin skilaði tillögum sínum að uppbyggingu að Hrauni í desember síðastliðnum en í hópnum sátum fulltrúar Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal, sveitarfélagsins Hörgársveitar auk sérfræðinga ráðuneyta. „Við vinnu starfshópsins var leitað til arkitektastofunnar Kollgátu varðandi frumhönnun á gestastofu á staðnum. Þegar nýr ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla [Logi Már Einarsson] tók við embætti gerði hann þegar grein fyrir tengslum sínum við arkitektastofuna og að hann hefði tilkynnt meðeigendum sínum að stofan gæti ekki unnið frekar að þessu verkefni,“ segir á vef ráðuneytisins. Verkefnastjórnina skipuðu: Hanna Rósa Sveinsdóttir, tilnefnd af Menningarfélaginu Hrauni í Öxnadal - formaður Valgerður Gunnarsdóttir, skipuð án tilnefningar – varaformaður Jónas Þór Jónasson, tilnefndur af Hörgársveit Dagný Arnarsdóttir, tilnefnd af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Vilhelmína Jónsdóttir, tilnefnd af menningar- og viðskiptaráðherra Hallgrímur Jökull Ámundason, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðherra Óttar Kolbeinsson Proppé, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðherra Að neðan má sjá Stöðvar 2 frá árinu 2019 þar sem fjallað var um áformin um að opna fræðslusetur í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson.
Verkefnastjórnina skipuðu: Hanna Rósa Sveinsdóttir, tilnefnd af Menningarfélaginu Hrauni í Öxnadal - formaður Valgerður Gunnarsdóttir, skipuð án tilnefningar – varaformaður Jónas Þór Jónasson, tilnefndur af Hörgársveit Dagný Arnarsdóttir, tilnefnd af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Vilhelmína Jónsdóttir, tilnefnd af menningar- og viðskiptaráðherra Hallgrímur Jökull Ámundason, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðherra Óttar Kolbeinsson Proppé, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðherra
Hörgársveit Söfn Bókmenntir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“