Hátt í hundrað verkefni hlutu styrk úr borgarsjóði á sviði menningarmála, en 225 umsóknir bárust í haust um styrki sem hljóða upp á tæplega 390 milljónir króna. Útnefning Listhóps Reykjavíkur 2025 fór fram í Iðnó í dag.
Ráðstöfunarfé fyrir árið í ár voru 110,6 milljónir, en hluti þeirrar upphæðar var bundinn í eldri samstarfssamninga, og því hafði hópurinn 71,6 milljónir til ráðstöfunar í nýja styrki.
Þar að auki fá borgarhátíðir Reykjavíkur samtals fimmtíu milljónir í styrki. Þær eru sex talsins og eru: Hinsegin dagar, Hönnunarmars, Iceland Airwaves, Óperudagar, Reykjavík Dance Festival og RIFF. Þær fá á bilinu fimm til tíu milljónir í styrk.
Í tilkynningu um þetta er bent á að Reykjavíkurborg reki einnig þrjár sjálfstæðar menningarstofnanir, Borgarbókasafn, Listasafn Reykjavíkur og Borgarsögusafn Reykjavíkur. Þá fari hæstu framlög Reykjavíkurborgar til menningarmála í borginni til Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Jafnframt njóti ýmsir sjálfstæðir aðilar húsnæðis- og rekstrarstyrkja frá Reykjavíkurborg á borð við Listahátíð í Reykjavík, Tjarnarbíó, Dansverkstæðið, Bíó Paradís, Nýlistasafnið og Kling og Bang.
Lista yfir alla styrkþega 2025 má sjá hér að neðan:
Listhópur Reykjavíkur 2025
2.500.000 Open listamannarekið sýningarrými
Styrkir 2025
2.500.000 Kammersveit Reykjavíkur - 50 ára starfsafmæli
2.000.000 UNGI - 2026 - Alþjóðleg sviðslistahátíð fyrir börn
1.500.000 Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík
1.500.000 DesignTalks 2025
1.500.000 Lucia di Lammermoor
1.500.000 Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans í Hörpu
1.200.000 Extreme Chill Festival 2025
1.200.000 Reykjavík Early Music Festival
1.200.000 Sumarvinnustofur Dansverkstæðisins
1.200.000 Tón-leik-hús
1.200.000 Týndur úti í mýri - alþjóðleg barnabókmenntahátíð
1.000.000 15:15 tónleikasyrpan
1.000.000 Aldrei áður Aldrei aftur
1.000.000 ANNAR GARÐUR / SECOND GARDEN
1.000.000 Á milli
1.000.000 Brúðkaup Fígarós
1.000.000 Eldblik
1.000.000 ErkiTíð 2025
1.000.000 Far - leikin sjónvarpssería
1.000.000 Fyrirbæri múltí komplex listamannarekið rými
1.000.000 Gallery Port
1.000.000 Starfsemi sönghópsins Cantoque Ensemble 2025
1.000.000 Tónlistarstarf í Hallgrímskirkju 2025
1.000.000 UngRIFF, Stelpur filma og skólasýningar
1.000.000 Uppskeru- og menningarhátíð fatlaðs fólks í Hörpu
800.000 Arctic space
800.000 Dans Afríka Barakan Festival Iceland 2025
800.000 Endursýning
800.000 Er ekki allt í lagi heima hjá þér? Heimildaverk á sviði.
800.000 Fólkið í borginni
800.000 Hinsegin kvikmyndahátíð - I.Q. Icel. Queer Film Festival
800.000 Kammertónleikar Camerarctica 2025
800.000 Litla Afríka
800.000 Reykjavík Folk Festival 2025
800.000 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
800.000 Sirkusinn og ég - Flipp festival
800.000 Starf Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins árið 2025
800.000 State of the Art 2025
750.000 Associate Gallery 2025
700.000 Aldarafmæli Thors Vilhjálmssonar rithöfundar
700.000 Árstíð í helvíti
700.000 Bókumbók. Bókverkabúð og sýningarrými
700.000 FAR Fest Afríka Reykjavík Festival
700.000 GARG: Bókabúð – Útgáfa – Vinnustofa
700.000 Hinu megin menningarhús / The other side Art space
700.000 Hæ/Hi 2025
700.000 Óhagnaðardrifið gallerí fyrir list í almannarými
700.000 Prógram 25
700.000 TORG Listamessa 2025
700.000 Ungmennadanshópurinn Forward
600.000 Bók um Guðrúnu Bergsdóttur útsaumslistakonu
600.000 DESIGN MARKET á Hönnunarmars.
600.000 Höllin
600.000 Mín saga
600.000 Raflost 2025
600.000 Sigga Vigga og brasið í bænum
500.000 Aðfluttar kvennraddir: Vendipunktar
500.000 Án handrits - viðbrögð við hinu óvænta
500.000 Eden
500.000 Eyðibýli Sálarinnar
500.000 Feluleikur
500.000 Hausthátíðin DJÖFULGANGUR: Dans- og gjörningablót
500.000 Hlaup!
500.000 Hönnunarmars 2025 - Textíll í nýju ljósi
500.000 Jazz í Djúpinu 2025
500.000 Lestrarhátíð
500.000 Made in hafnar.haus sustainable arts showcase display
500.000 S27 tónleikaröð
500.000 Sitthvoru meginn við sama borð
500.000 Skáld í skólum 2025
500.000 Upptakturinn 2025 - tónsköpunarverðlaun barna
500.000 Velkomin heim
500.000 Þögn-in
400.000 Blái vasinn
400.000 Fimmtíu plöntur fyrir frið
400.000 Heimahöfn
400.000 Heimsljós eftir Tryggva M. Baldvinsson
400.000 Hellirinn Metalfest 5
400.000 Kambríum og frumflutningar
400.000 Kæra Breiðholt (vinnutitill)
400.000 LeikHúsið
400.000 Sóljafndægur - ný tónleikaröð í Fríkirkjunni í Reykjavík
400.000 Stefan Sand stjórnar flutningi á eigin verki „Dýrin á Fróni“
400.000 The Slippery Twist Of The Tail
400.000 Töfrahurð: Muggur og tónlistaræfintýrið Dimmalimm
300.000 Á milli mála: Málþing á Vetrarhátíð 2025
300.000 Barna- og fjölskyldudagskrá Dansverkstæðisins
300.000 Beðið
300.000 Gluggagalleríið Stétt - árið 2025
300.000 Leikár Lúðrasveitar Reykjavíkur 2025
300.000 Lúðrasveit verkalýðsins
300.000 Lúðrasveitin Svanur á hátíðarstundum
250.000 Mörsugur
250.000 ReykjaDoom Festival 2025
250.000 Reykjavík Deathfest 2025
Borgarhátíðir Reykjavíkur 2023-2025
10.000.000 Hinsegin dagar
10.000.000 Hönnunarmars
10.000.000 Iceland Airwaves
7.500.000 Reykjavík Dance Festival
7.500.000 RIFF
5.000.000 Óperudagar
Samstarfssamningar 2023-25
5.000.000 Stockfish
3.000.000 Sequences
3.000.000 Lókal
3.000.000 Myrkir músíkdagar
2.000.000 Reykjavík Ensemble
2.000.000 Mengi
2.000.000 Myndhöggvarafélagið í Reykjavík
Samstarfssamningar 2024-25
2.000.000 Nordic affect
2.000.000 RVK Fringe
2.000.000 List án landamæra
Samstarfssamningar 2024-26
4.000.000 Stórsveit Reykjavíkur
4.000.000 Bókmenntahátíð í Reykjavík
3.000.000 Jazzhátíð Reykjavíkur
2.000.000 Hringleikur