„Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2025 15:36 Hundurinn sem beit konuna var af Rottweiler-tegund. Vísir/Tryggvi og Getty Hundurinn sem réðst á konu á Akureyri fyrir tæpri viku síðan var af Rottweiler-tegund. Konan segir þetta eitt það skelfilegasta sem hún hefur lent í í viðtali við Vikublaðið á Akureyri og í viðtali við Akureyri.net. Í viðtali við Akureyri.net er rætt við bæði konuna og eigimann hennar sem hefur einnig verið frá vinnu vegna áverka konunnar. Þau segjast hafa viljað ræða árásina opinberlega því hún hafi tekið á en líka vegna þess að í hverfinu er skóli og leikskóli. Viðtal Vikublaðsins og viðtal Akureyri.net þar sem má sjá ljósmyndir af áverkum konunnar. Þar kemur einnig fram að hjónin hafi fengið þær upplýsingar að hundinum yrði lógað en það hafi ekki verið búið að gera það í gærkvöldi. Í viðtölum við konuna kemur fram að konan hafi verið á gangi eftir Kjarnagötu og beygt niður Wilhelmínugötu þegar hún sá hundinn sem þá var að gera þarfir sínar. Ungur maður hafi verið með hundinum en þau ekki átt í neinum orðaskiptum. „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér, bítur mig í handlegg, um olnboga og hangir þar að mér fannst mjög lengi. Hann er það kraftmikill og sterkur að hann rífur mig niður í götuna og heldur mér alveg fastri þannig að ég gat ekkert gert,” er haft eftir konunni á vef Vikublaðsins en hún þó ekki nafngreind í fréttinni. Segir að í þessum átökum hafi konan axlarbrotnað og fengið ljóta áverka á handlegg. Haft er eftir konunni að maðurinn hafi ekkert ráðið við hundinn en að hringt hafi verið á sjúkrabíl og hún flutt á spítala þar sem gert var að sárum hennar. Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að árásinni. Í tilkynningu lögreglunnar í dag kom fram að málið væri til rannsóknar hjá embættinu og að sveitarfélaginu hefði sömuleiðis verið tilkynnt um málið. „Upplýsingar eru um að mögulega hafi vitni verið að árásinni. Viðkomandi eru beðin um að gefa sig fram við lögreglu eða hafa samband í síma 444-2800 á opnunartíma,“ segir að lokum í tilkynningunni. Lögreglumál Hundar Dýr Akureyri Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Í viðtali við Akureyri.net er rætt við bæði konuna og eigimann hennar sem hefur einnig verið frá vinnu vegna áverka konunnar. Þau segjast hafa viljað ræða árásina opinberlega því hún hafi tekið á en líka vegna þess að í hverfinu er skóli og leikskóli. Viðtal Vikublaðsins og viðtal Akureyri.net þar sem má sjá ljósmyndir af áverkum konunnar. Þar kemur einnig fram að hjónin hafi fengið þær upplýsingar að hundinum yrði lógað en það hafi ekki verið búið að gera það í gærkvöldi. Í viðtölum við konuna kemur fram að konan hafi verið á gangi eftir Kjarnagötu og beygt niður Wilhelmínugötu þegar hún sá hundinn sem þá var að gera þarfir sínar. Ungur maður hafi verið með hundinum en þau ekki átt í neinum orðaskiptum. „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér, bítur mig í handlegg, um olnboga og hangir þar að mér fannst mjög lengi. Hann er það kraftmikill og sterkur að hann rífur mig niður í götuna og heldur mér alveg fastri þannig að ég gat ekkert gert,” er haft eftir konunni á vef Vikublaðsins en hún þó ekki nafngreind í fréttinni. Segir að í þessum átökum hafi konan axlarbrotnað og fengið ljóta áverka á handlegg. Haft er eftir konunni að maðurinn hafi ekkert ráðið við hundinn en að hringt hafi verið á sjúkrabíl og hún flutt á spítala þar sem gert var að sárum hennar. Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að árásinni. Í tilkynningu lögreglunnar í dag kom fram að málið væri til rannsóknar hjá embættinu og að sveitarfélaginu hefði sömuleiðis verið tilkynnt um málið. „Upplýsingar eru um að mögulega hafi vitni verið að árásinni. Viðkomandi eru beðin um að gefa sig fram við lögreglu eða hafa samband í síma 444-2800 á opnunartíma,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Lögreglumál Hundar Dýr Akureyri Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira