Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2025 20:03 Bjarney Lára skilur ekki hvernig leikmenn nenna að spila undir stjórn Brynjars en hún veit að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi. Facebook/Hulda Margrét Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson mætti í ansi áhugavert viðtal eftir að lið hans Aþena tapaði áttunda leik sínum í röð í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Gekk Brynjar Karl svo langt að kalla leikmenn sína „fokking aumingja“ í viðtalinu og mörgum virðist misboðið ef marka má færslu Bjarneyjar Lárudóttir Bjarnadóttur á Facebook. „Ég var náttúrulega bara að drulla yfir nokkrar stelpur. Tala um hvað þetta væri karakterslaust og bara lítið að gerast þar. Við töpuðum þessu bara á karakter sko,“ sagði Brynjar Karl við Ágúst Orra Arnarson eftir tap Aþenu á þriðjudag. Í viðtalinu heldur Brynjar Karl áfram að láta lið sitt heyra það. Á endanum baðst hann afsökunar á að blóta oft í viðtalinu, hann væri bara svo vanur því að nota slíkt orðalag í leikjum. Bjarney, sem er framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, ritaði í dag, miðvikudag, langa færslu á Facebook-síðu sinni þar sem vitnar í viðtalið við Brynjar Karl og birtir myndband af athæfi hans í leik fyrir ekki svo löngu. „Ég hef ekki nennt að tjá mig um þennan mann eftir harða og nánast hatramma rimmu hérna um árið þar sem fólk varði hann út í rauðan dauðann þrátt fyrir að þá þegar voru börn sem höfðu farið mjög illa út úr því að hafa haft hann sem þjálfara,“ segir Bjarney Lára og heldur áfram. „Síðustu vikur hef ég fylgst með honum spírallast í klikkuninni og í gær birtist frétt með fyrirsögninni “Fokking aumingjar” þar sem hann er að vísa í leikmennina sína.“ „Einnig viðurkenndi hann í hlaðvarpi fyrir ekki svo löngu síðan að hann skipti stundum í lið á æfingum “ljótar á móti sætum”. Ég get rétt ímyndað mér að vera 18-19 ára stelpa og vera sett í ljóta liðið.“ Um myndbandið sem Bjarney birtir með færslunni segir: „… hann er ekki bara öskrandi og ógnandi gagnvart mikið yngri leikmanni heldur slær/ýtir í hana að auki í bræðiskasti (það sem er kannski sjúkast í þessu er að Aþenu gekk vel á þessum tímapunkti). Þetta gerir hann fyrir framan myndavélar, hvað leyfir hann sér á bakvið luktar dyr?“ „Veit það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi“ Bjarney segist eiga erfitt með að trúa því að fólk sé enn tilbúið að verja Brynjar Karl og þá skilur hún hvorki upp né niður að leikmenn nenni enn að spila fyrir hann. „En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ „Ef sambærilegt atvik myndi gerast i Kringlunni eða annars staðar á förnum vegi þá yrði hringt á lögregluna og viðkomandi að öllum líkindum kærður.“ Að endingu segist Bjarney ekki getað þagað lengur þar sem „þetta er ekkert annað en ofbeldi og ofbeldi á aldrei að líðast.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Gaman að vera ekki aumingi“ Nýliðar Aþenu lönduðu öðrum sigri vetrarins í kvöld þegar liðið lagði Val, 70-64, en fyrir leikinn hafði Aþena tapað fjórum leikjum í röð. 17. nóvember 2024 22:11 Brynjar Karl: Ég fer í viku frí og leikmennirnir skoða glósurnar Aþena tapaði gegn Stjörnunni 81-87. Þetta var þriðji tapleikur Aþenu í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var ekki ánægður með hugarfarið í liðinu sem að hans mati fór með leikinn. 22. október 2024 22:31 Hristir hausinn yfir „glórulausum“ og „smásálarlegum“ ummælum Hörður Unnsteinsson, þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta, bregst illa við ummælum Brynjar Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu, í kjölfar sigurs síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í umspili um sæti í efstu deild. Hann kveðst ekkert botna í orðræðu Brynjars í „drottningarviðtölum“ við hann á Vísi. 25. apríl 2024 10:00 Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. 16. nóvember 2022 08:01 Fréttaskýring: Hvað gerir umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins næst? Óhætt er að segja að Brynjar Karl Sigurðsson sé umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins. Hann hefur nú verið látinn fara frá félagi í annað sinn á tveimur árum vegna þjálfunaraðferða sinna. Í dag var hann látinn hætta með stúlknalið ÍR vegna uppákomu í verðlaunaafhendingu um síðustu helgi. 22. maí 2019 13:45 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
„Ég var náttúrulega bara að drulla yfir nokkrar stelpur. Tala um hvað þetta væri karakterslaust og bara lítið að gerast þar. Við töpuðum þessu bara á karakter sko,“ sagði Brynjar Karl við Ágúst Orra Arnarson eftir tap Aþenu á þriðjudag. Í viðtalinu heldur Brynjar Karl áfram að láta lið sitt heyra það. Á endanum baðst hann afsökunar á að blóta oft í viðtalinu, hann væri bara svo vanur því að nota slíkt orðalag í leikjum. Bjarney, sem er framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, ritaði í dag, miðvikudag, langa færslu á Facebook-síðu sinni þar sem vitnar í viðtalið við Brynjar Karl og birtir myndband af athæfi hans í leik fyrir ekki svo löngu. „Ég hef ekki nennt að tjá mig um þennan mann eftir harða og nánast hatramma rimmu hérna um árið þar sem fólk varði hann út í rauðan dauðann þrátt fyrir að þá þegar voru börn sem höfðu farið mjög illa út úr því að hafa haft hann sem þjálfara,“ segir Bjarney Lára og heldur áfram. „Síðustu vikur hef ég fylgst með honum spírallast í klikkuninni og í gær birtist frétt með fyrirsögninni “Fokking aumingjar” þar sem hann er að vísa í leikmennina sína.“ „Einnig viðurkenndi hann í hlaðvarpi fyrir ekki svo löngu síðan að hann skipti stundum í lið á æfingum “ljótar á móti sætum”. Ég get rétt ímyndað mér að vera 18-19 ára stelpa og vera sett í ljóta liðið.“ Um myndbandið sem Bjarney birtir með færslunni segir: „… hann er ekki bara öskrandi og ógnandi gagnvart mikið yngri leikmanni heldur slær/ýtir í hana að auki í bræðiskasti (það sem er kannski sjúkast í þessu er að Aþenu gekk vel á þessum tímapunkti). Þetta gerir hann fyrir framan myndavélar, hvað leyfir hann sér á bakvið luktar dyr?“ „Veit það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi“ Bjarney segist eiga erfitt með að trúa því að fólk sé enn tilbúið að verja Brynjar Karl og þá skilur hún hvorki upp né niður að leikmenn nenni enn að spila fyrir hann. „En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ „Ef sambærilegt atvik myndi gerast i Kringlunni eða annars staðar á förnum vegi þá yrði hringt á lögregluna og viðkomandi að öllum líkindum kærður.“ Að endingu segist Bjarney ekki getað þagað lengur þar sem „þetta er ekkert annað en ofbeldi og ofbeldi á aldrei að líðast.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Gaman að vera ekki aumingi“ Nýliðar Aþenu lönduðu öðrum sigri vetrarins í kvöld þegar liðið lagði Val, 70-64, en fyrir leikinn hafði Aþena tapað fjórum leikjum í röð. 17. nóvember 2024 22:11 Brynjar Karl: Ég fer í viku frí og leikmennirnir skoða glósurnar Aþena tapaði gegn Stjörnunni 81-87. Þetta var þriðji tapleikur Aþenu í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var ekki ánægður með hugarfarið í liðinu sem að hans mati fór með leikinn. 22. október 2024 22:31 Hristir hausinn yfir „glórulausum“ og „smásálarlegum“ ummælum Hörður Unnsteinsson, þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta, bregst illa við ummælum Brynjar Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu, í kjölfar sigurs síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í umspili um sæti í efstu deild. Hann kveðst ekkert botna í orðræðu Brynjars í „drottningarviðtölum“ við hann á Vísi. 25. apríl 2024 10:00 Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. 16. nóvember 2022 08:01 Fréttaskýring: Hvað gerir umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins næst? Óhætt er að segja að Brynjar Karl Sigurðsson sé umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins. Hann hefur nú verið látinn fara frá félagi í annað sinn á tveimur árum vegna þjálfunaraðferða sinna. Í dag var hann látinn hætta með stúlknalið ÍR vegna uppákomu í verðlaunaafhendingu um síðustu helgi. 22. maí 2019 13:45 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
„Gaman að vera ekki aumingi“ Nýliðar Aþenu lönduðu öðrum sigri vetrarins í kvöld þegar liðið lagði Val, 70-64, en fyrir leikinn hafði Aþena tapað fjórum leikjum í röð. 17. nóvember 2024 22:11
Brynjar Karl: Ég fer í viku frí og leikmennirnir skoða glósurnar Aþena tapaði gegn Stjörnunni 81-87. Þetta var þriðji tapleikur Aþenu í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var ekki ánægður með hugarfarið í liðinu sem að hans mati fór með leikinn. 22. október 2024 22:31
Hristir hausinn yfir „glórulausum“ og „smásálarlegum“ ummælum Hörður Unnsteinsson, þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta, bregst illa við ummælum Brynjar Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu, í kjölfar sigurs síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í umspili um sæti í efstu deild. Hann kveðst ekkert botna í orðræðu Brynjars í „drottningarviðtölum“ við hann á Vísi. 25. apríl 2024 10:00
Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. 16. nóvember 2022 08:01
Fréttaskýring: Hvað gerir umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins næst? Óhætt er að segja að Brynjar Karl Sigurðsson sé umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins. Hann hefur nú verið látinn fara frá félagi í annað sinn á tveimur árum vegna þjálfunaraðferða sinna. Í dag var hann látinn hætta með stúlknalið ÍR vegna uppákomu í verðlaunaafhendingu um síðustu helgi. 22. maí 2019 13:45