Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2025 07:02 Það er einfaldlega beðið eftir því að Marcus Rashford skipti um félag. Ash Donelon/Getty Images Félagaskiptaglugginn er opinn til 3. febrúar næstkomandi. Eftir það geta knattspyrnulið Evrópu ekki lengur fest kaup á leikmönnum. Nokkur stór nöfn gætu skipt um félag fyrir gluggalok og hér að neðan má sjá nokkur þeirra. Stærsta nafnið á listanum er án efa Marcus Rashford, framherji Manchester United. Það virðist næsta öruggt að hann eigi ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu. Nýjustu fregnir herma að hann og Rúben Amorim, þjálfari liðsins, talist ekki við. Rashford sjálfur er sagður vilja fara til Barcelona og til í að taka á sig launalækkun til að komast þangað. Hann hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund en óvíst er hvort þýska félagið geti borgað háan launapakka framherjans. Þá er Casemiro, liðsfélagi Rashford í Manchester, orðaður við brottför. Roma er sagt áhugasamt. Patrick Dorgu, vinstri vængbakvörður Lecce, er sagður á leið til Rauðu djöflanna og þá er liðið sagt vilja fá táninginn Mathys Tel á láni frá Bayern München. Hann er einnig sagður á óskalista Chelsea og Tottenham Hotspur. Man United er einnig sagt renna hýru auga til Christopher Nkunku, framherja Chelsea. Hann hefur lítið sem ekkert komið við sögu í deildinni hjá Chelsea og er Man Utd tilbúið að fá hann á láni. Hvort það heilli leikmanninn eða Chelsea er óvíst. Lundúnaliðið er svo sagt hafa áhuga á Alejandro Garnacho, vængmanni Rauðu djöflanna. Nkunku er meðal þeirra sem eru orðaðir frá Chelsea fyrir lok gluggans. Ben Chilwell gæti einnig farið í von um að spila eitthvað af viti. Líklega væri um lán að ræða þar sem vinstri bakvörðurinn er á einkar háum launum. Aston Villa er sagt hafa áhuga á tveimur leikmönnum bláliða. Um er að ræða varnarmanninn Axel Disasi og framherjann João Félix. Líklega væri um lán að ræða þar sem hvorugur hefur verið í stórri rullu hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Það gæti nóg gerst hjá Villa fyrir lok gluggans því Mikel Arteta er sagður vera í leit að framherja og hefur Arsenal boðið í Ollie Watkins, framherja Villa. Þjálfari liðsins, Unai Emery, vill ekki missa einn af sínum bestu mönnum en Sky Sports greinir frá því að Arsenal myndi líklega hækka boð sitt í leikmanninn. Sky greinir einnig frá að Villa sé að selja framherjann Jhon Durán til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr sem er staðsett í Sádi-Arabíu. Kaupverðið nemur rúmlega 11 milljörðum króna. Graham Potter, nýráðinn þjálfari West Ham United, vill ólmur fá Evan Ferguson í sínar raðir en Ferguson lék undir hans stjórn hjá Brighton & Hove Albion á sínum tíma. Ferguson var metinn á 100 milljónir punda fyrir ekki svo löngu en gæti nú fengist á láni. Þá eru nokkur lið í Þýskalandi sögð hafa áhuga á þessum írska framherja. Þá er talið að hinn 32 ára gamli Neymar sé að snúa heim til Brasilíu. Eftir skelfilega dvöl í Sádi-Arabíu ætlar hann að halda heim á leið og semja við uppeldisfélagið. Það er nóg eftir af glugganum og ljóst að nokkur stór nöfn munu færa sig um set. Fótbolti Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Stærsta nafnið á listanum er án efa Marcus Rashford, framherji Manchester United. Það virðist næsta öruggt að hann eigi ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu. Nýjustu fregnir herma að hann og Rúben Amorim, þjálfari liðsins, talist ekki við. Rashford sjálfur er sagður vilja fara til Barcelona og til í að taka á sig launalækkun til að komast þangað. Hann hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund en óvíst er hvort þýska félagið geti borgað háan launapakka framherjans. Þá er Casemiro, liðsfélagi Rashford í Manchester, orðaður við brottför. Roma er sagt áhugasamt. Patrick Dorgu, vinstri vængbakvörður Lecce, er sagður á leið til Rauðu djöflanna og þá er liðið sagt vilja fá táninginn Mathys Tel á láni frá Bayern München. Hann er einnig sagður á óskalista Chelsea og Tottenham Hotspur. Man United er einnig sagt renna hýru auga til Christopher Nkunku, framherja Chelsea. Hann hefur lítið sem ekkert komið við sögu í deildinni hjá Chelsea og er Man Utd tilbúið að fá hann á láni. Hvort það heilli leikmanninn eða Chelsea er óvíst. Lundúnaliðið er svo sagt hafa áhuga á Alejandro Garnacho, vængmanni Rauðu djöflanna. Nkunku er meðal þeirra sem eru orðaðir frá Chelsea fyrir lok gluggans. Ben Chilwell gæti einnig farið í von um að spila eitthvað af viti. Líklega væri um lán að ræða þar sem vinstri bakvörðurinn er á einkar háum launum. Aston Villa er sagt hafa áhuga á tveimur leikmönnum bláliða. Um er að ræða varnarmanninn Axel Disasi og framherjann João Félix. Líklega væri um lán að ræða þar sem hvorugur hefur verið í stórri rullu hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Það gæti nóg gerst hjá Villa fyrir lok gluggans því Mikel Arteta er sagður vera í leit að framherja og hefur Arsenal boðið í Ollie Watkins, framherja Villa. Þjálfari liðsins, Unai Emery, vill ekki missa einn af sínum bestu mönnum en Sky Sports greinir frá því að Arsenal myndi líklega hækka boð sitt í leikmanninn. Sky greinir einnig frá að Villa sé að selja framherjann Jhon Durán til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr sem er staðsett í Sádi-Arabíu. Kaupverðið nemur rúmlega 11 milljörðum króna. Graham Potter, nýráðinn þjálfari West Ham United, vill ólmur fá Evan Ferguson í sínar raðir en Ferguson lék undir hans stjórn hjá Brighton & Hove Albion á sínum tíma. Ferguson var metinn á 100 milljónir punda fyrir ekki svo löngu en gæti nú fengist á láni. Þá eru nokkur lið í Þýskalandi sögð hafa áhuga á þessum írska framherja. Þá er talið að hinn 32 ára gamli Neymar sé að snúa heim til Brasilíu. Eftir skelfilega dvöl í Sádi-Arabíu ætlar hann að halda heim á leið og semja við uppeldisfélagið. Það er nóg eftir af glugganum og ljóst að nokkur stór nöfn munu færa sig um set.
Fótbolti Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira