Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2025 10:48 Sævar Þór Jónsson er lögmaður ungmennis sem er í svokölluðum tálbeituhóp. Vísir/Vilhelm Sævar Þór Jónsson, lögmaður ungmennis sem er meðlimur úr eins konar tálbeituhóp, segir að lögreglan verði að taka gögn sem hópurinn hafi afhent lögreglu alvarlega. Undanfarið hefur mikið farið fyrir tálbeituaðgerðum í umræðunni. Greint hefur verið frá því að myndbönd af ungmennum að ganga í skrokk á meintum barnaníðingum gagni manna á milli á samfélagmiðlum. Sævar segist hafa vitneskju um að meðlimir hópsins hafi afhent lögreglu lista yfir einstaklinga sem þá grunar um græsku í þessum málum. Það hefur komið fram að lögregla sé með til skoðunar hvort hún geti notað umrædd gögn. Það er mat Sævars að gögnin sé hægt að nota með þeim hætti að þau geti verið tilefni til frekari rannsóknar. „Það er þannig í okkar lögum að það er brot ef maður setur sig í samband við barn undir lögaldri, með kynferðislegum samskiptum. Það er alveg augljóst að mínu mati, miðað við það sem ég hef séð, að það hefur átt sér stað brot,“ sagði Sævar Þór í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það sem hefur slegið mig kannski í þessu er að ég áttaði mig ekki sjálfur á því að það er fjöldinn allur af eldri einstaklingum, mönnum og líka konum, sem eru að setja sig í samband við börn. Það er mjög stór fjöldi á hverjum degi virðist vera.“ Hvað erum við að tala um, í fjölda? „Þetta eru sirka tuttugu einstaklingar kannski á dag sem þessir hópar hafa verið í samskiptum við. Það er svolítið mikið magn finnst mér“ Sævar Þór segir að þó að lögreglan sé undirmönnuð sé mikilvægt að hún setji þessi mál í forgang þar sem þau varði börn. Hann veltir upp þeirri hugmynd um hvort tími sé kominn á að lögreglan fari sjálf í einhverskonar tálbeituaðgerðir. Slíkt hefur ekki viðgengist hér á landi, en þekkist einhvers staðar erlendis. Útfærsla á því þyrfti skýran lagaramma, en Sævar telur núverandi lagagrundvöll ekki nægjanlega skýrann. „Þó að þetta séu ungmenni þá eru þetta samt einstaklingar sem eru að benda á staðreyndir. Það er ekki hægt að segja að þessi gögn séu einhver tilbúningur. Það þarf að rannsaka þau. Það eru samskipti við einstaklinga sem augljóslega benda til þess að þeir viti við hvern þau séu að tala, þau eru að tala við börn.“ Þá segist hann hafa séð samskipti sem bendi til þess að menn reyni að koma sér í samband við börn, og reyni að greiða þeim með fíkniefnum. „Það sem er enn þá verra er það virðist vera, miðað við samskiptin sem ég hef séð, að það séu einstaklingar að nota börn í þeim tilgangi að koma þeim í samskipti við menn sem hafa áhuga á slíku gegn þá greiðslu með fíkniefnum og fleira. Þetta er mjög víðtækt á mörgum sviðum.“ Sævar segir að það gangi síðan ekki upp að þessir tálbeituhópar taki lögin í sínar eigin hendur. „Það er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að horfa til, að þegar að einstaklingar, við erum ekki bara að tala um einn hóp heldur fleiri hópa, telja sig knúna til að taka lögin í sínar hendur. Þá er eitthvað mikið að.“ Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Ofbeldi barna Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Bítið Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Undanfarið hefur mikið farið fyrir tálbeituaðgerðum í umræðunni. Greint hefur verið frá því að myndbönd af ungmennum að ganga í skrokk á meintum barnaníðingum gagni manna á milli á samfélagmiðlum. Sævar segist hafa vitneskju um að meðlimir hópsins hafi afhent lögreglu lista yfir einstaklinga sem þá grunar um græsku í þessum málum. Það hefur komið fram að lögregla sé með til skoðunar hvort hún geti notað umrædd gögn. Það er mat Sævars að gögnin sé hægt að nota með þeim hætti að þau geti verið tilefni til frekari rannsóknar. „Það er þannig í okkar lögum að það er brot ef maður setur sig í samband við barn undir lögaldri, með kynferðislegum samskiptum. Það er alveg augljóst að mínu mati, miðað við það sem ég hef séð, að það hefur átt sér stað brot,“ sagði Sævar Þór í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það sem hefur slegið mig kannski í þessu er að ég áttaði mig ekki sjálfur á því að það er fjöldinn allur af eldri einstaklingum, mönnum og líka konum, sem eru að setja sig í samband við börn. Það er mjög stór fjöldi á hverjum degi virðist vera.“ Hvað erum við að tala um, í fjölda? „Þetta eru sirka tuttugu einstaklingar kannski á dag sem þessir hópar hafa verið í samskiptum við. Það er svolítið mikið magn finnst mér“ Sævar Þór segir að þó að lögreglan sé undirmönnuð sé mikilvægt að hún setji þessi mál í forgang þar sem þau varði börn. Hann veltir upp þeirri hugmynd um hvort tími sé kominn á að lögreglan fari sjálf í einhverskonar tálbeituaðgerðir. Slíkt hefur ekki viðgengist hér á landi, en þekkist einhvers staðar erlendis. Útfærsla á því þyrfti skýran lagaramma, en Sævar telur núverandi lagagrundvöll ekki nægjanlega skýrann. „Þó að þetta séu ungmenni þá eru þetta samt einstaklingar sem eru að benda á staðreyndir. Það er ekki hægt að segja að þessi gögn séu einhver tilbúningur. Það þarf að rannsaka þau. Það eru samskipti við einstaklinga sem augljóslega benda til þess að þeir viti við hvern þau séu að tala, þau eru að tala við börn.“ Þá segist hann hafa séð samskipti sem bendi til þess að menn reyni að koma sér í samband við börn, og reyni að greiða þeim með fíkniefnum. „Það sem er enn þá verra er það virðist vera, miðað við samskiptin sem ég hef séð, að það séu einstaklingar að nota börn í þeim tilgangi að koma þeim í samskipti við menn sem hafa áhuga á slíku gegn þá greiðslu með fíkniefnum og fleira. Þetta er mjög víðtækt á mörgum sviðum.“ Sævar segir að það gangi síðan ekki upp að þessir tálbeituhópar taki lögin í sínar eigin hendur. „Það er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að horfa til, að þegar að einstaklingar, við erum ekki bara að tala um einn hóp heldur fleiri hópa, telja sig knúna til að taka lögin í sínar hendur. Þá er eitthvað mikið að.“
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Ofbeldi barna Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Bítið Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira