„Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2025 11:46 Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Vísir/Sigurjón Borgarstarfsmenn eru nú á fullu við að tryggja niðurföll og tugum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurspár, sem gerir ráð fyrir hvassviðri og asahláku. Gular og appelsínuguglar viðvaranir taka gildi ein af annarri frá hádegi. Klukkan tólf á hádegi taka gildi þrjár gular veðurviðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Klukkan tíu í kvöld verða í gildi viðvaranir á öllu landinu, þar af appelsínugular á Suðausturlandi, Breiðafirði og Miðhálendinu. Mikil rigning og asahláka verður á Suðausturlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Víða verður hiti á bilinu fjögur til tíu stig, og gæti jafnvel farið yfir það á Norðurlandi. Víða verður hvöss sunnanátt og eru ferðalangar hvattir til að aka með gát, einkum ef ökutæki taka á sig vind. Rúmlega fimmtíu flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst, flestum eftir hádegi. Þá er einnig gert ráð fyrir að röskun verði á innanlandsflugi. Hafa hamast í niðurföllunum Hjalti Jóhannes Guðmundsson er yfir rekstri og umhirðu hjá Reykjavíkurborg. Hann og hans fólk eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir veðrið sem á leiðinni er. „Og höfum verið að hamast í að moka frá niðurföllum og lágpunktum, og reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma vatninu rétta leið,“ segir Hjalti. Við öllu búin Hressileg hlánun hófst á höfuðborgarsvæðinu í gær sem bregðast hafi þurft við. „Við erum bæði með mannskap og vélar í það, vegna þess að það er það mikill snjór að við þurfum að nota vélar til þess að skafa ofan af þessu og tryggja að niðurföllin séu opin.“ Um helgina verði vel búinn mannskapur á ferð um borgina, að losa þekkt niðurföll og bregðast við ábendingum borgarbúa. „Af því að við búumst við hinu versta en vonum það besta.“ Veður Snjómokstur Færð á vegum Slysavarnir Tengdar fréttir Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. 31. janúar 2025 11:00 Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Næsta lægð nálgast landið í dag og gengur í suðaustanstorm og jafnvel -rok með rigningu og hlýindum, en helst að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. 31. janúar 2025 07:18 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Klukkan tólf á hádegi taka gildi þrjár gular veðurviðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Klukkan tíu í kvöld verða í gildi viðvaranir á öllu landinu, þar af appelsínugular á Suðausturlandi, Breiðafirði og Miðhálendinu. Mikil rigning og asahláka verður á Suðausturlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Víða verður hiti á bilinu fjögur til tíu stig, og gæti jafnvel farið yfir það á Norðurlandi. Víða verður hvöss sunnanátt og eru ferðalangar hvattir til að aka með gát, einkum ef ökutæki taka á sig vind. Rúmlega fimmtíu flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst, flestum eftir hádegi. Þá er einnig gert ráð fyrir að röskun verði á innanlandsflugi. Hafa hamast í niðurföllunum Hjalti Jóhannes Guðmundsson er yfir rekstri og umhirðu hjá Reykjavíkurborg. Hann og hans fólk eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir veðrið sem á leiðinni er. „Og höfum verið að hamast í að moka frá niðurföllum og lágpunktum, og reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma vatninu rétta leið,“ segir Hjalti. Við öllu búin Hressileg hlánun hófst á höfuðborgarsvæðinu í gær sem bregðast hafi þurft við. „Við erum bæði með mannskap og vélar í það, vegna þess að það er það mikill snjór að við þurfum að nota vélar til þess að skafa ofan af þessu og tryggja að niðurföllin séu opin.“ Um helgina verði vel búinn mannskapur á ferð um borgina, að losa þekkt niðurföll og bregðast við ábendingum borgarbúa. „Af því að við búumst við hinu versta en vonum það besta.“
Veður Snjómokstur Færð á vegum Slysavarnir Tengdar fréttir Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. 31. janúar 2025 11:00 Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Næsta lægð nálgast landið í dag og gengur í suðaustanstorm og jafnvel -rok með rigningu og hlýindum, en helst að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. 31. janúar 2025 07:18 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. 31. janúar 2025 11:00
Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Næsta lægð nálgast landið í dag og gengur í suðaustanstorm og jafnvel -rok með rigningu og hlýindum, en helst að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. 31. janúar 2025 07:18