„Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2025 11:46 Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Vísir/Sigurjón Borgarstarfsmenn eru nú á fullu við að tryggja niðurföll og tugum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurspár, sem gerir ráð fyrir hvassviðri og asahláku. Gular og appelsínuguglar viðvaranir taka gildi ein af annarri frá hádegi. Klukkan tólf á hádegi taka gildi þrjár gular veðurviðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Klukkan tíu í kvöld verða í gildi viðvaranir á öllu landinu, þar af appelsínugular á Suðausturlandi, Breiðafirði og Miðhálendinu. Mikil rigning og asahláka verður á Suðausturlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Víða verður hiti á bilinu fjögur til tíu stig, og gæti jafnvel farið yfir það á Norðurlandi. Víða verður hvöss sunnanátt og eru ferðalangar hvattir til að aka með gát, einkum ef ökutæki taka á sig vind. Rúmlega fimmtíu flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst, flestum eftir hádegi. Þá er einnig gert ráð fyrir að röskun verði á innanlandsflugi. Hafa hamast í niðurföllunum Hjalti Jóhannes Guðmundsson er yfir rekstri og umhirðu hjá Reykjavíkurborg. Hann og hans fólk eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir veðrið sem á leiðinni er. „Og höfum verið að hamast í að moka frá niðurföllum og lágpunktum, og reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma vatninu rétta leið,“ segir Hjalti. Við öllu búin Hressileg hlánun hófst á höfuðborgarsvæðinu í gær sem bregðast hafi þurft við. „Við erum bæði með mannskap og vélar í það, vegna þess að það er það mikill snjór að við þurfum að nota vélar til þess að skafa ofan af þessu og tryggja að niðurföllin séu opin.“ Um helgina verði vel búinn mannskapur á ferð um borgina, að losa þekkt niðurföll og bregðast við ábendingum borgarbúa. „Af því að við búumst við hinu versta en vonum það besta.“ Veður Snjómokstur Færð á vegum Slysavarnir Tengdar fréttir Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. 31. janúar 2025 11:00 Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Næsta lægð nálgast landið í dag og gengur í suðaustanstorm og jafnvel -rok með rigningu og hlýindum, en helst að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. 31. janúar 2025 07:18 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Klukkan tólf á hádegi taka gildi þrjár gular veðurviðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Klukkan tíu í kvöld verða í gildi viðvaranir á öllu landinu, þar af appelsínugular á Suðausturlandi, Breiðafirði og Miðhálendinu. Mikil rigning og asahláka verður á Suðausturlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Víða verður hiti á bilinu fjögur til tíu stig, og gæti jafnvel farið yfir það á Norðurlandi. Víða verður hvöss sunnanátt og eru ferðalangar hvattir til að aka með gát, einkum ef ökutæki taka á sig vind. Rúmlega fimmtíu flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst, flestum eftir hádegi. Þá er einnig gert ráð fyrir að röskun verði á innanlandsflugi. Hafa hamast í niðurföllunum Hjalti Jóhannes Guðmundsson er yfir rekstri og umhirðu hjá Reykjavíkurborg. Hann og hans fólk eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir veðrið sem á leiðinni er. „Og höfum verið að hamast í að moka frá niðurföllum og lágpunktum, og reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma vatninu rétta leið,“ segir Hjalti. Við öllu búin Hressileg hlánun hófst á höfuðborgarsvæðinu í gær sem bregðast hafi þurft við. „Við erum bæði með mannskap og vélar í það, vegna þess að það er það mikill snjór að við þurfum að nota vélar til þess að skafa ofan af þessu og tryggja að niðurföllin séu opin.“ Um helgina verði vel búinn mannskapur á ferð um borgina, að losa þekkt niðurföll og bregðast við ábendingum borgarbúa. „Af því að við búumst við hinu versta en vonum það besta.“
Veður Snjómokstur Færð á vegum Slysavarnir Tengdar fréttir Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. 31. janúar 2025 11:00 Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Næsta lægð nálgast landið í dag og gengur í suðaustanstorm og jafnvel -rok með rigningu og hlýindum, en helst að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. 31. janúar 2025 07:18 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. 31. janúar 2025 11:00
Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði Næsta lægð nálgast landið í dag og gengur í suðaustanstorm og jafnvel -rok með rigningu og hlýindum, en helst að mestu þurrt á Norður- og Austurlandi. 31. janúar 2025 07:18