Ef marka má helstu félagsskiptasérfræðinga heims hefur Rashford nú þegar samþykkt að ganga í raðir Villa, en félagið á eftir að komast að samkomulagi við Manchester United.
Ef af samningnum verður fer Rashford á láni til Villa út tímabilið, en líklegt þykir að Aston Villa hafi svo kost á því að kaupa leikmanninn í sumar.
🚨🟣🔵 Marcus Rashford has agreed personal terms with Aston Villa! Deal imminent after initial green light in the morning.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2025
Understand Villa and United are closing in on loan deal, discussing buy option clause.
Emery called Rashford, player attracted by project & UCL football. pic.twitter.com/KrAXusR4Ic
Óhætt er að segja að Rashford hafi ekki beint verið í náðinni hjá Ruben Amorim, nýjum stjóra Manchester United. Leikmaðurinn hefur lítið sem ekkert spilað síðan Amorim tók við stjórnartaumunum og oftar en ekki hefur hann verið skilinn eftir utan hóps.
Amorim hefur verið opinn með það að Rashford þurfi að breyta hugarfari sínu til að eiga framtíð hjá félaginu.
Rashford, sem er 27 ára gamall, hefur leikið allan sinn feril með Manchester United. Hann hefur skorað 87 mörk í 287 deildarleikjum fyrir félagið og þá á að hann að baki 60 leiki fyrir enska landsliðið þar sem hann hefur skorað 17 mörk.