Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson skrifar 1. febrúar 2025 19:00 Það var mjög svo fróðlegt að lesa grein formanns blaðamannafélagsins á Vísi nú síðdegis þann 31 janúar. Það fór ekki á milli mála að hún er nýbúin að glerja að nýju glerhúsið. Það hvarflar ekki að henni að blaðamenn séu nokkuð annað en tandurhreinir guðsenglar. En er það svo? Fyrir ekki svo löngu síðan boðaði blaðamannafélagið sem hún stýrir til pressukvölds til þess að ræða um mál þar sem sex blaðamenn voru með stöðu sakbornings í. Ekki eina sekúndu hvarflaði að formanninum að þiggja boð brotaþola um að mæta og segja sína hlið. Hvernig sá hún eiginlega fyrir sér umræðu um sakamál með eingöngu sakborninga við borðið? Sá hún fyrir sér að þar yrðu “sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt” lagðar á pallborð almennings? Hver var að veita blaðamönnum aðhald? En hvað ef við tökum dæmi úr grein formanns Blaðamannafélagsins og skoðum út frá vinnubrögðum sumra blaðamanna? „Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra.” Nei, óvönduð vinnubrögð blaðamanna sem kollegar þeirra láta óátalin erog verður stærsta ógn við trúverðugleika stéttarinnar. Formaðurinn hefur greinilega gleymt því að ekki fyrir svo löngu síðan sagði hún sjálf að blaðamenn yrðu að þola gagnrýni. Miðað við þessi skrif hennar virðist svo ekki vera lengur. Í dag er hósti í átt að blaðamanni túlkað sem árásir á þessi viðkvæmu blóm. „Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu.” En hver afhjúpar mistök, bresti og spillingu meðal blaðamanna? „Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings.” Og á hvern getur almenningur treyst þegar blaðamenn og fjölmiðlar eru ekki traustsins verðugir? Þessi grein er um margt góð því það má snúa henni 100% upp á blaðamenn og þeirra vinnubrögð. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun fjölmiðlanefndar var traust á fjölmiðlum komið niður fyrir 30%. Kannski ættu fjölmiðlar að líta í eigin barm og spyrja hvernig standi á því að æ fleiri kjósa að sækja fréttir og upplýsingar á og koma sjálfir skoðunum sínum á framfæri beint og milliliðalaust á samfélagsmiðlum. Ekki ósvipað reyndar eins og formaður blaðamannafélagsins gerði sjálfur á sínum tíma þegar hún svaraði ásökunum um skattamál sín. Af hverju svaraði hún ekki spurningum blaðamanna þá eins og hún ætlar öllum öðrum að gera? Og það er ekki vænleg leið til þess að efla traust til fjölmiðla þegar að fjölmiðlamenn eru farnir að stofna til málferla til þess að reyna að kæla og þagga niður í aðilum sem þó þora að segja frá sakamáli sem blaðamenn eiga aðild að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Páll Steingrímsson Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Það var mjög svo fróðlegt að lesa grein formanns blaðamannafélagsins á Vísi nú síðdegis þann 31 janúar. Það fór ekki á milli mála að hún er nýbúin að glerja að nýju glerhúsið. Það hvarflar ekki að henni að blaðamenn séu nokkuð annað en tandurhreinir guðsenglar. En er það svo? Fyrir ekki svo löngu síðan boðaði blaðamannafélagið sem hún stýrir til pressukvölds til þess að ræða um mál þar sem sex blaðamenn voru með stöðu sakbornings í. Ekki eina sekúndu hvarflaði að formanninum að þiggja boð brotaþola um að mæta og segja sína hlið. Hvernig sá hún eiginlega fyrir sér umræðu um sakamál með eingöngu sakborninga við borðið? Sá hún fyrir sér að þar yrðu “sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt” lagðar á pallborð almennings? Hver var að veita blaðamönnum aðhald? En hvað ef við tökum dæmi úr grein formanns Blaðamannafélagsins og skoðum út frá vinnubrögðum sumra blaðamanna? „Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra.” Nei, óvönduð vinnubrögð blaðamanna sem kollegar þeirra láta óátalin erog verður stærsta ógn við trúverðugleika stéttarinnar. Formaðurinn hefur greinilega gleymt því að ekki fyrir svo löngu síðan sagði hún sjálf að blaðamenn yrðu að þola gagnrýni. Miðað við þessi skrif hennar virðist svo ekki vera lengur. Í dag er hósti í átt að blaðamanni túlkað sem árásir á þessi viðkvæmu blóm. „Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu.” En hver afhjúpar mistök, bresti og spillingu meðal blaðamanna? „Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings.” Og á hvern getur almenningur treyst þegar blaðamenn og fjölmiðlar eru ekki traustsins verðugir? Þessi grein er um margt góð því það má snúa henni 100% upp á blaðamenn og þeirra vinnubrögð. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun fjölmiðlanefndar var traust á fjölmiðlum komið niður fyrir 30%. Kannski ættu fjölmiðlar að líta í eigin barm og spyrja hvernig standi á því að æ fleiri kjósa að sækja fréttir og upplýsingar á og koma sjálfir skoðunum sínum á framfæri beint og milliliðalaust á samfélagsmiðlum. Ekki ósvipað reyndar eins og formaður blaðamannafélagsins gerði sjálfur á sínum tíma þegar hún svaraði ásökunum um skattamál sín. Af hverju svaraði hún ekki spurningum blaðamanna þá eins og hún ætlar öllum öðrum að gera? Og það er ekki vænleg leið til þess að efla traust til fjölmiðla þegar að fjölmiðlamenn eru farnir að stofna til málferla til þess að reyna að kæla og þagga niður í aðilum sem þó þora að segja frá sakamáli sem blaðamenn eiga aðild að.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar