Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar 30. janúar 2025 09:01 Inntökuprófið í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði er með stærri prófum sem haldin eru á Íslandi. Alls mættu 363 manns árið 2024 í inntökuprófið í þeirri von um að fá brautargengi í virtu og góðu námi við Háskóla Íslands. Það liggur í augum uppi að baráttan er ansi hörð, þar sem aðeins eru um 110 sæti í boði, 75 í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði. Eins og próftökunni var háttað þá þurftu próftakar að ferðast til Reykjavíkur til þess að þreyta prófið. Prófinu er skipt upp í sex hluta og þeir teknir á tveimur dögum. Ekki nóg með það að nemar á landsbyggðinni þurfi að standa straum af ferða- og öðrum tilfallandi kostnaði og verða sér úti um gistingu, þá eru einnig til þess dæmi að hópar fólks hreinlega missi af inntökuprófinu vegna veðurfars og niðurfelldum flugferðum. Prófið er staðpróf sem lagt er fyrir í rafræna prófakerfinu Inspera og því er hægt að heimfæra það hvar sem er, svo lengi sem prófverðir og viðeigandi aðstaða séu til staðar. Er ekki borðliggjandi að halda prófið víðar en í höfuðborginni? Þann 12. nóvember síðastliðin samþykkti Stúdentaráð Háskóla Íslands tillögu mína þess efnis að Stúdentaráð ætti að beita sér fyrir því að haldið verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði á fleiri stöðum en í Reykjavík. Henni var fylgt eftir af skrifstofu Stúdentaráði Háskóla Íslands undir stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og því er fagnaðarerindi að greina frá því að nú í vor verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði einnig haldið á Akureyri. Þetta er gríðarstór sigur fyrir réttindabaráttu stúdenta en hvergi nærri fullnaðarsigur. Enn eru margir sem þurfa að standa í ferðalögum og greiða vænar upphæðir til þess að elta draumana sína. Vaka og ég munum áfram beita okkur fyrir því að inntökuprófin verði víðar. Staðir á borð við Ísafjörð, Egilsstaði og Höfn í Hornafirði hafa reynslu af því að veita háskólaþjónustu og að sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands. Það er mönnunarvandi á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, af hverju erum við ekki að sækja þetta fólk þar sem það býr? Það að inntökuprófið verði næst bæði haldið á Akureyri og í Reykjavík er stór sigur fyrir stúdenta á landsbyggðinni og verður markið sett á að prófið verði haldið víðar í framtíðinni. Þetta er enn eitt dæmið um það að Vaka virkar, og við vökuliðar munum halda áfram að berjast fyrir raunverulegum og áþreifanlegum hagsmunum stúdenta. Höfundur er sviðsráðsforseti heilbrigðisvísindasviðs og situr í stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Vöku – félag lýðræðissinnaðra stúdenta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Inntökuprófið í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði er með stærri prófum sem haldin eru á Íslandi. Alls mættu 363 manns árið 2024 í inntökuprófið í þeirri von um að fá brautargengi í virtu og góðu námi við Háskóla Íslands. Það liggur í augum uppi að baráttan er ansi hörð, þar sem aðeins eru um 110 sæti í boði, 75 í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði. Eins og próftökunni var háttað þá þurftu próftakar að ferðast til Reykjavíkur til þess að þreyta prófið. Prófinu er skipt upp í sex hluta og þeir teknir á tveimur dögum. Ekki nóg með það að nemar á landsbyggðinni þurfi að standa straum af ferða- og öðrum tilfallandi kostnaði og verða sér úti um gistingu, þá eru einnig til þess dæmi að hópar fólks hreinlega missi af inntökuprófinu vegna veðurfars og niðurfelldum flugferðum. Prófið er staðpróf sem lagt er fyrir í rafræna prófakerfinu Inspera og því er hægt að heimfæra það hvar sem er, svo lengi sem prófverðir og viðeigandi aðstaða séu til staðar. Er ekki borðliggjandi að halda prófið víðar en í höfuðborginni? Þann 12. nóvember síðastliðin samþykkti Stúdentaráð Háskóla Íslands tillögu mína þess efnis að Stúdentaráð ætti að beita sér fyrir því að haldið verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði á fleiri stöðum en í Reykjavík. Henni var fylgt eftir af skrifstofu Stúdentaráði Háskóla Íslands undir stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og því er fagnaðarerindi að greina frá því að nú í vor verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði einnig haldið á Akureyri. Þetta er gríðarstór sigur fyrir réttindabaráttu stúdenta en hvergi nærri fullnaðarsigur. Enn eru margir sem þurfa að standa í ferðalögum og greiða vænar upphæðir til þess að elta draumana sína. Vaka og ég munum áfram beita okkur fyrir því að inntökuprófin verði víðar. Staðir á borð við Ísafjörð, Egilsstaði og Höfn í Hornafirði hafa reynslu af því að veita háskólaþjónustu og að sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands. Það er mönnunarvandi á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, af hverju erum við ekki að sækja þetta fólk þar sem það býr? Það að inntökuprófið verði næst bæði haldið á Akureyri og í Reykjavík er stór sigur fyrir stúdenta á landsbyggðinni og verður markið sett á að prófið verði haldið víðar í framtíðinni. Þetta er enn eitt dæmið um það að Vaka virkar, og við vökuliðar munum halda áfram að berjast fyrir raunverulegum og áþreifanlegum hagsmunum stúdenta. Höfundur er sviðsráðsforseti heilbrigðisvísindasviðs og situr í stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Vöku – félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun