„Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 21:00 Þegar fólk hugsar um gigt þá sér það oft fyrir sér gráhært fólk komið af miðjum aldri sem kvartar undan verkjum og stirðleika í liðum. Það er hins vegar ekki sú mynd sem við sjáum í Gigtarfélagi Íslands. Sannleikurinn er sá að liðagigt getur lagst á fólk á öllum aldri, jafnvel ungabörn. Margvíslegar tegundir liðagigtar eru til og sumar geta haft áhrif á unga einstaklinga jafnt sem eldri. En hvað er liðagigt, hverjir eru orsakavaldarnir, og hvernig er hægt að draga úr áhrifum hennar? Hvað er liðagigt? Liðagigt er samheiti yfir fjölda sjúkdóma sem valda bólgu og verkjum í liðum. Algengasta tegundin er slitgigt, sem stafar af niðurbroti brjósks í liðum. Aðrar algengar tegundir eru Iktsýki sem er í raun sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur bólgu í liðum, sóraliðagigt og þvagsýrugigt sem orsakast af þvagsýrukristöllum í liðum. Einkenni liðagigtar Liðagigt getur birst á mismunandi hátt eftir tegund hennar, en helstu einkenni eru: Verkir og bólga í liðum Stirðleiki, sérstaklega á morgnana Minnkuð hreyfigeta Þreyta og almenn vanlíðan Rauðir og heitir liðir Ef þessi einkenni koma fram, þá er mælt með að leita til læknis. Ef fólk er með verki er best að fara til heimilislæknis og til að fá greiningu á vandamálinu og tilvísun til gigtarlæknis ef grunur er um gigt. Snemmgreining er mikilvæg og því er skiptir miklu máli að fresta því ekki að fara til læknis. Hvað er hægt að gera? Lífsstíll hefur mikla þýðingu fyrir heilsu liða. Hér eru nokkrar leiðir til að draga úr líkum á liðagigt og létta á einkennum: Hreyfing: Regluleg hreyfing með litlu álagi á liði, eins og sund, hjólreiðar og yoga getur stutt við liðheilsu. Hollt mataræði: Mataræði sem er ríkt af omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum og D-vítamíni getur minnkað bólgu. Forðast reykingar: Reykingar geta aukið líkur á iktsýki og gert einkenni verri. Líkamsþyngd: Offita eykur álag á liði, sérstaklega í hnjám, ökklum og mjöðmum. Niðurstaða Enginn er "of ungur" til að fá liðagigt, og mikilvægt er að vera vakandi fyrir einkennum, sama á hvaða aldri þú ert. Með réttum forvörnum og heilbrigðum lífsstíl er hægt að draga verulega úr áhrifum sjúkdómsins og lifa virku og betra lífi. Gigtarfélag Íslands býður upp á stuðning við fólk sem greinist með gigtarsjúkdóma, sem það fær ekki í heilbrigðiskerfinu. Félagið er með ýmsa jafningjastuðningshópa. Liðagigtarhópur var stofnaður nýlega á Facebook fyrir félaga í Gigtarfélaginu. Jafningjastuðningshópar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í stuðningi við fólk með gigtarsjúkdóma. Það er ómetanlegt að geta talað við fólk í sömu stöðu sem skilur nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum. Yfirleitt gengur meðferð fólks vel og getur verið ómetanlegt að læra af þeim sem eru komnir lengra í ferlinu og fá þannig nýja von og kraft til að berjast fyrir betri heilsu og vera virkur í eigin meðferð. Fyrsti fundur liðagigtarhópsins er sunnudaginn 2. febrúar og er hægt að finna upplýsingar um stað og stund á Facebooksíðu og heimasíðu Gigtarfélagsins. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk hugsar um gigt þá sér það oft fyrir sér gráhært fólk komið af miðjum aldri sem kvartar undan verkjum og stirðleika í liðum. Það er hins vegar ekki sú mynd sem við sjáum í Gigtarfélagi Íslands. Sannleikurinn er sá að liðagigt getur lagst á fólk á öllum aldri, jafnvel ungabörn. Margvíslegar tegundir liðagigtar eru til og sumar geta haft áhrif á unga einstaklinga jafnt sem eldri. En hvað er liðagigt, hverjir eru orsakavaldarnir, og hvernig er hægt að draga úr áhrifum hennar? Hvað er liðagigt? Liðagigt er samheiti yfir fjölda sjúkdóma sem valda bólgu og verkjum í liðum. Algengasta tegundin er slitgigt, sem stafar af niðurbroti brjósks í liðum. Aðrar algengar tegundir eru Iktsýki sem er í raun sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur bólgu í liðum, sóraliðagigt og þvagsýrugigt sem orsakast af þvagsýrukristöllum í liðum. Einkenni liðagigtar Liðagigt getur birst á mismunandi hátt eftir tegund hennar, en helstu einkenni eru: Verkir og bólga í liðum Stirðleiki, sérstaklega á morgnana Minnkuð hreyfigeta Þreyta og almenn vanlíðan Rauðir og heitir liðir Ef þessi einkenni koma fram, þá er mælt með að leita til læknis. Ef fólk er með verki er best að fara til heimilislæknis og til að fá greiningu á vandamálinu og tilvísun til gigtarlæknis ef grunur er um gigt. Snemmgreining er mikilvæg og því er skiptir miklu máli að fresta því ekki að fara til læknis. Hvað er hægt að gera? Lífsstíll hefur mikla þýðingu fyrir heilsu liða. Hér eru nokkrar leiðir til að draga úr líkum á liðagigt og létta á einkennum: Hreyfing: Regluleg hreyfing með litlu álagi á liði, eins og sund, hjólreiðar og yoga getur stutt við liðheilsu. Hollt mataræði: Mataræði sem er ríkt af omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum og D-vítamíni getur minnkað bólgu. Forðast reykingar: Reykingar geta aukið líkur á iktsýki og gert einkenni verri. Líkamsþyngd: Offita eykur álag á liði, sérstaklega í hnjám, ökklum og mjöðmum. Niðurstaða Enginn er "of ungur" til að fá liðagigt, og mikilvægt er að vera vakandi fyrir einkennum, sama á hvaða aldri þú ert. Með réttum forvörnum og heilbrigðum lífsstíl er hægt að draga verulega úr áhrifum sjúkdómsins og lifa virku og betra lífi. Gigtarfélag Íslands býður upp á stuðning við fólk sem greinist með gigtarsjúkdóma, sem það fær ekki í heilbrigðiskerfinu. Félagið er með ýmsa jafningjastuðningshópa. Liðagigtarhópur var stofnaður nýlega á Facebook fyrir félaga í Gigtarfélaginu. Jafningjastuðningshópar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í stuðningi við fólk með gigtarsjúkdóma. Það er ómetanlegt að geta talað við fólk í sömu stöðu sem skilur nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum. Yfirleitt gengur meðferð fólks vel og getur verið ómetanlegt að læra af þeim sem eru komnir lengra í ferlinu og fá þannig nýja von og kraft til að berjast fyrir betri heilsu og vera virkur í eigin meðferð. Fyrsti fundur liðagigtarhópsins er sunnudaginn 2. febrúar og er hægt að finna upplýsingar um stað og stund á Facebooksíðu og heimasíðu Gigtarfélagsins. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun