Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar 3. febrúar 2025 07:30 Það fór eins og við mörg óttuðumst. Verkföll eru skollin á aftur. Ég er því miður ekki hissa. Í fyrsta lagi: Ríkissáttasemjari sýndi glannaskap með því að leggja fram innanhússtillögu sem (miðað við hans eigin lýsingu) virðist ekki hafa átt nokkurn einasta möguleika á að hljóta brautargengi. Í öðru lagi: Ríkisstjórnin hefur sýnt furðulegt andvaraleysi og rauk af stað með bægslagangi á lokametrunum og þá sem einhverskonar undirleikari við ónýta tillögu sáttasemjara. Í þriðja lagi: Með samningsvilja hefðu sveitarfélög og ríki eflaust getað bjargað í horn yfir helgina en full ástæða er til að ætla að Samband íslenskra sveitarfélaga sé vanhæft og óviljugt til að gera samninga. Skoðum þetta lið fyrir lið. Ríkissáttasemjari reyndi í annað skipti á nokkrum vikum að fresta átökum með vísan í það að aðilar myndu reyna að halda áfram að leysa deiluna. Hann getur reynt að leggja tillöguna beint í dóm félagsmanna KÍ en mun líklega ekki gera það. Hann veit mætavel að ef forysta KÍ hefði talið hægt að samþykkja tillöguna og fá það staðfest hjá félagsfólki – hefði málið verið klárað þannig. Tillagan hefur einfaldlega ekki verið nógu góð. Hún hefur ekki náð að skapa traust á milli aðila sem fyrir löngu (að minnsta kosti okkar megin) eru búnir að gefa upp von um það að viðsemjandinn komi fram í góðri trú. Hún hefur ekki innihaldið nein raunhæf skref í átt að því að brúa launabilið sem samið var um að leiðrétta. Það er eins og Sáttasemjari átti sig ekki á því að þegar samningsaðili hefur kerfisbundið og vísvitandi gengið á bak orða sinna, þá fækkar það þeim kostum á borðinu sem byggja á trausti. Tillagan var of lítið, of seint. Það var ljóst fyrir helgi að þetta væri ólíkleg lausn og því steig forsætisráðherra fram og hálfpartinn lagði sig að veði fyrir því að farið yrði í vinnuna af heilindum. Aftur, of lítið – of seint. Ég get svo sem alveg trúað því að forsætisráðherra sé að einhverju leyti heil í þessu máli – en það er ekki nóg til þess að kennarar treysti ríkisstjórninni. Annar tveggja samstarfsflokka forsætisráðherra hefur lítið gert síðustu ár annað en að gera lítið úr kennurum (hann fékk menntamálaráðuneytið) og formaður hins flokksins var menntamálaráðherra þegar stjórnvöld bjuggu til vandann sem við glímum við í dag með því að setja lög á kjaradeilur. Áður en það var gert bentu allar spár til þess að kennaraskortur yrði enginn. Það er enn blóðlykt á göngum íslenskra skóla vegna svöðusársins sem til varð í æðakerfi menntakerfisins í kjölfar þeirrar ákvörðunar. Forsætisráðherra hefur sjálf enga inneign hjá kennurum því hún og flokkur hennar hafa látið eins og þeir séu ekki til þótt ástandið hafi verið alvarlegt mánuðum saman. Þau hafa haft plan um allt annað en það sem augljóslega þurfti að fást við á fyrstu metrum nýrrar ríkisstjórnar. Það er ekki sannfærandi að lífvænlegt plan verði til á hálfri viku (eða hver sem tíminn var sem stjórnvöld gáfu sér meðan aðrir héldu áfram að paunkast á kennurum með því að draga þá af tilefnislausu fyrir dómstóla). Það er löngu orðið ljóst að Samband íslenskra sveitarfélaga er vanhæft til að takast á við það verkefni sem fyrir hendi er. Þótt andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafi á yfirborðinu misst þar tögl og hagldir verður enginn lausn fundin nema pólitískir andstæðingar þar innanborðs gangi saman í takt. Nú er það svo að stjórnmálaflokkarnir geta ekki einu sinni komið sér saman um herbergjaskiptingu á Alþingi öðruvísi en að beita hótunum. Þau sveitarfélög sem lúta stjórn Sjálfstæðisflokksins vilja ekki, munu ekki – og ætla ekki að semja við kennara svo lengi sem þeir geta þvælt málið inni í Sambandinu. Þeir munu alltaf segja: „nei“ við raunhæfum lausnum og virðast hafa gert það á ögurstundu í gær og þar með hindrað að komið yrði í veg fyrir verkföll. Allherjarverkföll breyta engu í því sambandi. Krafa þessara sveitarfélaga er ekki um samninga – heldur lögsóknir eða lagasetningu. Skaðann, sem af því síðarnefnda yrði, mætti mæla í megatonnum. Það myndi höggva slagæðina í tvennt. Það finnst sumum í íslenskri pólitík bara ágæt hugmynd því, eins og málskviðurinn segir, heimskir menn hika ekki við að brenna samfélag sitt til grunna í því skyni að drottna yfir öskunni. Sömu heimsku menn þekkja eflaust einhvern vatnsgreiddan, jakkafataklæddan glassúrsnúð sem hefur sagt þeim að það sé til app sem leysi málið. Ég minni á að ríkið er aðili að deilunni og því þarf það að stíga mjög varlega til jarðar til að forðast hagsmunaárekstra. Lagasetning í nafni stöðugleika væri ekki aðeins siðlaus, heldur hlægileg. Það væri eins bygging vöruskemmu í garðinum við fjölbýlishús í nafni útsýnis eða álagning verndartolla í nafni baráttunnar við verðbólgu. Þetta er allt eitthvað sem stjórnmálamönnum gæti dottið í hug að segja (og jafnvel gera) en er álíka árangursríkt og aflimun til að losna við líkþorn. Kennarar hafa reynt að takmarka verkföll. Forystan hefur einnig augljóslega verið til umræðu um bæði stutt og löng skref, svo lengi sem markið er sett á raunhæfar efndir en ekki óraunhæf loforð eða fagurgala. Það virðast öll sund vera lokuð. Nema kannski eitt. Augljósa leiðin áfram er að þau sveitarfélög sem um helgina voru raunverulega til í að reyna að ná sáttum eða hafa áttað sig á því að þau hafa sömu hagsmunir og kennarar að því að ná lendinu – að þau geri bara samninga sjálf. Þau mega það alveg. Annað hvort í samfloti eða hvert fyrir sig. Ríkið geri það sama. Þau sveitarfélög sem annað hvort eru svo illa rekin að þau munu neita öllum raunhæfum tilboðum hvort eð er til þess að þurfa ekki að standa við skuldbindingar sínar fjárhagslega – eða þau sem sjá kennaraverkföll sem frábæra leið til að auka vanda ríkisstjórnar sem hefur aldeilis farið haltrandi gegnum fyrstu vikurnar – þau sitji ein í súpunni. Kennarar geta þá beint verkföllum sínum að þeim sérstaklega. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það fór eins og við mörg óttuðumst. Verkföll eru skollin á aftur. Ég er því miður ekki hissa. Í fyrsta lagi: Ríkissáttasemjari sýndi glannaskap með því að leggja fram innanhússtillögu sem (miðað við hans eigin lýsingu) virðist ekki hafa átt nokkurn einasta möguleika á að hljóta brautargengi. Í öðru lagi: Ríkisstjórnin hefur sýnt furðulegt andvaraleysi og rauk af stað með bægslagangi á lokametrunum og þá sem einhverskonar undirleikari við ónýta tillögu sáttasemjara. Í þriðja lagi: Með samningsvilja hefðu sveitarfélög og ríki eflaust getað bjargað í horn yfir helgina en full ástæða er til að ætla að Samband íslenskra sveitarfélaga sé vanhæft og óviljugt til að gera samninga. Skoðum þetta lið fyrir lið. Ríkissáttasemjari reyndi í annað skipti á nokkrum vikum að fresta átökum með vísan í það að aðilar myndu reyna að halda áfram að leysa deiluna. Hann getur reynt að leggja tillöguna beint í dóm félagsmanna KÍ en mun líklega ekki gera það. Hann veit mætavel að ef forysta KÍ hefði talið hægt að samþykkja tillöguna og fá það staðfest hjá félagsfólki – hefði málið verið klárað þannig. Tillagan hefur einfaldlega ekki verið nógu góð. Hún hefur ekki náð að skapa traust á milli aðila sem fyrir löngu (að minnsta kosti okkar megin) eru búnir að gefa upp von um það að viðsemjandinn komi fram í góðri trú. Hún hefur ekki innihaldið nein raunhæf skref í átt að því að brúa launabilið sem samið var um að leiðrétta. Það er eins og Sáttasemjari átti sig ekki á því að þegar samningsaðili hefur kerfisbundið og vísvitandi gengið á bak orða sinna, þá fækkar það þeim kostum á borðinu sem byggja á trausti. Tillagan var of lítið, of seint. Það var ljóst fyrir helgi að þetta væri ólíkleg lausn og því steig forsætisráðherra fram og hálfpartinn lagði sig að veði fyrir því að farið yrði í vinnuna af heilindum. Aftur, of lítið – of seint. Ég get svo sem alveg trúað því að forsætisráðherra sé að einhverju leyti heil í þessu máli – en það er ekki nóg til þess að kennarar treysti ríkisstjórninni. Annar tveggja samstarfsflokka forsætisráðherra hefur lítið gert síðustu ár annað en að gera lítið úr kennurum (hann fékk menntamálaráðuneytið) og formaður hins flokksins var menntamálaráðherra þegar stjórnvöld bjuggu til vandann sem við glímum við í dag með því að setja lög á kjaradeilur. Áður en það var gert bentu allar spár til þess að kennaraskortur yrði enginn. Það er enn blóðlykt á göngum íslenskra skóla vegna svöðusársins sem til varð í æðakerfi menntakerfisins í kjölfar þeirrar ákvörðunar. Forsætisráðherra hefur sjálf enga inneign hjá kennurum því hún og flokkur hennar hafa látið eins og þeir séu ekki til þótt ástandið hafi verið alvarlegt mánuðum saman. Þau hafa haft plan um allt annað en það sem augljóslega þurfti að fást við á fyrstu metrum nýrrar ríkisstjórnar. Það er ekki sannfærandi að lífvænlegt plan verði til á hálfri viku (eða hver sem tíminn var sem stjórnvöld gáfu sér meðan aðrir héldu áfram að paunkast á kennurum með því að draga þá af tilefnislausu fyrir dómstóla). Það er löngu orðið ljóst að Samband íslenskra sveitarfélaga er vanhæft til að takast á við það verkefni sem fyrir hendi er. Þótt andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafi á yfirborðinu misst þar tögl og hagldir verður enginn lausn fundin nema pólitískir andstæðingar þar innanborðs gangi saman í takt. Nú er það svo að stjórnmálaflokkarnir geta ekki einu sinni komið sér saman um herbergjaskiptingu á Alþingi öðruvísi en að beita hótunum. Þau sveitarfélög sem lúta stjórn Sjálfstæðisflokksins vilja ekki, munu ekki – og ætla ekki að semja við kennara svo lengi sem þeir geta þvælt málið inni í Sambandinu. Þeir munu alltaf segja: „nei“ við raunhæfum lausnum og virðast hafa gert það á ögurstundu í gær og þar með hindrað að komið yrði í veg fyrir verkföll. Allherjarverkföll breyta engu í því sambandi. Krafa þessara sveitarfélaga er ekki um samninga – heldur lögsóknir eða lagasetningu. Skaðann, sem af því síðarnefnda yrði, mætti mæla í megatonnum. Það myndi höggva slagæðina í tvennt. Það finnst sumum í íslenskri pólitík bara ágæt hugmynd því, eins og málskviðurinn segir, heimskir menn hika ekki við að brenna samfélag sitt til grunna í því skyni að drottna yfir öskunni. Sömu heimsku menn þekkja eflaust einhvern vatnsgreiddan, jakkafataklæddan glassúrsnúð sem hefur sagt þeim að það sé til app sem leysi málið. Ég minni á að ríkið er aðili að deilunni og því þarf það að stíga mjög varlega til jarðar til að forðast hagsmunaárekstra. Lagasetning í nafni stöðugleika væri ekki aðeins siðlaus, heldur hlægileg. Það væri eins bygging vöruskemmu í garðinum við fjölbýlishús í nafni útsýnis eða álagning verndartolla í nafni baráttunnar við verðbólgu. Þetta er allt eitthvað sem stjórnmálamönnum gæti dottið í hug að segja (og jafnvel gera) en er álíka árangursríkt og aflimun til að losna við líkþorn. Kennarar hafa reynt að takmarka verkföll. Forystan hefur einnig augljóslega verið til umræðu um bæði stutt og löng skref, svo lengi sem markið er sett á raunhæfar efndir en ekki óraunhæf loforð eða fagurgala. Það virðast öll sund vera lokuð. Nema kannski eitt. Augljósa leiðin áfram er að þau sveitarfélög sem um helgina voru raunverulega til í að reyna að ná sáttum eða hafa áttað sig á því að þau hafa sömu hagsmunir og kennarar að því að ná lendinu – að þau geri bara samninga sjálf. Þau mega það alveg. Annað hvort í samfloti eða hvert fyrir sig. Ríkið geri það sama. Þau sveitarfélög sem annað hvort eru svo illa rekin að þau munu neita öllum raunhæfum tilboðum hvort eð er til þess að þurfa ekki að standa við skuldbindingar sínar fjárhagslega – eða þau sem sjá kennaraverkföll sem frábæra leið til að auka vanda ríkisstjórnar sem hefur aldeilis farið haltrandi gegnum fyrstu vikurnar – þau sitji ein í súpunni. Kennarar geta þá beint verkföllum sínum að þeim sérstaklega. Höfundur er kennari.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun