Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 09:02 Doncic-feðgarnir á góðri stundu eftir að Dallas Mavericks unnu úrslitaeinvígi vesturdeildar NBA-deildarinnar í fyrra. Getty/David Berding Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. Körfuboltaheimurinn er enn í sjokki eftir að Dallas skipti við LA Lakers á Doncic og Anthony Davis, í sennilega óvæntustu viðskiptum NBA-sögunnar. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Sasa Doncic, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu, og síðar þjálfari, hefur fylgst með syni sínum vaxa og dafna í Dallas í sex og hálft ár. Nú mun Luka, sem er 25 ára gamall, hins vegar halda til borgar englanna og Sasa á erfitt með að kaupa rökin fyrir því hjá eigendum Dallas. Bar virðingu fyrir borginni og hjálpaði börnum „Ég skil að það geti komið að því að menn greini á um ákveðna hugmyndafræði. Að mönnum líki ekki við þennan eða hinn leikmanninn, allt í góðu, ég skil það. En þessi leyndarhyggja, eða jafnvel hræsni hjá ákveðnum einstaklingum, særir mig,“ sagði Sasa í slóvensku sjónvarpi og hélt áfram: „Því að mínu mati þá á Luka þetta ekki skilið. Í ljósi þess hvernig hann að mínu viti fórnaði sér gjörsamlega, og jafnvel þess sem einhver er að segja núna um að hann vilji biðjast afsökunar á því sem þeir eru að gera. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt hjá ákveðnum einstaklingum því ég veit að Luka bar mikla virðingu fyrir Dallas. Hann bar virðingu fyrir allri borginni, hjálpaði börnum. Það stóð aldrei á honum að heimsækja sjúkrahús eða munaðarleysingjahæli, eða að fara á allar þessar góðgerðasamkomur,“ sagði Sasa. Luka Doncic hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Dallas Mavericks.Getty/Ron Jenkins Þó að Luka sjálfur hafi nú sagst ætla að horfa fram á veginn þá er pabbi hans greinilega ósáttur með hvernig farið er með manninn sem kom Dallas í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð. Rætt hefur verið um að meiðsli Slóvenans hafi haft eitthvað að segja um skiptin en Sasa blæs á það. „Það voru engin vandamál á síðustu leiktíð, þó að einn aðili segði að hann væri ekki í nógu góðu standi. Hann spilaði hvað, hundrað leiki, og nánast 40 mínútur í hverjum leik með tvo eða þrjá menn á sér allan tímann. Hann var tuskaður til og samt segja menn eitthvað svona. Mér finnst ákveðnir aðilar hafa verið mjög ósanngjarnir. Þið skiptuð honum út, standið við ykkar ákvörðun og ekki leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Sasa Doncic. NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Körfuboltaheimurinn er enn í sjokki eftir að Dallas skipti við LA Lakers á Doncic og Anthony Davis, í sennilega óvæntustu viðskiptum NBA-sögunnar. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Sasa Doncic, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu, og síðar þjálfari, hefur fylgst með syni sínum vaxa og dafna í Dallas í sex og hálft ár. Nú mun Luka, sem er 25 ára gamall, hins vegar halda til borgar englanna og Sasa á erfitt með að kaupa rökin fyrir því hjá eigendum Dallas. Bar virðingu fyrir borginni og hjálpaði börnum „Ég skil að það geti komið að því að menn greini á um ákveðna hugmyndafræði. Að mönnum líki ekki við þennan eða hinn leikmanninn, allt í góðu, ég skil það. En þessi leyndarhyggja, eða jafnvel hræsni hjá ákveðnum einstaklingum, særir mig,“ sagði Sasa í slóvensku sjónvarpi og hélt áfram: „Því að mínu mati þá á Luka þetta ekki skilið. Í ljósi þess hvernig hann að mínu viti fórnaði sér gjörsamlega, og jafnvel þess sem einhver er að segja núna um að hann vilji biðjast afsökunar á því sem þeir eru að gera. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt hjá ákveðnum einstaklingum því ég veit að Luka bar mikla virðingu fyrir Dallas. Hann bar virðingu fyrir allri borginni, hjálpaði börnum. Það stóð aldrei á honum að heimsækja sjúkrahús eða munaðarleysingjahæli, eða að fara á allar þessar góðgerðasamkomur,“ sagði Sasa. Luka Doncic hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Dallas Mavericks.Getty/Ron Jenkins Þó að Luka sjálfur hafi nú sagst ætla að horfa fram á veginn þá er pabbi hans greinilega ósáttur með hvernig farið er með manninn sem kom Dallas í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð. Rætt hefur verið um að meiðsli Slóvenans hafi haft eitthvað að segja um skiptin en Sasa blæs á það. „Það voru engin vandamál á síðustu leiktíð, þó að einn aðili segði að hann væri ekki í nógu góðu standi. Hann spilaði hvað, hundrað leiki, og nánast 40 mínútur í hverjum leik með tvo eða þrjá menn á sér allan tímann. Hann var tuskaður til og samt segja menn eitthvað svona. Mér finnst ákveðnir aðilar hafa verið mjög ósanngjarnir. Þið skiptuð honum út, standið við ykkar ákvörðun og ekki leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Sasa Doncic.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn