Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 11:45 Robin van Persie tók við Heerenveen í sumar. Getty Robin van Persie var skiljanlega hundóánægður eftir „óhugsandi“ mistök dómara í leik Heerenveen og Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Leikmenn Fortuna náðu í stutta stund undir lok leiks að vera tólf saman á vellinum. Heerenveen var 2-1 yfir þegar komið var fram á 88. mínútu en þá gerði Fortuna tvöfalda skiptingu. Darijo Grujcic og Owen Johnson komu inn á og Ryan Fosso og Jasper Dahlhaus áttu að fara af velli. Hins vegar hætti Dahlhaus við að fara af vellinum og náði að spila í næstum heila mínútu áður en hann var skikkaður til að yfirgefa völlinn. Og mínútu síðar tókst Fortuna að jafna metin upp úr hornspyrnu. Van Persie, sem stýrir Heerenveen, er í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi en hefur upplifað ýmislegt í gegnum árin, til að mynda sem leikmaður Arsenal og Manchester United. Hann kveðst þó aldrei hafa orðið vitni að öðru eins hneyksli og þessu. „Mér fannst það sem gerðist í aðdraganda marksins vera mjög sérstakt. Fortuna Sittard var með 12 menn á vellinum í mínútu áður en þeir fengu þetta innkast. Þetta virðist vera mögulegt án afleiðinga. Maður getur ekki ímyndað sér að svona gerist. Þetta er einfaldlega ekki í lagi,“ sagði Van Persie. „Ég legg það ekki í vana minn að ræða við dómarana og leyfi þeim alltaf að sinna sínu starfi, en þeir geta ekki mátt spila með tólf menn. Það er óhugsandi. Þess vegna sagði ég við fjórða dómarann: „Ættir þú ekki að gera eitthvað í þessu?““ Van Persie var svo spurður hvað hann teldi að ætti að gera í málinu, úr því sem komið er: „Það væri til dæmis hægt að dæma markið ógilt. Það má ekkert spila með tólf menn gegn ellefu. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Hollendingurinn. Hollenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga Sjá meira
Heerenveen var 2-1 yfir þegar komið var fram á 88. mínútu en þá gerði Fortuna tvöfalda skiptingu. Darijo Grujcic og Owen Johnson komu inn á og Ryan Fosso og Jasper Dahlhaus áttu að fara af velli. Hins vegar hætti Dahlhaus við að fara af vellinum og náði að spila í næstum heila mínútu áður en hann var skikkaður til að yfirgefa völlinn. Og mínútu síðar tókst Fortuna að jafna metin upp úr hornspyrnu. Van Persie, sem stýrir Heerenveen, er í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi en hefur upplifað ýmislegt í gegnum árin, til að mynda sem leikmaður Arsenal og Manchester United. Hann kveðst þó aldrei hafa orðið vitni að öðru eins hneyksli og þessu. „Mér fannst það sem gerðist í aðdraganda marksins vera mjög sérstakt. Fortuna Sittard var með 12 menn á vellinum í mínútu áður en þeir fengu þetta innkast. Þetta virðist vera mögulegt án afleiðinga. Maður getur ekki ímyndað sér að svona gerist. Þetta er einfaldlega ekki í lagi,“ sagði Van Persie. „Ég legg það ekki í vana minn að ræða við dómarana og leyfi þeim alltaf að sinna sínu starfi, en þeir geta ekki mátt spila með tólf menn. Það er óhugsandi. Þess vegna sagði ég við fjórða dómarann: „Ættir þú ekki að gera eitthvað í þessu?““ Van Persie var svo spurður hvað hann teldi að ætti að gera í málinu, úr því sem komið er: „Það væri til dæmis hægt að dæma markið ógilt. Það má ekkert spila með tólf menn gegn ellefu. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Hollendingurinn.
Hollenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga Sjá meira