Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2025 16:15 Lögreglan var vopnuð skotvopnum þegar forseti Úkraínu kom hingað til lands og hitti forsætisráðherra Norðurlandanna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota. Þá hefur vopnaburður meðal almennings aukist og lögreglumenn lenda oftar í hættulegum aðstæðum en áður, en vopnatilkynningum til lögreglu hefur fjölgað verulega á umliðnum árum. „Fáliðuð lögregla ógnar öryggi fólksins í landinu sem og lögreglumannanna sjálfra. Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að bæta úr þessu og leggja aukna áherslu á öryggismál og öfluga löggæslu um land allt. Með fjölgun lögreglumanna verður almenn löggæsla efld til muna og svigrúm skapað til að taka á skipulagðri brotastarfsemi af meiri þunga,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Aðgerðir til fjölgunar á þessu ári Stöðugildum innan lögreglu verður fjölgað þegar á þessu ári og leitað leiða til þess að ráða sem fyrst í þær stöður. Til þess að ná fram raunfjölgun starfsmanna verður nemendum í lögreglufræðum fjölgað og brugðist við brottfalli lögreglumanna úr starfi. Lagt er til að strax á þessu ári verði allt að 95 nemendur teknir inn í lögreglunám, að því gefnu að þeir standist inntökuskilyrði. Greina þurfi ástæður brottfalls úr lögreglunni og leita leiða til að snúa vörn í sókn í þeim efnum. Lagt er til að lögregluráði verði falið að setja af stað verkefni til þess að fá aftur til starfa lögreglumenn sem horfið hafa frá starfi, sem verði síðan nánar útfært og framkvæmt í hverju embætti fyrir sig. Aðgerðir til lengri tíma til eflingar lögreglu Til lengri tíma er lagt til að ráðist verði í nokkur verkefni til þess að ná fram varanlegum umbótum í starfsemi lögreglu. Endurnýja þarf og gefa út nýja löggæsluáætlun og greina þarf starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu. Dómsmálaráðuneytið gaf út löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem mörkuð var almenn stefna í löggæslumálum og lagðar fram leiðir til þess að kortleggja og greina stöðuna í löggæslumálum hverju sinni. Með löggæsluáætluninni voru settir fram mælikvarðar og markmið varðandi þjónustu- og öryggisstig og innri málefni lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf síðan út skýrslu um greiningu á mannaflaþörf lögreglu fram til ársins 2035. Á grundvelli þessara greininga er mikilvægt að marka stefnu og gefa út nýja löggæsluáætlunar á árinu 2025. Gera þarf greiningu á starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu, með það að markmiði að ná fram umbótum til lengri tíma. Markmið þessarar aðgerðar er fyrst og fremst að skoða leiðir til umbóta og hagræðingar sem fela ekki í sér útgjöld, en gætu skilað auknum málshraða og hagræðingu í starfsemi lögreglu til lengri tíma, segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota. Þá hefur vopnaburður meðal almennings aukist og lögreglumenn lenda oftar í hættulegum aðstæðum en áður, en vopnatilkynningum til lögreglu hefur fjölgað verulega á umliðnum árum. „Fáliðuð lögregla ógnar öryggi fólksins í landinu sem og lögreglumannanna sjálfra. Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að bæta úr þessu og leggja aukna áherslu á öryggismál og öfluga löggæslu um land allt. Með fjölgun lögreglumanna verður almenn löggæsla efld til muna og svigrúm skapað til að taka á skipulagðri brotastarfsemi af meiri þunga,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Aðgerðir til fjölgunar á þessu ári Stöðugildum innan lögreglu verður fjölgað þegar á þessu ári og leitað leiða til þess að ráða sem fyrst í þær stöður. Til þess að ná fram raunfjölgun starfsmanna verður nemendum í lögreglufræðum fjölgað og brugðist við brottfalli lögreglumanna úr starfi. Lagt er til að strax á þessu ári verði allt að 95 nemendur teknir inn í lögreglunám, að því gefnu að þeir standist inntökuskilyrði. Greina þurfi ástæður brottfalls úr lögreglunni og leita leiða til að snúa vörn í sókn í þeim efnum. Lagt er til að lögregluráði verði falið að setja af stað verkefni til þess að fá aftur til starfa lögreglumenn sem horfið hafa frá starfi, sem verði síðan nánar útfært og framkvæmt í hverju embætti fyrir sig. Aðgerðir til lengri tíma til eflingar lögreglu Til lengri tíma er lagt til að ráðist verði í nokkur verkefni til þess að ná fram varanlegum umbótum í starfsemi lögreglu. Endurnýja þarf og gefa út nýja löggæsluáætlun og greina þarf starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu. Dómsmálaráðuneytið gaf út löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem mörkuð var almenn stefna í löggæslumálum og lagðar fram leiðir til þess að kortleggja og greina stöðuna í löggæslumálum hverju sinni. Með löggæsluáætluninni voru settir fram mælikvarðar og markmið varðandi þjónustu- og öryggisstig og innri málefni lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf síðan út skýrslu um greiningu á mannaflaþörf lögreglu fram til ársins 2035. Á grundvelli þessara greininga er mikilvægt að marka stefnu og gefa út nýja löggæsluáætlunar á árinu 2025. Gera þarf greiningu á starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu, með það að markmiði að ná fram umbótum til lengri tíma. Markmið þessarar aðgerðar er fyrst og fremst að skoða leiðir til umbóta og hagræðingar sem fela ekki í sér útgjöld, en gætu skilað auknum málshraða og hagræðingu í starfsemi lögreglu til lengri tíma, segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði