Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. febrúar 2025 07:02 Nico Harrison - framkvæmdastjóri Dallas, Dereck Liverly, Jason Kidd - þjálfari og Luka Dončić - nýasti leikmaður Los Angeles Lakers. Ethan Miller/Getty Images Nico Harrison, framkvæmdastjóri NBA-liðsins Dallas Mavericks, tók í gikkinn á einum ótrúlegustu skiptum í sögu deildarinnar þegar Luka Dončić var skipt til Los Angeles Lakers. Harrison segir skiptin passa inn í framtíðarsýn og menningu Dallas-liðsins. Körfuboltaheimurinn nötraði um helgina þegar tilkynnt var að Los Angeles Lakers hefði fengið ofurstjörnuna Luka Dončić frá Dallas Mavericks fyrir stjörnuna – þó ekki ofurstjörnu á sama mælikvarða og Luka – Anthony Davis ásamt hinum efnilega Max Christie og fyrstu umferðar valrétti í nýliðavalinu 2029. „Það er mikilvægt að vita að ég og Jason Kidd (þjálfari Dallas) erum á sömu blaðsíðu og tölum um týpur og þá menningu sem við viljum skapa,“ sagði Harrison með Kidd sér við hlið áður en Dallas steinlá fyrir Cleveland Cavaliers, 144-101. „Þetta er marglaga. Það er fólk sem passar inn í menninguna og það er fólk sem kemur inn og bætir við menninguna. Þetta eru tveir aðskildir hlutir og ég trúi að fólkið sem er að koma inn bæti við menninguna,“ sagði Harrison jafnframt. „Þegar þú horfir á sýn liðsins og hvað Nico vill gera þá styð ég það heilshugar. Ég virkilega trúi því að leikmennirnir sem við erum að ná í geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar, að vinna meistaratitil,“ bætti Kidd síðan við. Mikið hefur verið rætt og ritað um launamál Dončić en næsta sumar hefði hann getað skrifað undir fimm ára ofur-samning við Dallas upp á 345 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma 49 milljarða íslenskra króna. Grateful for this amazing opportunity. Basketball means everything to me, and no matter where I play the game, I’ll do so with the same joy, passion and goal - to win championships. https://t.co/psfgI5o9Pn— Luka Doncic (@luka7doncic) February 2, 2025 Í viðtali við Dallas Morning News nefndi Harrison téðan samning og að það væri meðal annars ástæðan fyrir að félagið hefði ákveðið að senda Dončić til Lakers. Hefði leikmaðurinn ekki skrifað undir áðurnefndan fimm ára ofur-samning hefði hann getað farið frítt sumarið 2026. Vill Nico meina að með þessu hafi Dallas komist hjá því að annað hvort þurfa borga Dončić jafn gríðarlega háa upphæð og um er ræðir ásamt því að komast hjá því að vera með jafn mikilvægan mann í sínum röðum sem gæti farið frítt þegar tímabilinu lyki. We've seen star-studded trades before.But the Luka Dončić blockbuster ranks 𝙝𝙞𝙜𝙝 on the all-time list.https://t.co/jLVXb97puD pic.twitter.com/KuGp1YoFrA— The Athletic (@TheAthletic) February 3, 2025 „Varnir vinna titla og A.D. er einn af þeim sem við virkilega trúum að passi vel með Dereck Lively, Daniel Gafford og P.J. Washington. Þegar við horfum fram á við þá horfum við til þess að vinna núna,“ bætti Kidd við en Davis hefur lengi vel verið talinn meðal bestu varnarmanna NBA-deildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Körfuboltaheimurinn nötraði um helgina þegar tilkynnt var að Los Angeles Lakers hefði fengið ofurstjörnuna Luka Dončić frá Dallas Mavericks fyrir stjörnuna – þó ekki ofurstjörnu á sama mælikvarða og Luka – Anthony Davis ásamt hinum efnilega Max Christie og fyrstu umferðar valrétti í nýliðavalinu 2029. „Það er mikilvægt að vita að ég og Jason Kidd (þjálfari Dallas) erum á sömu blaðsíðu og tölum um týpur og þá menningu sem við viljum skapa,“ sagði Harrison með Kidd sér við hlið áður en Dallas steinlá fyrir Cleveland Cavaliers, 144-101. „Þetta er marglaga. Það er fólk sem passar inn í menninguna og það er fólk sem kemur inn og bætir við menninguna. Þetta eru tveir aðskildir hlutir og ég trúi að fólkið sem er að koma inn bæti við menninguna,“ sagði Harrison jafnframt. „Þegar þú horfir á sýn liðsins og hvað Nico vill gera þá styð ég það heilshugar. Ég virkilega trúi því að leikmennirnir sem við erum að ná í geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar, að vinna meistaratitil,“ bætti Kidd síðan við. Mikið hefur verið rætt og ritað um launamál Dončić en næsta sumar hefði hann getað skrifað undir fimm ára ofur-samning við Dallas upp á 345 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma 49 milljarða íslenskra króna. Grateful for this amazing opportunity. Basketball means everything to me, and no matter where I play the game, I’ll do so with the same joy, passion and goal - to win championships. https://t.co/psfgI5o9Pn— Luka Doncic (@luka7doncic) February 2, 2025 Í viðtali við Dallas Morning News nefndi Harrison téðan samning og að það væri meðal annars ástæðan fyrir að félagið hefði ákveðið að senda Dončić til Lakers. Hefði leikmaðurinn ekki skrifað undir áðurnefndan fimm ára ofur-samning hefði hann getað farið frítt sumarið 2026. Vill Nico meina að með þessu hafi Dallas komist hjá því að annað hvort þurfa borga Dončić jafn gríðarlega háa upphæð og um er ræðir ásamt því að komast hjá því að vera með jafn mikilvægan mann í sínum röðum sem gæti farið frítt þegar tímabilinu lyki. We've seen star-studded trades before.But the Luka Dončić blockbuster ranks 𝙝𝙞𝙜𝙝 on the all-time list.https://t.co/jLVXb97puD pic.twitter.com/KuGp1YoFrA— The Athletic (@TheAthletic) February 3, 2025 „Varnir vinna titla og A.D. er einn af þeim sem við virkilega trúum að passi vel með Dereck Lively, Daniel Gafford og P.J. Washington. Þegar við horfum fram á við þá horfum við til þess að vinna núna,“ bætti Kidd við en Davis hefur lengi vel verið talinn meðal bestu varnarmanna NBA-deildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira