Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 12:30 Líffræðilegur fjölbreytileiki er hugtak sem lýsir náttúruauð, breytileika tegunda og erfðamengi þeirra. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið mikla umfjöllun á Íslandi enda er tegundaauðgin hér á landi ekki til jafns á við frumskóga hitabeltisins, eða hvað? Til að mynda finnast hér sjö tegundir býflugna af ættkvíslinni Bombus, en aðeins tvær í Færeyjum og á Grænlandi, sem er strax áhugavert. Á höfuðborgarsvæðinu sjást þær t.d. í Hljómskálagarðinum, Elliðaárdal og í Fossvoginum, en væri ekki notalegt að sjá þær víðar? Með meiri og þéttari uppbyggingu í borginni þarf náttúran undan að láta og það er hvorki gott fyrir okkur íbúana né býflugurnar. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að lífið í borginni getur haft slæm áhrif á andlega heilsu, t.a.m. aukið líkur á kvíða og þunglyndi. Til að vinna gegn þessu er mikilvægt að fjarlægjast ekki náttúrunni, enda erum við öll hluti af henni. Í staðinn fyrir víðfeðmar grænar grasflatir og unglinga á sláttuvélum, væri ekki upplagt að bjóða velkomnar íslenskar blómategundir sem býflugum finnast ákjósanlegar. Þar má nefna gamla góða túnfífilinn, ætihvönn, sóley, mjaðjurt og bláberjalyng. Einnig mætti hvetja íbúa til að gróðursetja í sínum eigin görðum, blóm sem býflugur sækja í t.d. garðabrúðu, valurt og garðalúpínu. Fjölmargar tegundir eiga undir högg að sækja alls staðar í heiminum vegna samkeppni við okkur mannfólkið en það er okkar hagur að berjast fyrir auknum líffræðilegum fjölbreytileika. Á miðvikudag 5. febrúar kl.12:00-13:30 fer fram málþing í hátíðasal Háskóla Íslands þar sem meðal annars verður fjallað um líffræðilegan fjölbreytileika. Ég er viss um að unglingavinnan geti fundið önnur verkefni fyrir ungmenni landsins en að reyta fífla úr sprungum í gangstéttinni, og allir sem eiga aðild að máli yrðu hamingjusamari fyrir vikið. Höfundur er nemandi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Líffræðilegur fjölbreytileiki er hugtak sem lýsir náttúruauð, breytileika tegunda og erfðamengi þeirra. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið mikla umfjöllun á Íslandi enda er tegundaauðgin hér á landi ekki til jafns á við frumskóga hitabeltisins, eða hvað? Til að mynda finnast hér sjö tegundir býflugna af ættkvíslinni Bombus, en aðeins tvær í Færeyjum og á Grænlandi, sem er strax áhugavert. Á höfuðborgarsvæðinu sjást þær t.d. í Hljómskálagarðinum, Elliðaárdal og í Fossvoginum, en væri ekki notalegt að sjá þær víðar? Með meiri og þéttari uppbyggingu í borginni þarf náttúran undan að láta og það er hvorki gott fyrir okkur íbúana né býflugurnar. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að lífið í borginni getur haft slæm áhrif á andlega heilsu, t.a.m. aukið líkur á kvíða og þunglyndi. Til að vinna gegn þessu er mikilvægt að fjarlægjast ekki náttúrunni, enda erum við öll hluti af henni. Í staðinn fyrir víðfeðmar grænar grasflatir og unglinga á sláttuvélum, væri ekki upplagt að bjóða velkomnar íslenskar blómategundir sem býflugum finnast ákjósanlegar. Þar má nefna gamla góða túnfífilinn, ætihvönn, sóley, mjaðjurt og bláberjalyng. Einnig mætti hvetja íbúa til að gróðursetja í sínum eigin görðum, blóm sem býflugur sækja í t.d. garðabrúðu, valurt og garðalúpínu. Fjölmargar tegundir eiga undir högg að sækja alls staðar í heiminum vegna samkeppni við okkur mannfólkið en það er okkar hagur að berjast fyrir auknum líffræðilegum fjölbreytileika. Á miðvikudag 5. febrúar kl.12:00-13:30 fer fram málþing í hátíðasal Háskóla Íslands þar sem meðal annars verður fjallað um líffræðilegan fjölbreytileika. Ég er viss um að unglingavinnan geti fundið önnur verkefni fyrir ungmenni landsins en að reyta fífla úr sprungum í gangstéttinni, og allir sem eiga aðild að máli yrðu hamingjusamari fyrir vikið. Höfundur er nemandi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun