„Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. febrúar 2025 20:32 Jón Þór Víglundsson hefur mestar áhyggjur af byggingarsvæðum. Stöð 2/Skjáskot Aftakaveður er í kortunum á öllu landinu næstu daga og verulegar raskanir verða á flugsamgöngum. Björgunarsveitir hafa þegar hafið undirbúning vegna yfirvofandi óveðurs. Gular viðvaranir taka gildi á vestanverðu landinu í kvöld en síðdegis á morgun verður farið að bera á appelsínugulum viðvörunum víðast hvar á landinu. Aðfaranótt fimmtudags verður allt landið undirlagt af slíkum viðvörunum, þar sem von er á sunnan illviðri með roki eða jafnvel ofsaveðri. Icelandair hefur aflýst 38 ferðum á morgun og fimmtudag og seinkað öllu Evrópuflugi eftir hádegi á morgun. Play hefur aflýst öllum sínum ferðum á morgun nema þremur, en félagið gerir ráð fyrir óbreyttri áætlun á fimmtudag. Endurvinnslustöðvar Sorpu verða lokaðar á morgun, og var fólk hvatt til þess að fara í nauðsynlegar sorpuferðir fyrir lokun í dag. Í gærmorgun fór hviða sem mældist 54 metrar á sekúndu á Austurlandi og olli skemmdum. Illviðrinu hefur verið líkt við óveðrið í mars 2015. Hefur mestar áhyggjur af byggingarsvæðum „Þetta er búið að vera í kortunum í svolítinn tíma. Sveitir, sérstaklega á Norðurlandi, hafa undirbúið sig fyrir þetta og farið sérstaklega yfir þann búnað sem gæti þurft að grípa til,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segist hafa mestar áhyggjur af byggingarsvæðum. „Mönnum verður hætta á að verða værukærir af því að það hefur ekki verið stórviðrasamur vetur en það eru byggingarsvæði. Síðan náttúrulega hvetjum við aðra til þess að líta í kringum sig. Þetta brestur ekki á fyrr en upp úr hádegi á morgun. Það er tími til þess að huga að lausamunum og því sem gæti farið af stað.“ Veður Björgunarsveitir Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi á vestanverðu landinu í kvöld en síðdegis á morgun verður farið að bera á appelsínugulum viðvörunum víðast hvar á landinu. Aðfaranótt fimmtudags verður allt landið undirlagt af slíkum viðvörunum, þar sem von er á sunnan illviðri með roki eða jafnvel ofsaveðri. Icelandair hefur aflýst 38 ferðum á morgun og fimmtudag og seinkað öllu Evrópuflugi eftir hádegi á morgun. Play hefur aflýst öllum sínum ferðum á morgun nema þremur, en félagið gerir ráð fyrir óbreyttri áætlun á fimmtudag. Endurvinnslustöðvar Sorpu verða lokaðar á morgun, og var fólk hvatt til þess að fara í nauðsynlegar sorpuferðir fyrir lokun í dag. Í gærmorgun fór hviða sem mældist 54 metrar á sekúndu á Austurlandi og olli skemmdum. Illviðrinu hefur verið líkt við óveðrið í mars 2015. Hefur mestar áhyggjur af byggingarsvæðum „Þetta er búið að vera í kortunum í svolítinn tíma. Sveitir, sérstaklega á Norðurlandi, hafa undirbúið sig fyrir þetta og farið sérstaklega yfir þann búnað sem gæti þurft að grípa til,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segist hafa mestar áhyggjur af byggingarsvæðum. „Mönnum verður hætta á að verða værukærir af því að það hefur ekki verið stórviðrasamur vetur en það eru byggingarsvæði. Síðan náttúrulega hvetjum við aðra til þess að líta í kringum sig. Þetta brestur ekki á fyrr en upp úr hádegi á morgun. Það er tími til þess að huga að lausamunum og því sem gæti farið af stað.“
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira