Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2025 13:58 Hallormsstaðaskógur bindur umtalsvert kolefni. Íslenskir fræðimenn hafa undanfarið deilt um ágæti skógræktar sem kolefnisbindingar. Vísir/Vilhelm Heildarbinding í skógum er alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar. Opinber stofnun sem fer með skógrækt og landgræðslu gerir athugasemdir við frétt Ríkisútvarpsins þar sem það gagnstæða var fullyrt. Ríkisútvarpið fullyrti að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi í frétt sem það birti á sunnudag. Vísað var til ummæla og rannsóknar Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors í landnýtingu við Háskólann á Hólum, á samanburði á beitilandi og friðuðu landi. Hún gagnrýndi að fé væri farið í skógrækt þar sem skógar á norðurslóðum byndu ekki kolefni. Land og skógur, stofnunin sem varð til við samruna Skógræktar og Landgræðslu ríkisins, gerir athugasemdir við fréttaflutninginn í grein á vefsíðu sinni, þar á meðal það sem hún kallar villandi orðalag um kolefnisbindingu í graslendi annars vegar og skóglendi hins vegar. Ótvírætt sé að mikið kolefni bindist í ræktuðum skógum á Íslandi og sú binding nálgist hálfa milljóna tonna koltvísýringsígilda. Fátt virðist hins vegar fast í hendi um að beit sé öflugri aðferð til aukinnar kolefnisbindingar en skógrækt eða önnur sjálfbær landnýting. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Fullyrðingar byggist aðeins á bindingu jarðvegar Athugasemdir Lands og skógar snúast að mestu leyti um að RÚV hafi slegið því upp að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi þegar það byggðist aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs, ekki vistkerfisins í heild sinni. Skosk rannsókn sem vísað var til í frétt RÚV um að kolefnisbinding í jarðvegi geti verið meiri í graslendi en skóglendi sé ekki sú eina sem bendi til þess. Hins vegar sýni þær allar að heildarbinding vistkerfis skógar sé ávallt metin meiri en heildarbinding graslendis. Áhrif beitar á losun og bindingu kolefnis í vistkerfum hafi verið rannsökuð erlendis og hérlendis. Þær gefi ólíkar niðurstöður. Beit geti ýmist leitt til aukinnar losunar kolefnis, haft engin áhrif eða leitt til aukinnar bindingar. Það fari eftir hvaða landgerð sé beitt og hvernig beit sé stýrt. „Á Íslandi er vafalaust hægt að binda kolefni í jarðvegi samhliða beit. Til að það gerist þarf hins vegar bæði góða beitarstýringu og gott óframræst beitiland,“ segir í athugasemdinni. Tré fjarlægi ekki kolefni úr jarðvegi Sérstaka athugasemd gerir stofnunin við orð sem voru höfð eftir Önnu Guðrúnu um að trjáplöntur vaxi á kolefni sem graslendi hafi þegar bundið og að kolefni í jarðvegi minnki þegar það færist upp í stofn trjáa. Allur kolefnisforði trjáa komi þvert á móti úr andrúmslofti með ljóstillífun sem sé knúin sólarorku. Trén taki kolefnið ekki upp úr jarðveginum og flytja það út í stofn og greinar. „Kolefnisbinding í gróðurlendi verður fyrir tilstilli ljóstillífunar plantnanna sem nota sólarljós, vatn og koltvísýring til að búa til súrefni og orku í formi sykurs. Kolefnið nota plönturnar sem meginbyggingarefni í vefjum sínum. Það er ekki komið úr moldinni heldur loftinu,“ segir í athugasemdinni. Talað þvers og kruss um bindingu Nokkuð hefur verið deilt um ágæti skógræktar til kolefnisbindingar, ekki síst í tengslum við kolefnisbindingarverkefni fyrirtækisins Yggdrasils í landi Saltvíkur utan við Húsavík. Þar héldu gagnrýnendur því meðal annars fram að ekki yrði raunveruleg kolefnisbinding vegna þess að mólendi hefði verið spillt fyrir ræktun trjánna. Anna Guðrún, sem RÚV byggði frétt sína sem Land og skógur gerir athugasemdir við nú, sagði sama miðli í ágúst að lággróður líkt og sá sem var plægður fyrir norðan væri betri til kolefnisbindingar en skógur. Fulltrúi Yggdrasils og sérfræðingur Lands og skógar sagði að herfun mólendisins ylli tímabundinni losun kolefnis en að nettóbinding yrði af skógræktinni til lengri tíma litið. Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Vísindi Ríkisútvarpið Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Ríkisútvarpið fullyrti að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi í frétt sem það birti á sunnudag. Vísað var til ummæla og rannsóknar Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors í landnýtingu við Háskólann á Hólum, á samanburði á beitilandi og friðuðu landi. Hún gagnrýndi að fé væri farið í skógrækt þar sem skógar á norðurslóðum byndu ekki kolefni. Land og skógur, stofnunin sem varð til við samruna Skógræktar og Landgræðslu ríkisins, gerir athugasemdir við fréttaflutninginn í grein á vefsíðu sinni, þar á meðal það sem hún kallar villandi orðalag um kolefnisbindingu í graslendi annars vegar og skóglendi hins vegar. Ótvírætt sé að mikið kolefni bindist í ræktuðum skógum á Íslandi og sú binding nálgist hálfa milljóna tonna koltvísýringsígilda. Fátt virðist hins vegar fast í hendi um að beit sé öflugri aðferð til aukinnar kolefnisbindingar en skógrækt eða önnur sjálfbær landnýting. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Fullyrðingar byggist aðeins á bindingu jarðvegar Athugasemdir Lands og skógar snúast að mestu leyti um að RÚV hafi slegið því upp að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi þegar það byggðist aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs, ekki vistkerfisins í heild sinni. Skosk rannsókn sem vísað var til í frétt RÚV um að kolefnisbinding í jarðvegi geti verið meiri í graslendi en skóglendi sé ekki sú eina sem bendi til þess. Hins vegar sýni þær allar að heildarbinding vistkerfis skógar sé ávallt metin meiri en heildarbinding graslendis. Áhrif beitar á losun og bindingu kolefnis í vistkerfum hafi verið rannsökuð erlendis og hérlendis. Þær gefi ólíkar niðurstöður. Beit geti ýmist leitt til aukinnar losunar kolefnis, haft engin áhrif eða leitt til aukinnar bindingar. Það fari eftir hvaða landgerð sé beitt og hvernig beit sé stýrt. „Á Íslandi er vafalaust hægt að binda kolefni í jarðvegi samhliða beit. Til að það gerist þarf hins vegar bæði góða beitarstýringu og gott óframræst beitiland,“ segir í athugasemdinni. Tré fjarlægi ekki kolefni úr jarðvegi Sérstaka athugasemd gerir stofnunin við orð sem voru höfð eftir Önnu Guðrúnu um að trjáplöntur vaxi á kolefni sem graslendi hafi þegar bundið og að kolefni í jarðvegi minnki þegar það færist upp í stofn trjáa. Allur kolefnisforði trjáa komi þvert á móti úr andrúmslofti með ljóstillífun sem sé knúin sólarorku. Trén taki kolefnið ekki upp úr jarðveginum og flytja það út í stofn og greinar. „Kolefnisbinding í gróðurlendi verður fyrir tilstilli ljóstillífunar plantnanna sem nota sólarljós, vatn og koltvísýring til að búa til súrefni og orku í formi sykurs. Kolefnið nota plönturnar sem meginbyggingarefni í vefjum sínum. Það er ekki komið úr moldinni heldur loftinu,“ segir í athugasemdinni. Talað þvers og kruss um bindingu Nokkuð hefur verið deilt um ágæti skógræktar til kolefnisbindingar, ekki síst í tengslum við kolefnisbindingarverkefni fyrirtækisins Yggdrasils í landi Saltvíkur utan við Húsavík. Þar héldu gagnrýnendur því meðal annars fram að ekki yrði raunveruleg kolefnisbinding vegna þess að mólendi hefði verið spillt fyrir ræktun trjánna. Anna Guðrún, sem RÚV byggði frétt sína sem Land og skógur gerir athugasemdir við nú, sagði sama miðli í ágúst að lággróður líkt og sá sem var plægður fyrir norðan væri betri til kolefnisbindingar en skógur. Fulltrúi Yggdrasils og sérfræðingur Lands og skógar sagði að herfun mólendisins ylli tímabundinni losun kolefnis en að nettóbinding yrði af skógræktinni til lengri tíma litið.
Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Vísindi Ríkisútvarpið Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira