Fótbolti

Tví­tugur strákur kom Real Madrid til bjargar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gonzalo Garcia fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Real Madrid á móti Leganes í kvöld.
Gonzalo Garcia fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Real Madrid á móti Leganes í kvöld. Getty/Diego Souto

Real Madrid komst í undanúrslit spænska Konungsbikarsins í kvöld eftir dramatískan 3-2 sigur á Leganes á útivelli.

Það stefndi allt í framlengingu þegar Gonzalo García skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótatíma.

Hinn tvítugi García hafði komið inn á sem varamaður fyrir Endrick á 82. mínútu.

Þetta leit allt mjög vel út hjá Real Madrid sem komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Luka Modric á 18. mínútu og Endrick á 25. mínútu.

Juan Cruz minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 39. mínútu og jafnaði svo metin á 59. mínútu. Þannig var staðan þangað til að komið var fram í uppbótatíma.

García skoraði markið mikilvæga með skalla eftir fyrirgjöf frá Brahim Diaz.

Atlético Madrid er líka komið í undanúrslitin eins og Real Madrid en á morgun fara fram tveir síðustu leikir átta liða úrslitanna.

Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad taka þá á móti Osasuna og Valencia fær Barcelona í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×