Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar 6. febrúar 2025 09:00 Við Sjálfstæðismenn í sveitarstjórnarmálum um land allt lýsum yfir eindregnum stuðningi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins og hvetjum alla til að fylkja sér að baki öflugum leiðtoga með skýra framtíðarsýn sem getur aukið fylgi og sameinað stuðningsmenn flokksins. Áslaug Arna er óhrædd við að fara nýjar leiðir og hefur sýnt það í störfum sínum að hún er dugmikil og óhrædd við að gera breytingar sem skila árangri. Hún hefur skýra sýn á hvernig við eflum flokksstarfið og tryggjum að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Sameinar Sjálfstæðismenn um land allt Hún hefur sýnt og sannað í sínum verkum að hún er talsmaður landsins alls, öflugs atvinnulífs og allra sjálfstæðismanna, hvar á landi sem er, bæði i störfum sínum sem þingmaður, ritari flokksins og sem ráðherra með aðsetur skrifstofu sinnar vítt og breitt um landið. Það sem gerir Áslaugu Örnu að rétta valinu fyrir Sjálfstæðisflokkinn er að hún býr yfir þeim krafti, festu og metnaði sem þarf til að endurnýja og styrkja flokkinn og kalla fram þau grunngildi sem hafa verið undirstaða velgengni flokksins í áratugi. Áslaug Arna hefur skilning á hversu sterkt erindi stefna Sjálfstæðisflokksins á við framtíðina og hvernig við getum höfðað betur til yngri kynslóða. Hún hefur þor til að taka erfiðar ákvarðanir, en á sama tíma næmni og stefnufestu. Hún hefur sýnt það í verki að hún verður formaður allra Sjálfstæðismanna um land allt. Við stöndum á tímamótum og nú er rétti tíminn til að velja sterkan og reynslumikinn leiðtoga til framtíðar sem er tilbúin að leggja allt í sölurnar svo að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum á ný og endurheimti fyrri styrk. Við hvetjum alla sjálfstæðismenn til að veita Áslaugu Örnu stuðning sinn í komandi formannskjöri – fyrir sterkan, sameinaðan og framsækinn Sjálfstæðisflokk. Styðjum Áslaugu Örnu! Andri Steinn Hilmarsson, Kópavogi Auður Kjartansdóttir, Snæfellsbær Ásthildur Sturludóttir, Akureyri Björg Fenger, Garðabæ Elísabet Sveinsdóttir, Kópavogi Freyr Antonsson, Dalvíkurbyggð Friðjón R Friðjónsson, Reykjavík Guðmundur Haukur Jakobsson, Húnabyggð Hafrún Olgeirsdóttir, Norðurþing Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, Fjallabyggð Heimir Örn Árnason, Akureyri Hildur Björnsdóttir, Reykjavík Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Vestmannaeyjum Jana Katrín Knútsdóttir, Mosfellsbær Jóhanna Sigfúsdóttir, Fjarðabyggð Jósef Ó. Kjartansson, Grundarfjarðarbær Jóhann Birkir Helgason, Ísafjarðarbæ Lára Halldóra Eiríksdóttir, Akureyri Líf Lárusdóttir, Akranesi Magnús Örn Guðmundsson, Seltjarnarnesi Margrét Bjarnadóttir, Garðabæ Orri Björnsson, Hafnarfirði Ragnar Sigurðsson, Fjarðabyggð Ragnhildur Eva Jónsdóttir, Borgarbyggð Ragnhildur Jónsdóttir, Seltjarnarnesi Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, Dalvíkurbyggð Þór Sigurgeirsson, Seltjarnarnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Sjálfstæðismenn í sveitarstjórnarmálum um land allt lýsum yfir eindregnum stuðningi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins og hvetjum alla til að fylkja sér að baki öflugum leiðtoga með skýra framtíðarsýn sem getur aukið fylgi og sameinað stuðningsmenn flokksins. Áslaug Arna er óhrædd við að fara nýjar leiðir og hefur sýnt það í störfum sínum að hún er dugmikil og óhrædd við að gera breytingar sem skila árangri. Hún hefur skýra sýn á hvernig við eflum flokksstarfið og tryggjum að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Sameinar Sjálfstæðismenn um land allt Hún hefur sýnt og sannað í sínum verkum að hún er talsmaður landsins alls, öflugs atvinnulífs og allra sjálfstæðismanna, hvar á landi sem er, bæði i störfum sínum sem þingmaður, ritari flokksins og sem ráðherra með aðsetur skrifstofu sinnar vítt og breitt um landið. Það sem gerir Áslaugu Örnu að rétta valinu fyrir Sjálfstæðisflokkinn er að hún býr yfir þeim krafti, festu og metnaði sem þarf til að endurnýja og styrkja flokkinn og kalla fram þau grunngildi sem hafa verið undirstaða velgengni flokksins í áratugi. Áslaug Arna hefur skilning á hversu sterkt erindi stefna Sjálfstæðisflokksins á við framtíðina og hvernig við getum höfðað betur til yngri kynslóða. Hún hefur þor til að taka erfiðar ákvarðanir, en á sama tíma næmni og stefnufestu. Hún hefur sýnt það í verki að hún verður formaður allra Sjálfstæðismanna um land allt. Við stöndum á tímamótum og nú er rétti tíminn til að velja sterkan og reynslumikinn leiðtoga til framtíðar sem er tilbúin að leggja allt í sölurnar svo að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum á ný og endurheimti fyrri styrk. Við hvetjum alla sjálfstæðismenn til að veita Áslaugu Örnu stuðning sinn í komandi formannskjöri – fyrir sterkan, sameinaðan og framsækinn Sjálfstæðisflokk. Styðjum Áslaugu Örnu! Andri Steinn Hilmarsson, Kópavogi Auður Kjartansdóttir, Snæfellsbær Ásthildur Sturludóttir, Akureyri Björg Fenger, Garðabæ Elísabet Sveinsdóttir, Kópavogi Freyr Antonsson, Dalvíkurbyggð Friðjón R Friðjónsson, Reykjavík Guðmundur Haukur Jakobsson, Húnabyggð Hafrún Olgeirsdóttir, Norðurþing Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, Fjallabyggð Heimir Örn Árnason, Akureyri Hildur Björnsdóttir, Reykjavík Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Vestmannaeyjum Jana Katrín Knútsdóttir, Mosfellsbær Jóhanna Sigfúsdóttir, Fjarðabyggð Jósef Ó. Kjartansson, Grundarfjarðarbær Jóhann Birkir Helgason, Ísafjarðarbæ Lára Halldóra Eiríksdóttir, Akureyri Líf Lárusdóttir, Akranesi Magnús Örn Guðmundsson, Seltjarnarnesi Margrét Bjarnadóttir, Garðabæ Orri Björnsson, Hafnarfirði Ragnar Sigurðsson, Fjarðabyggð Ragnhildur Eva Jónsdóttir, Borgarbyggð Ragnhildur Jónsdóttir, Seltjarnarnesi Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, Dalvíkurbyggð Þór Sigurgeirsson, Seltjarnarnesi
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun