Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2025 14:01 Þórarinn Ævarsson opnar sig á einlægan hátt um undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Þórarinn Ævarsson athafnamaður segist hafa snúið blaðinu við eftir að hafa orðið ölvaður af eigin velgengni. Hann starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilningi þess orðs og segist ekki lengur eiga sportbíl heldur gamlan Subaru. Hann segist vilja brjóta á bak aftur tabú um hugvíkkandi efni og telur hugmyndafræði Ikea geta nýst vel í verkið. Það þótti sæta tíðindum þegar Þórarinn, sem átti farsælan feril hjá IKEA og Dominos, opnaði sig um notkun sína á hugvíkkandi efnum í einlægu viðtali við Vísi. Eftir að hafa farið í djúpan dal þunglyndis og sjálfsvígshugsana breyttist líf hans á svipstundu eftir meðferð með hugvíkkandi efnum. Þórarinn var gestur í hlaðvarpinu Helga hjartað - og lýsti viðburðaríkri atburðarrás undanfarin ár. Eftir að hafa látið allt ganga upp fyrir sig í viðskiptum og orðið „ölvaður af eigin velgengni,“ þá sneri Þórarinn alveg blaðinu við og starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilning þess orðs. „Ég á ekki lengur sportbíl með vængjahurðum, 200 Krúser, spítt-bát og hús á Siglufirði. Ég er búinn að missa þetta allt. Ég er bara á gömlum Subaru. Og það er bara allt í lagi. Ég þarf ekkert það sem ég hafði.“ Þrátt fyrir að hafa öðlast efnislegar allsnægtir segir Þórarinn sig ekki hafa verið neitt betur staddan. „Þegar ég var með 40 milljóna virði af bílum í hlaðinu og mótorbát - sem ég hafði aldrei tíma til að nota því ég var alltaf að vinna - leið mér eitthvað betur? Nei mér leið ekkert betur.“ Þórarinn segist hafa gengið í gegnum erfiða tíma við að sleppa tökum, en að endingu sé niðurstaðan augljós. „Ef sálarróin mín kostar það að ég þurfi að skrúfa mig niður í lífstíl þá er það bara allt í lagi. Ef ég á í mig og á fyrir mína nánustu þá er það bara nóg.“ Þegar Þórarinn lítur tilbaka á áratuga feril sinn í viðskiptum - þá er svarið auðmjúkt. Hann segir um að ræða hliðarspor sem hafi ekkert endilega átt að eiga sér stað. Þórarinn segist ekki sakna þess að eiga sportbíl og spíttbát.Vísir/Vilhelm Hugmyndafræði Ikea inn í hugvíkkandi heiminn Eftir að hafa öðlast nýja reynslu í lífinu, þá brennur á Þórarni að fá að gefa þá gjöf sem hann fékk eins og hann kallar það, áfram. Hann segist hafa spurt kósmósið í ferðalagi hvort hann hafi átt hlutverk í þessu, en aldrei fengið alvöru svar. Það hafi hinsvegar orðið vendipunktur þegar hann hélt áfram á ferðalaginu - og hann fór að rækta mildi gagnvart sjálfum sér. „Loksins þegar ég fyrirgaf sjálfum þá fékk ég mjög skýrt svar. Og það var já.“ Þórarinn segir að nú sé tilgangur hans einfaldur. Hann vill gera hlut hugvíkkandi efni sem mestan og brjóta tabúin. Þegar hann líti tilbaka þá sér hann hvernig reynsla hans í viðskiptum geti nýst inn í þennan heim. Þar lítur hann til hugmyndafræði IKEA og stofnanda þess Ingvars Kamprad. Mottóið er einfalt: Að gera hversdagslegt líf fjöldans betra. Áður fylgdi Þórarinn mottóinu með samsettum húsgögnum - nú vill hann gera það með hugvíkkandi efnum. Neyðin sé mikil Eftir að hafa fetað krákustíga heilbrigðiskerfisins án þess að fá lausn - segir Þórarinn að neyðin sé mikil. Það sé dýrt að sækja sér þjónustu hjá sálfræðingum og þar að auki séu sextíu þúsund Íslendingar á SSRI lyfjum. Eftir að hafa fundið lausn síns vanda í gegnum hugvíkkandi efni þá vill Þórarinn að sem flestir geti nýtt sér þau. „Ég vil hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda því ég er enn að glíma við minn sársauka. Þessi fjórtán ár mín hjá IKEA þá drakk ég í mig hugmyndafræðina að gera almenningi þetta kleift. Að þurfa ekki að vera á forstjóralaunum til að geta fengið lækningu. Mig langar til að sjá að Jón Jónsson á bolnum hafi efni á þessu, á meðan heilbrigðiskerfið er ekki að fara að niðurgreiða þetta.“ Hægt er að nálgast hlaðvarpið Helga hjartað á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Hlaðvörp Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Sjá meira
Það þótti sæta tíðindum þegar Þórarinn, sem átti farsælan feril hjá IKEA og Dominos, opnaði sig um notkun sína á hugvíkkandi efnum í einlægu viðtali við Vísi. Eftir að hafa farið í djúpan dal þunglyndis og sjálfsvígshugsana breyttist líf hans á svipstundu eftir meðferð með hugvíkkandi efnum. Þórarinn var gestur í hlaðvarpinu Helga hjartað - og lýsti viðburðaríkri atburðarrás undanfarin ár. Eftir að hafa látið allt ganga upp fyrir sig í viðskiptum og orðið „ölvaður af eigin velgengni,“ þá sneri Þórarinn alveg blaðinu við og starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilning þess orðs. „Ég á ekki lengur sportbíl með vængjahurðum, 200 Krúser, spítt-bát og hús á Siglufirði. Ég er búinn að missa þetta allt. Ég er bara á gömlum Subaru. Og það er bara allt í lagi. Ég þarf ekkert það sem ég hafði.“ Þrátt fyrir að hafa öðlast efnislegar allsnægtir segir Þórarinn sig ekki hafa verið neitt betur staddan. „Þegar ég var með 40 milljóna virði af bílum í hlaðinu og mótorbát - sem ég hafði aldrei tíma til að nota því ég var alltaf að vinna - leið mér eitthvað betur? Nei mér leið ekkert betur.“ Þórarinn segist hafa gengið í gegnum erfiða tíma við að sleppa tökum, en að endingu sé niðurstaðan augljós. „Ef sálarróin mín kostar það að ég þurfi að skrúfa mig niður í lífstíl þá er það bara allt í lagi. Ef ég á í mig og á fyrir mína nánustu þá er það bara nóg.“ Þegar Þórarinn lítur tilbaka á áratuga feril sinn í viðskiptum - þá er svarið auðmjúkt. Hann segir um að ræða hliðarspor sem hafi ekkert endilega átt að eiga sér stað. Þórarinn segist ekki sakna þess að eiga sportbíl og spíttbát.Vísir/Vilhelm Hugmyndafræði Ikea inn í hugvíkkandi heiminn Eftir að hafa öðlast nýja reynslu í lífinu, þá brennur á Þórarni að fá að gefa þá gjöf sem hann fékk eins og hann kallar það, áfram. Hann segist hafa spurt kósmósið í ferðalagi hvort hann hafi átt hlutverk í þessu, en aldrei fengið alvöru svar. Það hafi hinsvegar orðið vendipunktur þegar hann hélt áfram á ferðalaginu - og hann fór að rækta mildi gagnvart sjálfum sér. „Loksins þegar ég fyrirgaf sjálfum þá fékk ég mjög skýrt svar. Og það var já.“ Þórarinn segir að nú sé tilgangur hans einfaldur. Hann vill gera hlut hugvíkkandi efni sem mestan og brjóta tabúin. Þegar hann líti tilbaka þá sér hann hvernig reynsla hans í viðskiptum geti nýst inn í þennan heim. Þar lítur hann til hugmyndafræði IKEA og stofnanda þess Ingvars Kamprad. Mottóið er einfalt: Að gera hversdagslegt líf fjöldans betra. Áður fylgdi Þórarinn mottóinu með samsettum húsgögnum - nú vill hann gera það með hugvíkkandi efnum. Neyðin sé mikil Eftir að hafa fetað krákustíga heilbrigðiskerfisins án þess að fá lausn - segir Þórarinn að neyðin sé mikil. Það sé dýrt að sækja sér þjónustu hjá sálfræðingum og þar að auki séu sextíu þúsund Íslendingar á SSRI lyfjum. Eftir að hafa fundið lausn síns vanda í gegnum hugvíkkandi efni þá vill Þórarinn að sem flestir geti nýtt sér þau. „Ég vil hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda því ég er enn að glíma við minn sársauka. Þessi fjórtán ár mín hjá IKEA þá drakk ég í mig hugmyndafræðina að gera almenningi þetta kleift. Að þurfa ekki að vera á forstjóralaunum til að geta fengið lækningu. Mig langar til að sjá að Jón Jónsson á bolnum hafi efni á þessu, á meðan heilbrigðiskerfið er ekki að fara að niðurgreiða þetta.“ Hægt er að nálgast hlaðvarpið Helga hjartað á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Hlaðvörp Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Sjá meira