„Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. febrúar 2025 14:59 Keflvíkingar töpuðu fyrir KR í síðasta leik og Pétur Ingvarsson sagði í kjölfarið af sér sem þjálfari liðsins. Vísir/Jón Gautur „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið þegar svona gerist. Svolítið sérstakt. En við erum búnir að eiga þrjár hörkuæfingar og menn tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn bara,“ segir Magnús Þór Gunnarsson sem stýrir Keflavík gegn ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús stýrir Keflvíkingum tímabundið eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp sem þjálfari liðsins um helgina. Keflavík hefur lagt mikið í leikmannahópinn en árangurinn verið undir væntingum í vetur. Liðið tapaði fyrir KR á föstudag og Pétur sagði af sér í kjölfarið. Magnús hefur stýrt æfingum frá því á mánudag en hverjar eru áherslurnar á svo skömmum tíma fyrir leik? „Það er nú bara rosalega einfalt. Að koma og berjast. Að passa heimavöllinn og hafa gaman. Þetta er í raun og veru bara það. Við erum með hörkuleikmenn en við höfum ekki ná því besta fram í þeim, varnarlega og sóknarlega. Við þurfum bara að vera fastir fyrir,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús er hér lengst til hægri en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Péturs.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur Keflavíkur hefur ef til vill hvað helst sætt gagnrýni. „Við höfum sýnt það í mörgum leikjum að við getum alveg spilað vörn. En við gerum það bara í svo stuttan tíma, þess vegna lítum við illa út. Við ætlum að reyna að ná saman 40 góðum mínútum í kvöld, í vörn og sókn, og njóta þess að spila,“ segir Magnús en Keflavík mætir ÍR í kvöld sem hefur rétt hressilega úr kútnum undanfarið og byggt sinn leik á mikilli baráttu og hörku. „Þeir eru búnir að vera á þvílíku rönni, þó þeir hafi tapað síðasta leik. Við þurfum að vera tilbúnir og það er það sem við ætlum að gera.“ Keflvíkingar leita enn þjálfara til frambúðar en Magnús kveðst ekki hafa rætt við stjórnendur um framhaldið. „Nei. Ég er bara einbeittur á þennna leik og reyna að ná í sigur fyrir Keflavík. Síðan verður örugglega framhald á því í kvöld og um helgina. Það kemur líklega í ljós á sunnudag eða mánudag.“ Fjórir leikir fara fram í Bónus-deild karla í kvöld og verða allir sýndir beint á rásum Stöð 2 Sport GAZ-leikurinn, í lýsingu Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar, er leikur Álftaness og Hauka. Þá verður að venju hægt að fylgjast með öllum fjórum leikjunum samtímis í Bónus Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Leikir kvöldsins: 19:10 Skiptiborðið (Stöð 2 Sport) 19:15 Njarðvík - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Álftanes - Haukar (GAZ)(Stöð 2 Bónus deildin 1) 19:15 Keflavík - ÍR (Stöð 2 Bónus deildin 2) 19:15 Þór Þ. - Grindavík (Stöð 2 Bónus deildin 3) Keflavík ÍF Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Magnús stýrir Keflvíkingum tímabundið eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp sem þjálfari liðsins um helgina. Keflavík hefur lagt mikið í leikmannahópinn en árangurinn verið undir væntingum í vetur. Liðið tapaði fyrir KR á föstudag og Pétur sagði af sér í kjölfarið. Magnús hefur stýrt æfingum frá því á mánudag en hverjar eru áherslurnar á svo skömmum tíma fyrir leik? „Það er nú bara rosalega einfalt. Að koma og berjast. Að passa heimavöllinn og hafa gaman. Þetta er í raun og veru bara það. Við erum með hörkuleikmenn en við höfum ekki ná því besta fram í þeim, varnarlega og sóknarlega. Við þurfum bara að vera fastir fyrir,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús er hér lengst til hægri en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Péturs.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur Keflavíkur hefur ef til vill hvað helst sætt gagnrýni. „Við höfum sýnt það í mörgum leikjum að við getum alveg spilað vörn. En við gerum það bara í svo stuttan tíma, þess vegna lítum við illa út. Við ætlum að reyna að ná saman 40 góðum mínútum í kvöld, í vörn og sókn, og njóta þess að spila,“ segir Magnús en Keflavík mætir ÍR í kvöld sem hefur rétt hressilega úr kútnum undanfarið og byggt sinn leik á mikilli baráttu og hörku. „Þeir eru búnir að vera á þvílíku rönni, þó þeir hafi tapað síðasta leik. Við þurfum að vera tilbúnir og það er það sem við ætlum að gera.“ Keflvíkingar leita enn þjálfara til frambúðar en Magnús kveðst ekki hafa rætt við stjórnendur um framhaldið. „Nei. Ég er bara einbeittur á þennna leik og reyna að ná í sigur fyrir Keflavík. Síðan verður örugglega framhald á því í kvöld og um helgina. Það kemur líklega í ljós á sunnudag eða mánudag.“ Fjórir leikir fara fram í Bónus-deild karla í kvöld og verða allir sýndir beint á rásum Stöð 2 Sport GAZ-leikurinn, í lýsingu Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar, er leikur Álftaness og Hauka. Þá verður að venju hægt að fylgjast með öllum fjórum leikjunum samtímis í Bónus Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Leikir kvöldsins: 19:10 Skiptiborðið (Stöð 2 Sport) 19:15 Njarðvík - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Álftanes - Haukar (GAZ)(Stöð 2 Bónus deildin 1) 19:15 Keflavík - ÍR (Stöð 2 Bónus deildin 2) 19:15 Þór Þ. - Grindavík (Stöð 2 Bónus deildin 3)
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira