Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. febrúar 2025 09:03 Miles Jacobson (t.h.) er yfirmaður Sports Interactive, sem er útgefandi og framleiðandi Football Manager leikjanna. Í fyrsta sinn í tuttugu ár kemur leikurinn ekki út. Alex Livesey - FIFA/FIFA via Getty Images Nýjasta árgerð tölvuleiksins Football Manager mun ekki koma út. Framleiðendur leiksins tilkynntu um það í morgun. Sports Interactive hefur framleitt Football Manager leikina frá árinu 2004 en fyrirtækið sleit sig þá frá Eidos sem hafði framleitt Championship Manager frá því á tíunda áratugnum. Football Manager 2005 var fyrsti leikurinn í röðinni og hefur komið út árlega síðan, allt þar til í ár. Í leiknum getur spilari sett sig í spor fótboltaþjálfara. Hann setur upp taktík fyrir lið sitt, æfingar, sinnir leikmannakaupum og haft áhrif á stefnu síns félags. Hægt er að stýra liðum á öllum stigum fótboltans, allt frá Bestu deildinni til ensku úrvalsdeildarinnar. Fjölmargar nýjungar áttu að vera í Football Manager 2025, þar á meðal kvennafótbolti og ný leikjavél þegar kemur að fótboltaleikjum innan leiksins. Útgáfu leiksins var frestað í haust en leikurinn kemur iðulega út í nóvember. Hann átti að koma út í byrjun mars, sem var frestað þar til í lok mars en í morgun tilkynnt að leikurinn komi alfarið ekki út. „Með útgáfu FM25 stefndum við á að skapa stærstu tæknilegu og sjónrænu framþróun fyrir leikjaröðina um árabil, og leggja grunninn að nýjum tímum,“ segir í yfirlýsingu frá framleiðendum leiksins. „Vegna fjölda áskorana sem við höfum rætt opinberlega og annarra sem var erfitt að sjá fyrir, höfum við ekki náð markmiðum okkar á nægilega mörgum sviðum leiksins, þrátt fyrir mikla vinnu teymis okkar,“ „Við biðjumst innilega afsökunar á að hafa brugðist ykkur,“ segir einnig í tilkynningunni. Hana má sjá í heild að neðan. Allt púður verður nú sett í að framleiða Football Manager 2026 sem kemur þá að líkindum út á vetrarmánuðum í lok þessa árs. Leikjavísir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Sjá meira
Sports Interactive hefur framleitt Football Manager leikina frá árinu 2004 en fyrirtækið sleit sig þá frá Eidos sem hafði framleitt Championship Manager frá því á tíunda áratugnum. Football Manager 2005 var fyrsti leikurinn í röðinni og hefur komið út árlega síðan, allt þar til í ár. Í leiknum getur spilari sett sig í spor fótboltaþjálfara. Hann setur upp taktík fyrir lið sitt, æfingar, sinnir leikmannakaupum og haft áhrif á stefnu síns félags. Hægt er að stýra liðum á öllum stigum fótboltans, allt frá Bestu deildinni til ensku úrvalsdeildarinnar. Fjölmargar nýjungar áttu að vera í Football Manager 2025, þar á meðal kvennafótbolti og ný leikjavél þegar kemur að fótboltaleikjum innan leiksins. Útgáfu leiksins var frestað í haust en leikurinn kemur iðulega út í nóvember. Hann átti að koma út í byrjun mars, sem var frestað þar til í lok mars en í morgun tilkynnt að leikurinn komi alfarið ekki út. „Með útgáfu FM25 stefndum við á að skapa stærstu tæknilegu og sjónrænu framþróun fyrir leikjaröðina um árabil, og leggja grunninn að nýjum tímum,“ segir í yfirlýsingu frá framleiðendum leiksins. „Vegna fjölda áskorana sem við höfum rætt opinberlega og annarra sem var erfitt að sjá fyrir, höfum við ekki náð markmiðum okkar á nægilega mörgum sviðum leiksins, þrátt fyrir mikla vinnu teymis okkar,“ „Við biðjumst innilega afsökunar á að hafa brugðist ykkur,“ segir einnig í tilkynningunni. Hana má sjá í heild að neðan. Allt púður verður nú sett í að framleiða Football Manager 2026 sem kemur þá að líkindum út á vetrarmánuðum í lok þessa árs.
Leikjavísir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Sjá meira