Svona var blaðamannafundur KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 10:30 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska liðsins sem er á meðal bestu þjóða Evrópu eins og staða liðsins í A-deild Þjóðadeildar sýnir. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. Leikmannahópinn má sjá hér neðst í greininni en mesta athygli vekur endurkoma Dagnýjar Brynjarsdóttur og Andreu Ránar Hauksdóttur. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Upptöku frá blaðamannafundi KSÍ má sjá hér að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ Fjórða liðið í riðli Íslands er Noregur sem Ísland tekur svo á móti í fyrsta heimaleik sínum 4. apríl. Liðin leika í A-deild og kemst efsta liðið í fjögurra liða úrslit Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér einnig í A-deild, liðið í 4. sæti fellur í B-deild og liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í A-deild. Ísland endaði í 2. sæti síns riðils í A-deildinni á síðustu leiktíð. Leikirnir í Þjóðadeildinni eru jafnframt góður undirbúningur fyrir EM sem fram fer í Sviss í júlí. Ísland er þar einmitt, líkt og í Þjóðadeildinni, í riðli með Svisslendingum og Norðmönnum en fjórða liðið þar er svo Finnland. Dagný Brynjarsdóttir, næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, kemur á ný inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn síðan hún eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan. Hún hafði lýst yfir óánægju með samskiptaleysi af hálfu Þorsteins. Auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 7 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 65 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 128 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 41 leikur, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 6 leikir, 1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 9 leikir Sandra María Jessen - Þór/KA - 43 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 47 leikir, 6 mörk Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 18 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 1 leikur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer 04 Leverkusen - 43 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg BK Kvinner - 41 leikur, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 20 leikir, 2 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 12 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 40 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 40 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland - 2 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 16 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 6 leikir, 1 mark Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. 7. febrúar 2025 10:57 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Leikmannahópinn má sjá hér neðst í greininni en mesta athygli vekur endurkoma Dagnýjar Brynjarsdóttur og Andreu Ránar Hauksdóttur. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Upptöku frá blaðamannafundi KSÍ má sjá hér að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ Fjórða liðið í riðli Íslands er Noregur sem Ísland tekur svo á móti í fyrsta heimaleik sínum 4. apríl. Liðin leika í A-deild og kemst efsta liðið í fjögurra liða úrslit Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér einnig í A-deild, liðið í 4. sæti fellur í B-deild og liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í A-deild. Ísland endaði í 2. sæti síns riðils í A-deildinni á síðustu leiktíð. Leikirnir í Þjóðadeildinni eru jafnframt góður undirbúningur fyrir EM sem fram fer í Sviss í júlí. Ísland er þar einmitt, líkt og í Þjóðadeildinni, í riðli með Svisslendingum og Norðmönnum en fjórða liðið þar er svo Finnland. Dagný Brynjarsdóttir, næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, kemur á ný inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn síðan hún eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan. Hún hafði lýst yfir óánægju með samskiptaleysi af hálfu Þorsteins. Auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 7 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 65 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 128 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 41 leikur, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 6 leikir, 1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 9 leikir Sandra María Jessen - Þór/KA - 43 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 47 leikir, 6 mörk Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 18 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 1 leikur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer 04 Leverkusen - 43 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg BK Kvinner - 41 leikur, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 20 leikir, 2 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 12 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 40 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 40 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland - 2 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 16 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 6 leikir, 1 mark
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. 7. febrúar 2025 10:57 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. 7. febrúar 2025 10:57