Viðskipti innlent

Lands­bankinn lækkar vexti

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Meginvextir Seðlabanka Íslands voru lækkaðir um 0,50 prósentustig 5. febrúar síðastliðinn.
Meginvextir Seðlabanka Íslands voru lækkaðir um 0,50 prósentustig 5. febrúar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm

Landsbankinn hefur tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar næstkomandi. Arion Banki, Indó, Íslandsbanki og nú Landsbankinn hafa allir lækkað vexti eftir að stýrivextir Seðlabankans lækkuðu um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn.

Í tilkynningu bankans segir að breytingarnar séu gerðar í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans, en þær taki einnig mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.

Helstu breytingarnar eru eftirfarandi:

Útlánsvextir

  • Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,50 prósentustig.
  • Kjörvextir á óverðtryggðum lánum lækka um 0,50 prósentustig.
  • Yfirdráttarvextir lækka um 0,50 prósentustig.
  • Fastir vextir til þriggja ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,10 prósentustig.
  • Fastir vextir til fimm ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,20 prósentustig.

Innlánsvextir

  • Breytilegir vextir á óverðtryggðum veltureikningum lækka um 0,50 prósentustig.
  • Breytilegir vextir á óverðtryggðum sparireikningum lækka um 0,50 prósentustig.
  • Vextir á reikningum í erlendri mynt taka breytingum að mestu leyti í samræmi við breytingar á stýrivöxtum og markaðsvöxtum í viðkomandi mynt.

Tengdar fréttir

Seðla­bankinn lækkar vextina um 50 punkta

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent.

Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun

Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×