Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 21:15 Sanna Magdalena Mörtudóttir á kosningavöku Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Vísir/Viktor Freyr Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. „Ég var ekki alveg að búast við þessu,“ segir Sanna í samtali við Vísi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Ráðhúsi Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld. „Maður sá auðvitað að meirihlutinn virtist ekki vera alveg samstíga í öllu. Mér finnst samt sérstakt að verið sé að slíta meirihlutasamstarfi og vitna í málefni um flugvöllinn. Afsataða flokkanna var skýr áður en þau gengu í þetta samstarf,“ segir Sanna. Hún vísar þar til afdráttarlausra yfirlýsinga Einars borgarstjóra að Reykjavíkurflugvöllur sé ekki á leiðinni neitt næstu áratugi. Yfirlíst stefna Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borgarstjórn hefur verið á þá leið að flugvöllurinn fari úr borginni þegar fundinn hefur verið ný staðsenting. „Maður spyr sig hvort það sé eitthvað meira á bak við þetta.“ Framsókn vann mikinn kosningasigur með Einar í oddvitanum fyrir tæpum þremur árum. Fylgið rauk upp í kosningunum, flokkurinn fékk átján prósenta fylgi og fjóra borgarfulltrúa, en síðan hefur fylgið hrapað. Nú er svo komið að flokkurinn mælist varla inni í borginni. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu ýkt viðbrögð við því.“ Hún segir reynslu sína af starfi meirihlutans í borginni hafa byggst á því að vera samstíga í þessu. Borgarstjóri hafi reynt að leiða meirihlutann en ekki gert neitt í nafni eigins flokks. Nú sé annað hljóð í meirihlutanum. Borgarstjóraskipti urðu fyrir tæpu ári sem var hluti af samkomulagi meirihlutans. Dagur B. Eggertsson úr Samfylkinginnu vék fyrir Einari Þorsteinssyni þegar kjörtímabilið var tæplega hálfnað. „Mér finnst ég hafa tekið eftir því að það hafa komið oftar fram skiptar skoðanir innan meirihlutans, til dæmis varðandi húsnæðisuppbyggingu,“ segir Sanna sem dæmi um skoðanaskipti Henni hugnast ekki tal Einars um að horfa til Sjálfstæðisflokksins upp á að mynda meirihluta til hægri. Flokkarnir eru saman með tíu fulltrúa og þurfa tvo til viðbótar til að ná meirihluta. Sanna er meðvituð um tölurnar og möguleikana í stöðunni. „Ég sé alveg tækifæri þarna, til að fara einmitt ekki í þessa hægri átt. Við þurfum að meta stöðuna og ég þarf að ræða við mitt fólk,“ segir Sanna. Sósíalistar eru með tvo borgarfulltrúa og geta því haft ýmislegt að segja um myndun nýs meirihluta. Borgarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
„Ég var ekki alveg að búast við þessu,“ segir Sanna í samtali við Vísi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Ráðhúsi Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld. „Maður sá auðvitað að meirihlutinn virtist ekki vera alveg samstíga í öllu. Mér finnst samt sérstakt að verið sé að slíta meirihlutasamstarfi og vitna í málefni um flugvöllinn. Afsataða flokkanna var skýr áður en þau gengu í þetta samstarf,“ segir Sanna. Hún vísar þar til afdráttarlausra yfirlýsinga Einars borgarstjóra að Reykjavíkurflugvöllur sé ekki á leiðinni neitt næstu áratugi. Yfirlíst stefna Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borgarstjórn hefur verið á þá leið að flugvöllurinn fari úr borginni þegar fundinn hefur verið ný staðsenting. „Maður spyr sig hvort það sé eitthvað meira á bak við þetta.“ Framsókn vann mikinn kosningasigur með Einar í oddvitanum fyrir tæpum þremur árum. Fylgið rauk upp í kosningunum, flokkurinn fékk átján prósenta fylgi og fjóra borgarfulltrúa, en síðan hefur fylgið hrapað. Nú er svo komið að flokkurinn mælist varla inni í borginni. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu ýkt viðbrögð við því.“ Hún segir reynslu sína af starfi meirihlutans í borginni hafa byggst á því að vera samstíga í þessu. Borgarstjóri hafi reynt að leiða meirihlutann en ekki gert neitt í nafni eigins flokks. Nú sé annað hljóð í meirihlutanum. Borgarstjóraskipti urðu fyrir tæpu ári sem var hluti af samkomulagi meirihlutans. Dagur B. Eggertsson úr Samfylkinginnu vék fyrir Einari Þorsteinssyni þegar kjörtímabilið var tæplega hálfnað. „Mér finnst ég hafa tekið eftir því að það hafa komið oftar fram skiptar skoðanir innan meirihlutans, til dæmis varðandi húsnæðisuppbyggingu,“ segir Sanna sem dæmi um skoðanaskipti Henni hugnast ekki tal Einars um að horfa til Sjálfstæðisflokksins upp á að mynda meirihluta til hægri. Flokkarnir eru saman með tíu fulltrúa og þurfa tvo til viðbótar til að ná meirihluta. Sanna er meðvituð um tölurnar og möguleikana í stöðunni. „Ég sé alveg tækifæri þarna, til að fara einmitt ekki í þessa hægri átt. Við þurfum að meta stöðuna og ég þarf að ræða við mitt fólk,“ segir Sanna. Sósíalistar eru með tvo borgarfulltrúa og geta því haft ýmislegt að segja um myndun nýs meirihluta. Borgarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1
Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira