Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 17:33 Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins og Líf Magneudóttir er oddviti Vinstri grænna. Vísir Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að ekki sé ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægriaflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti sé mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið verði höfð að leiðarljósi. „Frá upphafi þessa kjörtímabils höfum við staðið þétt saman við að veita þeim meirihluta sem nú hefur sprungið í loft upp kröftugt aðhald frá vinstri. Við höfum gagnrýnt hann harkalega þegar þörf hefur verið á, en einnig lagt góðum málum lið,“ segir í sameiginlegu yfirlýsingunni. Þá sé ekki ákall eftir hægri öflunum við stjórn Reykjavíkur, sem tali fyrir einkavæðingu og niðurskurði. Þær segja að fullur vilji sé hjá þeim til að vinna sameiginlega að því marki að koma á nýjum meirihluta með róttæk félagshyggjumarkmið að leiðarljósi. „Við erum til í slaginn að taka á brýnum verkefnum svo sem í húsnæðismálum og skólamálum. Allar ákvarðanir um framtíð Reykjavíkur ætti að taka á grunni lýðræðis og hugsjóna um jöfnuð og félagslegt réttlæti, en ekki með hrossakaupum í bakherbergjum til að svala persónulegum metnaði.“ „Í því skyni að koma á ábyrgri forystu fyrir Reykjavík lýsum við okkur reiðubúnar til samtals við þá flokka í borgarstjórn sem eru sama sinnis.“ Nýtt samstarf ekki klappað og klárt Viðræður standa nú yfir milli oddvita Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta í borginni. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það væri alls ekki þannig að nýtt meirihlutasamstarf væri klappað og klárt, og sagði fullmikið að segja að formlegar viðræður ættu sér nú stað. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Vinstri græn Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
„Frá upphafi þessa kjörtímabils höfum við staðið þétt saman við að veita þeim meirihluta sem nú hefur sprungið í loft upp kröftugt aðhald frá vinstri. Við höfum gagnrýnt hann harkalega þegar þörf hefur verið á, en einnig lagt góðum málum lið,“ segir í sameiginlegu yfirlýsingunni. Þá sé ekki ákall eftir hægri öflunum við stjórn Reykjavíkur, sem tali fyrir einkavæðingu og niðurskurði. Þær segja að fullur vilji sé hjá þeim til að vinna sameiginlega að því marki að koma á nýjum meirihluta með róttæk félagshyggjumarkmið að leiðarljósi. „Við erum til í slaginn að taka á brýnum verkefnum svo sem í húsnæðismálum og skólamálum. Allar ákvarðanir um framtíð Reykjavíkur ætti að taka á grunni lýðræðis og hugsjóna um jöfnuð og félagslegt réttlæti, en ekki með hrossakaupum í bakherbergjum til að svala persónulegum metnaði.“ „Í því skyni að koma á ábyrgri forystu fyrir Reykjavík lýsum við okkur reiðubúnar til samtals við þá flokka í borgarstjórn sem eru sama sinnis.“ Nýtt samstarf ekki klappað og klárt Viðræður standa nú yfir milli oddvita Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta í borginni. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það væri alls ekki þannig að nýtt meirihlutasamstarf væri klappað og klárt, og sagði fullmikið að segja að formlegar viðræður ættu sér nú stað. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1
Vinstri græn Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira