Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2025 10:04 Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar undirrituðu samkomulagið. Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær og tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafa undirritað samstarfssamning fyrir árin 2025 til 2027 með það að markmiði að hátíðin verði áfram árlegur viðburður í bænum um páskahátíðina. Tilkynnt er um þetta á vef tónlistarhátíðarinnar og að Ísafjarðarbær styrki Aldrei fór ég suður árlega um tíu milljónir króna. Áfram verði sérstök áhersla lögð á að kynna tónlistarfólk með tengsl við Ísafjarðarbæ. „Þetta er risastór viljayfirlýsing bæjaryfirvalda, og vonandi bæjarbúa einnig, sem undirstrikar þá staðreynd að páskarnir eiga áfram heima á Ísafirði,“ er haft eftir Kristjáni Frey, rokkstjóra hátíðarinnar í tilefni af þessu. „Þetta eru vissulega stórir peningar sem gera okkur kleift að standa að hátíðinni með sóma sem aldrei fyrr. Aldrei fór ég suður er ekki hagnaðardrifin hátíð að neinu leyti og mun þessi fjárhæð skila sér rakleiðis en í samfélagið hér vestra.“ Gestir óttuðust að hátíðin sneri ekki aftur Þrálátur orðrómur var uppi um það að hátíðin í fyrra kæmi til með að verða sú síðasta og gáfu skipuleggjendur þá óskýr svör um framhaldið. Aldrei fór ég suður fagnaði þá tuttugu ára afmæli og segir Kristján að við það tilefni hafi aðstandendur ákveðið að staldra aðeins við og skoða betur hvernig hátíðin gæti þróast og haldið áfram. „Ein af niðurstöðum þeirrar naflaskoðunar var að við fundum að við þurftum að styrkja stoðirnar svo um munar til að sjá til þess að upplifun og öryggi allra sem að hátíðinni koma væri sem best,“ segir í Kristján Freyr í tilkynningu. „Með þéttara samstarfi við Ísafjarðarbæ, góðum áframhaldandi stuðningi annarra bakhjarla hátíðarinnar og með aðstoð okkar stórkostlega sjálfboðahóps er okkur ekkert að vanbúnaði að halda áfram að bjóða upp á metnaðarfulla tónlistarhátíð í heimabæ páskanna.“ Haft er eftir Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að samfélagslegur ávinningur nýja samningsins sé mikill. „Aldrei fór ég suður er ekki bara tónlistarhátíð, heldur mikilvægur samfélagslegur viðburður sem styrkir menningarlíf, eflir samstöðu íbúa og laðar gesti til bæjarins,“ segir Sigríður. „Við erum stolt af því að styðja hátíðina áfram svo hún haldi áfram að blómstra og fylla bæinn af fjöri um páskana.“ Ísafjarðarbær Tónlist Aldrei fór ég suður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Fleiri fréttir Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Sjá meira
Tilkynnt er um þetta á vef tónlistarhátíðarinnar og að Ísafjarðarbær styrki Aldrei fór ég suður árlega um tíu milljónir króna. Áfram verði sérstök áhersla lögð á að kynna tónlistarfólk með tengsl við Ísafjarðarbæ. „Þetta er risastór viljayfirlýsing bæjaryfirvalda, og vonandi bæjarbúa einnig, sem undirstrikar þá staðreynd að páskarnir eiga áfram heima á Ísafirði,“ er haft eftir Kristjáni Frey, rokkstjóra hátíðarinnar í tilefni af þessu. „Þetta eru vissulega stórir peningar sem gera okkur kleift að standa að hátíðinni með sóma sem aldrei fyrr. Aldrei fór ég suður er ekki hagnaðardrifin hátíð að neinu leyti og mun þessi fjárhæð skila sér rakleiðis en í samfélagið hér vestra.“ Gestir óttuðust að hátíðin sneri ekki aftur Þrálátur orðrómur var uppi um það að hátíðin í fyrra kæmi til með að verða sú síðasta og gáfu skipuleggjendur þá óskýr svör um framhaldið. Aldrei fór ég suður fagnaði þá tuttugu ára afmæli og segir Kristján að við það tilefni hafi aðstandendur ákveðið að staldra aðeins við og skoða betur hvernig hátíðin gæti þróast og haldið áfram. „Ein af niðurstöðum þeirrar naflaskoðunar var að við fundum að við þurftum að styrkja stoðirnar svo um munar til að sjá til þess að upplifun og öryggi allra sem að hátíðinni koma væri sem best,“ segir í Kristján Freyr í tilkynningu. „Með þéttara samstarfi við Ísafjarðarbæ, góðum áframhaldandi stuðningi annarra bakhjarla hátíðarinnar og með aðstoð okkar stórkostlega sjálfboðahóps er okkur ekkert að vanbúnaði að halda áfram að bjóða upp á metnaðarfulla tónlistarhátíð í heimabæ páskanna.“ Haft er eftir Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að samfélagslegur ávinningur nýja samningsins sé mikill. „Aldrei fór ég suður er ekki bara tónlistarhátíð, heldur mikilvægur samfélagslegur viðburður sem styrkir menningarlíf, eflir samstöðu íbúa og laðar gesti til bæjarins,“ segir Sigríður. „Við erum stolt af því að styðja hátíðina áfram svo hún haldi áfram að blómstra og fylla bæinn af fjöri um páskana.“
Ísafjarðarbær Tónlist Aldrei fór ég suður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Fleiri fréttir Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Sjá meira